Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 1
@ rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Securitas-hópurinn í Iok dansins sem færði þeim þriðja sætíð í Free style danskeppninni í Tónabæ. Frábær árangur í danskeppni Fullt skjól í við gerð nýs garðs Skagabændur bæta aðstöðu sína til útgerðar Þessa dagana standa yfir hafn- arframkvæmdir í Selvík á Skaga. Unnið er að lagningu grjótgarðs sem lokar höfhinni fyrir hafróti úr suðvestan átL Nýi garðurinn mun mynda ásamt aðalskjólgarðinum, sem byggður var fyrir sjö árum, mjög gott lægi fyrir trillur Skagabænda, að mati Þorleifs Ingólfssonar á Þorbjargarstöð- um. Það er Selvíkurfélagið sam- eignarfélag útvegsbænda á Skaganum sem stendur fyrir þessari framkvæmd eins og þeirri fyrri. hef trú á því að nýi garður- inn geri höfnina mjög örugga og þessvegna gætum við haft bátana niðri allan veturinn, en til þessa höfúm viö aðeins verið með bát- ana í höfhinni á grásleppuvertíð- inni og yfir hásumarið. Það hefur verið óróleiki í höfninni þegar suðvestanátt gerir og eins í brim- um, en nú ætti það að vera úr sög- unni“, segir Þorleifúr. Verktakinn, Fjörður sf og Stef- án Guðjónsson, undirbjuggu út- lögn garðsins í síðustu viku. Stóra grjótinu í ytra byrðið var safnað saman fyrir ofan Hvalnes, en kjaminn er tekinn úr skriðunum við Selnes og því er það aðeins nokkur hundruð metra sem flytja þarf efnið, og er það helsta for- sendan fyrir því að þessi fram- kvæmd er möguleg. Gert er ráð fyrir að það taki um vikutíma að byggja garðinn og það muni kosta um 3 milljónir. Byrjað var að leggja garðinn út nú í vikubyrjun. Hann liggur í norðvestur til móts við gamla garðinn sem liggur í vestur og verður 50-60 metra langur eða hátt í eins langur og gamli garðurinn, sem byggður var fyrir sjö árum. „Við höfðum borgað þá fram- kvæmd upp þannig að nú stönd- um við ágætlega aó leggja í þetta“, segir Þorleifur á Þorbjarg- arstöðum. I Selvíkurfélaginu vom 11 í upphafi, en þrír hafa flust burtu á síðustu ámm. Skagabænd- ur em nokkuð bjartsýnir fyrir komandi grásleppuvertíð. Verð á hrognum er mjög gott og menn vonast eftir góðri vertíð eftir frek- ar dapra veiði í fyrra. Þokkaleg rauðmagaveiði Securitas danshópur fimm stúlkna úr 10. bekk Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks gerði það gott í úrslitum “Free style” danskeppninnar, sem fram fór í Tónabæ í Reykjavík nýlega. Stelpurnar af Króknum urðu í þriðja sætí ásamt annarri dans- sveit, og þykir það einstaklega góður árangur miðað við stutt- an æfingartíma. „Það var svo sem ekki við miklu að búast þegar danshópam- ir vom kynntir. Maður heyrði að þessi hópur hafi æft í sjö vetur, þessi í niu og síðan komu stelp- umar okkar með langminnstu æf- inguna, hafa bara æft núna í vet- ur”, sagði Guðrún Jóna Valgeirs- dóttir starfsmaður Félagsmið- stöóvarinnar og liðsstjóri Securit- as-hópsins. Stúlkumar sögust hafa verið mjög taugaspenntar fyrir keppn- ina, en mesti skjálftinn hefði horf- ið eftir lokaæfmguna fyrir keppn- ina. „Oskar Páll Hjálmtýsson sem stjómaði keppninni sagði að sér hefói litist vel á þetta hjá okkur, og það “peppaði” okkur mikið upp”, sagði Steina MargrétFinns- dóttir, en hinar í hópnum em As- laug Bima Jónsdóttir, Ragndís Hilmarsdóttir, GerðurGylfadóttir og Þórdós Osk Rúnarsdóttir. Ragn- dís varð einnig þriðja í einstak- lingskeppninni, með dans sinn “No mercy”, en Ragndís hefur lært Free style í nokkur ár, og varð hún í 2. sæti sæti sl. ár. Klæónaður Securitas vakti einnig mikla athygli og var allt öðm vísi en annarra þátttakanda, rauður að lit úr regnfataefni. Stúlk- umar segjast staðráðnar í því að æfa vel næsta ár og sigra þá í keppninni, sem er fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára, og felst í frjáls- um dansi. Skilyrði er að þátttak- endur semji sjálfir dansa sína. Um 600 manns fylgdist með keppninni í Tónabæ nú og var stemmningin einstaklega skemmtileg. Þokkalegt útlit er með rauð- magaveiði í vor, en hún er ný- lega byrjuð. Fáir stunda veið- arnar nú eins og undanfarin ár, en menn hafa verið að fá þokkalegan afla undanfarið. Það er einungis Þorleifur Ing- ólfsson á Þorbjargarstöðum sem stundar veiðamar hér efra. Stór- holtsmenn gera út frá Hagnesvík og síðan em það aðallega tveir feögar sem gera út á rauðmagann frá Siglufirói. Mönnum ber sam- an um að veiðin sé betri en undanfarin ár og eykur það vonir um að grásleppuvertíðin verði góð að þessu sinni. Eyrugla finnst í Hegranesi Þegar heimilisfólkið á Hegra- bergi í Hegranesi skyggndist til veðurs sl. miðvikudagsmorgun veittí það eftirtekt ókunnugum fugli sem var ósjálfbjarga í hlaðvar panum. Við eftirgrennsl- an hjá Náttúrufræðistofnun hefúr komið í ljós að þarna var á ferðinni eyrugla, en komur þeirra hingað til lands munu vera mjög sjaldgæfar. Einar Otti dýralæknir var kall- aður til og komst hann að þeirri niðurstöðu að aflífa þyrfti fúglinn þar sem hann var mikið laskaður á væng, hafi greinilega flogið á og brotið vænginn. Það hafði lík- lega gerst snemma nóttina áður, en blóðið var mikið storkið á vængnum. Að líkindum mun þama hafa verið um sama fugl- inn að ræða og orðið hafi vart við Kárastaði dagana á undan. í bókinni Náttúru íslands, er auk branduglunnar, sem algeng erhér, aðeins getið snæuglunnar, sem verpti hér fyrr á öldinni og flækist stundum hingað til lands. Ekkert er minnst á eymgluna. —KTenflil! hjDI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 j/JMfTbílaverkstæði Æ M M W M sími: 95-35141 Sæmundorgata I b 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.