Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 9/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson, Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaöstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guóbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aftld að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Norðurland vestra: Sex aðilar fá styrki úr íþróttasjóði Sex aðilar í kjördæminu fá styrk frá íþróttasjóði vegna framkvæmda við íþrótta- svæði á þessu ári. Þessi aðilar eru: Golfklúbbur Skaga- strandar 200 þúsund, Tinda- stóll 400 þúsund vegna íþrótta- vallar, Umf. Framfor Lýtings- staðahreppi 200 þúsund vegna íþróttavallar, Vorboð- inn Engihlíðarhreppi 400 þús- und vegna íþróttavallar, Neisti Hofshreppi 400 þúsund vegna grasvallar og Skotfélag Siglufjarðar 300 þúsund vegna skotvallar. Þetta kom fram í svari vegna fyrirspumar á Alþingi frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Þar kemur einnig fram að 19 aðilar í kjördæminu hafa fengið á átt- undu milljón úr sjóðnum á síð- ustu fimm ámm, að framlögum þessa árs meðtöldum. I greinargerð með svari við fyrirspuminni segir að íþrótta- sjóður sé háður fjárveitingum á fjárlögum hvers árs. Arlega sæki 80-100 aðilar um styrki úr sjóðnum og hafi umsóknir numið margföldu því fjármagni sem til ráðstöfunar hefúr verið hverju sinni. Við úthlutun hafí verið lögð áhersla á að styrkja mjög brýn verkefni íþróttafé- laga, svo sem að ljúka ffarn- kvæmdum sem dregist hafa, kaupa nauðsynleg áhöld og vél- ar og bæta aðstöðu við íþrótta- svæði. Ekki er gert ráð fyrir styrkjum til byggingu íþrótta- húsa eða meiri háttar ffarn- kvæmda við íþróttamannvirki. Til þess er sjóðurinn allt of van- megnugur. Ingibjörg Jónsdóttir og Sonja Karen Magnúsdóttir leika saman á píanó vals eftir Seiber. MyndirÆA. Auknar kröfur varðandi fráveitur á næstu árum Ástand ffáveitumála á þéttbýl- isstöðum umhverfis landið hef- ur verið til skoðunar á síðustu misserum, og þessi þáttur um- hverfismála komið nokkuð til tals undanfarið, enda ljóst að búast má við auknum kröfúm hvað varðar fráveitur skólp- og holræsakerfa á næstu árum. Þetta er einn anginn af þeirri viðleitni þeirra er með um- hverfismál fara, að halda sjón- um og fiskimiðunum sem mest ómenguðum. Það er sem sagt orðið nokkuð síðan að menn áttuðu sig á því að orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“, ætti ekki lengur við. Fráveituneffid umhverfisráðu- neytisins hefúr nýlega lokið störfúm og skilað skýrslu til ráð- herra um úrbætur í fráveitumál- um. Nefndin var skipuð 1992 og í henni áttu sæti fúlltrúar ffá Holl- ustuvemd ríkisins, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Siglinga- málastofnun ríksins og umhverf- isráðuneytinu. I skýrslu sem nefndin sendi frá sér er að finna lýsingu á ástandi fráveitna í ein- stökum sveitarfélögum. Þrátt fyrir að skýrslan gefi ekki íkjamiklar upplýsingar um ástand ffáveitna má ráða að ástand þeirra hér á svæðinu er misjafnt, en alls staðar virðist þurfa að gera talsverðar betrum bætur, sums staðar miklar og á einstaka stöð- um virðist ekki auðvelt að koma málurn í gott horf. T.d. virðist ástandið á Siglufirði vera slæmt, en þar em aðeins 2 af 18 úthlaup- um sem ná út í stórstraumsfjöru. Á Sauðárkróki er vandamálið að erfitt getur reynst að sameina út- hlaupin, ef til kæmi og settur yrði hreinsunarbúnaður á ffánennslið. Þá em vandamál vegna sand- burðar að ströndinni við Krókinn, sem getur raskað legu lagnanna. Gögn frá sex þéttbýlisstöðum I skýrslunni segir að