Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Fjárhagsáætlun Sauðárkróks afgreidd í gær: 120 milljónir til verk- legra framkvæmda Félagar í Hestaíþróttadeild SkagaQarðar gátu ekki fengið hagstæðara veður til að halda ískapp- reiðar sl. laugardag. Blankalogn og blíða var og menn og hestar spegluðust í Holtstjörn neðan Skörðugilsbæjanna þar sem keppni fór fram. Þátttaka var mjög góð og fjöldi áhorfenda dreif að. Þetta var fyrsta punktamót af þremur sem HÍDS gengst fyrir í vetur. Það næsta verður á Sauðár- króki 19. mars og keppninni lýkur síðan á Hólum á sumardaginn fyrsta. Stíflan undan vatni eftir 50 ár Ef hlýindin haldast áfram næsta mánuðinn gefst gestum er Fljótanna vitja kostur á að sjá Stíflusveitina að nýju, eftir að hún hefúr verið hulin undir aðveitulóni Skeiðsfossvirkjunar síðan 1945. Fyrir dyrum standa allmiklar lagfæringar og end- urbætur við Skeiðsfossvirkjun. Vegna þeirra verður öllu vatni hleypt úr lóninu 22.-23. mars næstkomandi og mun lónið standa autt í um vikutíma. I»etta er gert vegna viðgerða á Iokubúnaði virkjunarinnar. Einnig verður í sumar skipt um aðra vatnsaflsvél Skeiðsfoss- virkjunar og einn af þremur rafölum virkjunarinnar. , ,Fólk sem komið hefur upp á stíflugarðinn á vorin þegar valn er í lágmarki í lóninu, hefur orðið undrandi á þcirri sýn sem fyrir augu hefur borið. Ég á von á að þetta veröi enn stórkostlegra þeg- ar öllu verður hleypt úr lóninu og sjálfsagt fýsir marga, sem þekkja til hér, að sjá það sem fyrir augu ber“, segir Kristján Sigtryggsson stöðvarstjóri við Skeiðsfoss. Að- spuröur sagðist hann þó ekki búast við að sjá fagra sveit eftir að hún hefúr verið undir vatni í tæp 50 ár. Að sögn Kristjáns hefur lengi staðið til að endumýja lokubúnað virkjunarinnar, sem ekki hefur reynst nægjanlega traustur og ætíð hefur lekið örlítið með bún- aðinum. Eftir að vatni hefur ver- ið hleypt úr lóninu veróur komið fyrir lokum úr timburvirki í stokknum inn af lokubúnaðinum. Vatni verður síðan hlcypt í lónið að viku liðinni, enda lokubúnað- urinn þá kominn á þurrt. Hleypt verður síðan aftur úr lóninu 22. apríl og veröur þaö þá að mestu vatnslítið í viku til viðbótar. Krist- ján stöðvarstjóri segir að reiknað sé meó að þessum framkvæmd- um vegna lokubúnaðarins ljúki í júní, og em þær af stærðargráðunni um 14 milljónir, það er að segja sá hluti verksins sem boðinn var út. Engin raforkuframleiðsla veiður við Skeiðsfossvirkjun þær vikur sem vatni er hleypt úr lóninu og dagana fyrir og eftir. Þjónustu- svæði virkjunarinnar nýtur á með- an raforku frá Byggðalínunni. Fjárhagsáætlun var afgreidd á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í gær. Gerir hún ráð fyr- ir gjald- og eignfærðri fjárfest- inu að upphæð ríflega 120 millj- ónir. Stærsti hluti hennar er framlag bæjarins til byggingar bóknámshúss ríflega 30 millj- ónir króna, tæpum 30 milljón- um tíl gatnagerðar, framkvæmt verði fyrir um 20 milljónir við hölnina, um 20 milljónum verði varið til viðbyggingar við leik- skólann Glaðheima, 16,9 millj- ónum tíl framkvæmda á íþrótta- velli og fimm milljónum til byggingar íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir fjórum milljónum til hlutabréfakaupa. Aætlunin felur í sér að skuldir bæjarins aukist um tæpar 12 milljónir á árinu. Afborganir bæjarsjóðs verða á árinu 60 milljónir og gert er ráð fyrir nýjum lántökum að upphæð 58 milljónir. Þá er gert ráð fyrir aó hlutur bæjarsjóðs í nýjum lántök- um vegna héraðsnefndar verði 17,7 milljónir en hlutur bæjar- sjóós í afborgunum héraðsnefnd- ar verði 3,9 milljónir. Snorri Bjöm Sigurðsson bæj- arstjóri segir rekstrargjöld bæjar- ins verða í svipuðu horfi milli ára. „Við erum smásaman að auka þjónustu við bæjarbúa og gemm t.d. ráð fyrir framlagi til ráóning- ar félagsráðgjafa á þessu ári. A móti hefúr okkur tekist á undan- fömum misserum að skera niður kostnað vegna yfirstjómar bæjar- ins, þannig að rekstrargjöldin hafa staðið nokkuð í stað milli ára“. Minnihluti bæjarstjómar sat hjá við afgneiðslu fjáihagsáætlunar og lögðu bæjarfúlltrúar Framsókn- arflokks og fiilltrúi Alþýóubanda- lags fram bókanir. Framsóknar- menn gagnrýna í bókun sinni að meirhlutinn hafi virt að vettugi, tillögu sem þeir lögðu fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir ári, að gerð yrði úttekt á rekstri veitna og stofnana bæjarins fyrir 15. október sl. og einnig að ekki hafi verið farið að ákvæðum sveit- arstjómarlaga um gerð þriggja ára áætlunar, er skipi verkefnum í forgangsröð. Anna Kristín (Abl) segir í bókun sinni að fjárhags- áætlunin feli í sér óþarfar og óarð- bærar framkvæmdir, og ekki hafi verið farið út í endurskipulagn- ingu sem líklega mundi skila hag- stæðari rekstri bæjarfyrirtækja og lækkun skulda bæjarins. —KTenflill hjDI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ÆÞ bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílavi&ger&ir • Hjólbaröaverkstæ&i RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.