Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 2
2FEYKIR 8/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Flúnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guóbrandsson, SæmundurHermannsson, Siguróur Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aöld að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Góðgerðarskemmtun vegna veikrar stúlku Næstkomandi sunnudags- kvöld verður efht til góðgerð- arskemmtunar í íþróttahús- inu á Sauðárkrói til stuðnings unglingsstúlku í bænum, Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur, sem hefur átt við erfiðan sjúk- dóm að stríða og er nú að fara í endurhæfingu. Þeir sem hug hafa á að styðja gott málefni eru hvattir til að mæta. Þeir sem eldri eru verða látnir sitja fyrir sætum í húsinu. Það sem boðió verður upp á eru körfuboltaleikir og söngur Karlakórsins Heimis. Blanda úr karla- og kvennaliði Tindastóls munu leiða saman hesta sína og inn á milli munu fulltrúar yngstu kynslóðarinnar í röðum Tinda- stóls sýna hæfhi sína í körfúbolt- anum. Karlakórinn Heimir mun syngja nokkur lög, en kórinn er búinn að æfa vel í vetur og mun verða með mjög fjölbreytt pró- gram um þessar mundir, m.a. syrpu af léttum lögum sem stjómandinn Stefán R. Gíslason hefur útsett. Aðgangseyrir verð- ur aðeins kr. 500 fyrir fullorðna og lOOkr. fyrirböm. Heimiskvöld á Hofsósi Karlakórinn Heimir er nú að fara af stað með söng- og skemmtikvöld sín, svokölluð Heimiskvöld. Það fyrsta verð- ur í Höfðaborg á Hofsósi nk. fostudagskvöld kl. 21,00. Boð- ið verður upp á nýja og fjöl- breytta söngdagskrá, þar sem m.a. verður frumflutt lag og ljóð eftir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, lag eftir Bjarka heitinn Arnason sem ekki hef- ur verið flutt af kór áður, en Stefán R. Gíslason gert kórút- setningu við. Einnig hefur Stefán útsett syrpu af léttum lögum eftir ýmsa höfúnda. Auk söngs kórsins mun Harmonikkusveit Skagafjarðar leika nokkur lög og rímsnilling- ar mæta á staðinn. Þá verða gamanmál í gangi og Heimis- konur munu annast kaffiveiting- ar að vanda. Næsta Heimiskvöld verður síðan á dagskrá í Miðgarði 5. mars. Það er Stefán R. Gíslason sem stjómar kómum í vetur og undirleikarar em þeir Tómas Higgerson og Jón Gíslason. Ein- söng annast þeir Pétur Pétursson og Einar Halldórsson, tvísöng syngja Hjalti Jóhannsson og Jón Gísiason, og þrísöng þeir Alfta- geröisbræður Pétur og Sigfús ásamt Bimi á Varmalæk. Verslun til sölu! Til sölu, ef viðunandi tilboð fæst, er verslun á Sauðárkróki sem er í fullum rekstri. Um er að ræða verslun með barnafatnað og fleira. Verslunin hefur góð merki og vandaðar vörur. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni og í síma 35670 og 35470. Þorbjörn Árnason lögmaður. Svipmyndir frá öskudegi Það var gestkvæmt á ritstjórn Feykis, sem og á öðrum vinnu- stöðum, á öskudaginn. Margir krakkar litu inn til að syngja og þiggja sælgæti að launum. Einhver lög höfðu bæst á ösku- dagssöngskrána frá síðasta öskudegi, en þau eru samt ailtaf klassísk: Hafið blá hafið, Bjarnastaðabeljurnar, Fyrr var oft í koti kátt og fleiri góð og gamalgróin lög Lokað nk. þriðjudag Opnum aftur á miövikudags mor gun Skagfiröingabúð Herramenn í víking Hljómsveitin Herramenn á Sauðárkróki mun leika fyrir dansi á árshátíð íslendingafé- lagsins í Suður-Þýskalandi sem haldin verður í Stuttgart nk. laugardagskvöld. Herra- menn skemmtu Islendingun- um á þessum slóðum einnig síðasta vetur og í hitteðfyrra lék hljómsveitin á þorrablóti Islendinga á Málmhaugum í Svíþjóð. Þetta er því í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem Herramenn halda í víking. Að sögn Harðar Ólafssonar (Bassa) hljómsveitarstjóra í Herra- mönnum sækir Islendingahátíð- ina í Stuttgart, ekki einungis fólk úr Suður-Þýskalandi, heldur einnig Islendingar sem búsettir séu í löndunum í kring, þannig vissi Bassi Ld. af fjölskyldu sem býr í París og ætlaði að mæta. I fyrra léku Herramenn einnig á skemmtistað í Stuttgart og var vel tekið, en Bassi sagði að slíkt yrði líklega ekki á dagskrá. „Það er þó hugsanlegt að við komurn þar aðeins fram á föstudags- kvöldið, en það yrði þá stutt", sagði Bassi, en skemmtistaður þessi er vinsæll meðal Islend- inga sem búsettir eru í Stuttgart og nágrenni. Skagaströnd: Ekkert leikstarf vegna karlaleysi „Nei, það verður ekkert leikið hjá okkur í vetur, en við vonumst til að fara af stað aftur næsta haust. Já, það er mestmegnis og eingö'ngu vegna vöntunar á karlleik- urum. Það hefúr um nokkurt skeið verið frekar erfitt að manna karlahlutverkin hjá okkur“, sagði Sigrún Jóns- dóttir stjórnarmaður í Leik- félagi Skagastrandar. Skagaströnd er sem kunn- ugt er mikið sjómanna sam- félag, og það er kannski ein helsta ástæðan fyrir því að fáir karlntenn eru aflögu, t.d. í leikstarfsemina. Væntanlega hefur heldur ekki bætt úr skák að Steindór Rúnibcrg Haraldsson, einn helsti áhuga- maður um leikstarfsemi á staðnum, starfar fjarri heima- byggð sem stendur. Á síðasta ári var gripið til þess ráðs að sýna lcikrit sem eingöngu er skipað kvenpersónum, Stálb- lómið sem Jónas Jónasson lcikstýrði. Þótti sú sýning takast mjög vel.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.