Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 7
8/1994 FEYKIR7 Mynd nr. 1. Hver er maðurinn? Fyrir nokkrum árum fékk Hér- aðsskjalasafniö á Sauðárkróki inni hjá Feyki til að birta óþekktar myndir úr fómm safnsins. Tals- vert á annað hundrað myndir birt- ust þá á síðum blaðsins og var leit- að til lesenda um úrlausnir. Gaf þetta nokkuð góðan árangur, því 30-40 % myndanna fengust nafn- greindar. Mikið er til af óþekktum myndum á Héraðsskjalasafhinu, því berast árlega mikill fjöldi mynda, en alltaf er nokkuð um ómerktar myndir. Hefur mikill tími farið undanfarin ár í að reyna að fá myndir nafhgreindar. Því verður aldrei of oft biýnt fyrir fólki að merkja sínar gömlu myndir meðan tími er til, því eftir daga eigandans erkannski enginn sem þekkir lengur og þá eru myndir lítíls virði. Ritstjóri Feykis var svo vin- samlegur að gefa safhinu aftur rúm í blaðinu fyrir óþekktar myndir, og verða þær nú á næst- unni tíndar fram. Af nógu er að taka. Fyrst um sinn munum við birta nokkrar fjölskyldu- eða hóp- myndir, tvær hinar fyrstu em einmitt slíkar: Mynd nr. 1 er tekin af Pétri Hannessyni Ijósmyndara á Sauö- árkróki, líklega á árabilinu 1918- 1928. Mynd nr. 2 er hins vegar tekin af Sigríði Zoega í Reykja- vík, trúlega frá svipuðum tíma. Lesendur em nú beðnir að gefa gaum að þessu myndum og láta vita til Héraósskjalasafns Skag- fírðinga, ef kunnið einhver skil á þessum myndum. Síminn er 95- 36640. Mun síðan verða gerð grein fyrir árangri eftir því sem vinnst. Mynd nr.2. Frábær árangur Sunnu á MÍ Sunna Gestsdóttir USAH stóð sig frábærlega vel á Meistara- móti Islands 22 ára og yngri sem fram fór í Kaplakrika og Baldurshaga um síðustu helgi. Sunna náði ein keppenda að sigra í tveim greinum í mótinu, og einnig krækti hún í silfur- verðlaun í þeirri þriðju. Sunna sigraði í 50 metra hlaupi og langstökki og varð önnur í 50 metra grindahlaupi. Árangur hennar var 6,6 sekúndur í 50 metra hlaupinu, 5,68 metrar í langstökki og 7,4 sekúndur í 50 metra grindahlaupi, en þar varö hún sjónarmun á eftir Sólveigu Bjömsdóttur Amtanni. Auglýsið í Feyki Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu er Lada 1600 árgerð 1987. Keyrður 80 þús. km. Einnig er til sölu Mitsubitshi L 300 minibus árgerð 1987. Upplýs- ingar í síma 95-35055 eftir klukkan 20 á kvöldin. Til sölu Marmed barnavagn, vel með farinn og selst ódýrt. Upplýsingar gefur Hrönn í síma 22780. Húsnæði óskast! Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu á Sauðárkróki sem fyrst. Hringið í síma 97-51435. Hestamenn! Til sölu þrír folar á tamninga- aldri. Upplýsingar í síma 95- 38106. Til sölu Victor 386 CX Pc- talva, með VGA-litaskjá, 80 mb hörðum disk og 4 mb innra minni. Upplýsingar í sínia 91- 16126. Tapað - Fundið! Einhver litil stúlka gleymdi bleiku úlpunni sinni á Bóka- safhinu Sauðáricróki sl. mánudag. * Askrifendur og auglýsendur! Þeir sem eiga ógreidda gíróseðla eru beónir aó greióa þá sem fyrst. Feykir Dægurlagakeppni Undirbúningsnefnd Sumarsæluviku Skagfirðinga gengst fyrir dægurlagakeppni í tengslum við fjölskylduhátíð sumarið 1994. Lögum skal skilað á nótum (hljómsettum nteð lagalínu) og sungnum eða spiluðum inn á hljóð- snældu. Textinn skal fjalla um Skagafjörð. Skilið snældunum undir dulnefni, en látið fullt nafn og síma- númer fylgja með í merktu, lokuðu umslagi. Hilntar Sverrisson tónlistarmaður á Sauðárkróki mun veita aðstoð við útsetningar og upptökur til endanlegs flutnings, ef óskað er, en hann rekur hljóðver á Sauðár- króki. Upplýsingar í síma 95-35090. Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa síðan til verðlauna úrslitakvöldið 14. apríl. Lögin verða flutt af hljómsveit sem stofnsett verður sérstaklega af þessu tilefni. Lögunum skal skila eigi síðar en 20. mars til dóm- nefndar Stjórnsýsluhúsinu Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki. Vegleg verðlaun verða í boði, auk þess sem lagið verður notað sem kynningarlag fyrir hátíðina og gert við það myndband. Undirbúningsnefnd. + Innilegar þakkir sendum vió öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúó vió andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Steinunnar Björnsdóttur Stafni Guórún H. Sigvaldadóttir Haukur Björgvinsson Bima M. Sigvaldadóttir Þorkell Siguróarson Jón B. Sigvaldason Guóríður M. Stefánsdóttir Elsa Þ. Heiódal bamabörn og langömmuböm

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.