gögn hafi borist ffá sex þéttbýliskjöm- um á Norðurlandi vestra, þ.e. frá Hvammstanga, Blönduósi, Skaga- strönd, Sauðárkróki, Hofsósi og Siglufirði. Alls staðar er um ein- falt kerfi að ræða, enga hreinsun og viðtaki er sjór, nema að hluta til á Blönduósi þar sem viðtakinn er Blanda. Á Hvammstagna, þar sem um 700 manns búa og nokkur fyrir- tæki em í matvælaiðnaði, em út- rásir staðarins fjórar. Lega út- rásopanna er þannig að aldrei þomar í þeim. Engar meiriháttar breytingar og lagfæringar em fyrirhugaðar. Á Blönduósi em 1100 íbúar og nokkuð um vamsfrekan iðn- að. Sextán útrásir em skráðar, en eitthvað er um útrásir frá einstök- um húsum. Hluti útrásanna end- ar í Blöndu en afgangurinn í sjónum. Á Hofsósi em 250 íbúar og fiskvinnsla, 5 útrásir em skráðar. Þar af tvær sem koma frá rot- þróm og nær önnur þeirra út í stórstraumsfjöruborð. Aðrar út- rásir liggja í fjömborð. Siglufjörður hefur 1800 íbúa og auk þess nokkur matvælafyr- irtæki á sviði sjávarafurða. Átján útrásir em skráðar og viðtaki alls staðar sjór. Af þeirn ná einungis tvær niður að stórstraumsfjöru, aðrar liggja ýmist í flæðarmáli eða fjömborói og 10 útrásir opn- ast í hafnarsvæði. Ekkert liggur fyrir um breytingar eða lagfær- ingar á fráveitukeríínu. Sauðárkrókur er með nokkuð margar útrásir. Erfitt getur reynst að sameina útrásir og sandburður getur haft áhrif á legu þeirra. Skagaströnd er með 7 útrásir sem opnast við fjömborð. Frekar auðvelt ætti að vera að sameina útrásir, en engin framkvæmda- áætlun liggur fyrir. Sauðárkrókur og Blönduós vinna að úrbótum Samkvæmt upplýsingum Knúts Aadnegaard forseta bæjar- stjómar Sauðárkróks er í ráði að vinna að útbótum á fráveitukerfi Sauðárkróks og er á fjárhags- áætlun þessa árs ætluð upphæð til að hefja þá vinnu. Að sögn Knúts ná flest útföll frá holræsakerfi bæjarins niður fyrir stórstraums- fjöm, en ljóst er að betur má ef duga skal, enda sýnt að gerðar verða talsverðar kröfur um góðan frágang fráveitna fyrr en varir. Knútur segir að þær framkvæmdir komi til með að kosta bæinn mikið fé á næstu ámm. Bygginganefnd Blönduós- bæjar er með í athugun að fela Almennu verkfræðistofunni at- hugun á fráveitukerfi bæjarins. Verkfræðistofan hefur boðist til að gera þá athugun bænum að kostnaðarlausu. Niðurstaða þeirra hugmynda verði frumhugmyndir að endurhótum á fráveitukerfinu, eins og segir í fundargerð bæjar- ráðs Blönduóss frá 17. febrúar sl. Tónlistarhátíð á Hvammstanga I>að var líf og Qör í Félagsheim- Uinu á Hvammstanga sl. sunnu- dag. I>ar voru samankomnir um 100 tónlistarskólanemend- ur af Norðurlandi vestra, frá Siglufirði, Sauðárkróki og úr Skagafirði auk heimafólksins í Vestur-Húnavatnssýslu. Þarna var haldin tónlistarhátíð í tílefiii alþjóðlega tónlistardagsins sem var daginn áður. Samskonar hátíð var haldin á Blönduósi í fyrra og er meiningin að um ár- legan viðburð verði að ræða, altént þar tU leikið hefúr verið á heimavelli hvers tónlistarskóla á svæðinu. Hátíðin á sunnudag bar með sér gróskumikið starf tónlistar- skólanna. Fjölmörg tónlistarverk voru flutt, bæði frumsamin og klassísk og nær allt þar á milli, og voru flytjendumir á ýmsum ald- ursskeiðum. Því miöur voru á- heyrendur auk fiytjendanna í færra lagi og hefur hátíðin kannski ekki verið nægjanlega kynnt. Fréttaritari Feykis á Hvammstanga mætti með myndavélina og smellti nokkrum myndum af tónlistarfólkinu. Sveinbjörg Eymundsdóttir og Jón Eymundsson leika á blokk- flautu Passepiet eflir óþekktan höfúnd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.