Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 9/1994 „Búskapurinn hefur lukkast ágætlega, þótt við höfum lent í brasi" Segir Guðsteinn Kristinsson bóndi á Skriðulandi í Langadal Það er líflegt í svínahúsinu á Skriðulandi þessa dagana. Guðsteinn, Guðlaug, Björn og Pétur, bændur á félagsbúinu á Skriðulandi. „Þó við höfum lent í þessu brasi út af rióunni og þurft aö skera nióur í þrígang, þá hefur búskapurinn lukkast ágæt- lega. Við höfum aó öðru leyti veriö lánsöm og búið yfir- leitt skilaó góóum afurðum. Vió höfum t.d. farið tiltölulega vel út úr loódýraræktinni og þaö lítur mjög vel út þar núna. Þetta byggist óskaplega mikiö á því aö reyna að vinna vel að sínu, nýta það heimafengna eins og frekast er kostur og halda tilkostnaðinum niðri. Það var sá punktur m.a. sem varð til þess aö við ákváðum á síóasta vetri aó fara út í svínarækt. Við sáum að þetta mundi styója vel við heyöfl- un og minnka tilkostnað vió aðrar búgreinar hjá okkur. Á- burðurinn ífá svínunum er sá besti túnáburður sem hægt er aó fá. Með því aó bera hann á túnin er hægt aö spara áburðarkaup aö stærstum hluta, líklega svona um 80%. Þaó er þá bara svolítið af kjama sem túnin þurfa aukreit- is“, segir Guðsteinn Kristinsson bóndi á Skriðulandi í Langadal, en þar er félagsbú nokkuó stórt í snióum. Þaö er greinilega bjartsýnisfólk sem býr á Skrióulandi, því það hefur ekki misst móðinn þótt þrisvar sinnum á sjö árum hafí þurft aó skera niður vegna rióu, nú síðast í haust. Þvert á móti virðist sóknarhugur í fólkinu og nýlega er búið að byggja þar glæsilegt og fullkomió svínahús. og úrvinnslu kjötsins. Við hugs- um okkur líka að reyna að nýta heimamarkaðinn eins og mögu- legt er til fóðuröflunar. Munum t.d. flytja mysu frá Mjólkursam- laginu á Króknum. Svínakjöt verið flutt inn á svæðið í mörg ár Þegar við voruni að kanna möguleikana í svínaræktinni, skoóuðum við nokkur bú, og það kom á óvart hvað þessi vara hafði verið flutt inn á þetta svæði lengi. Þannig var t.d. 20 gyltu bú í Þykkvabænum sem slátraði sín- um dýrum í Hafnarfirði og hafði selt nær alla sína framleiðslu í átta ár til KS á Sauðárkróki. Okk- ur sýndist markaðurinn líta ákaf- lega vel út. Það var mikil vöntun á svínakjöti en búin voru að fjölga dýrum. Miðað við mark- aðinn eins og hann leit út lyrir ári, var þetta síst of stórt bú sem við ákváðum að fara út í, fyrir 50 gyltuf1. En er þetta kannski ekki svo- lítil bíræfni er vera að fara út í þetta núna ef það skyldi opnast íyrir innflutning á svínakjöti með aðild að Gatt? „Það er óráðin gáta. Þetta leit mjög vel út fyrir ári og síðustu ár hafa verið góð í greininni. Þó of- framboð sé á svínakjöti í dag og verðið haft fallið urn 30%, þá bú- ast menn við að verðlækkunin verði til þess að einhverjir aðilar þoli það ekki og detti út, þannig að verðið eigi eftir að jafna sig aftur. Þetta er víst lögmálið í þessari grein“. Gott kaup fyrir að sækja fóðrið Guðsteinn virtist tiltölulega bjartsýnn á búskapinn á næst- unni. Þau hafa svo sem séð það svartara á Skriðulandi. Þegar skera þurfti niður 1986 dugðu bætumar sem fengust fyrir 700 fjár sem skorið var, ekki einu sinni fyrir þeim 230 lömbum sem keypt voru í nýjan stofn. Samt segir Guðsteinn að ætíð hafi þokkalega gengið með sauð- féð, og loðdýraræktin hafi bara gengið nokkuð vel. Tvö ár í minknunt voru reyndar mjög erf- ið, en síðan hafi þetta verið upp á við og útlitið sé gott í dag. , ,Eg var svo lánsamur að byija með refinn einmitt á þeim-tíma sem verðið var gott á þeini skinn- um. Vió byrjuðum með hann 1982, tókum þá 70 læður og þegar skipt var yfir í minkinn eft- ir 3-4 ár hafði refurinn borgað upp skálann og búrin. Síðustu tvö árin hafa komið vel út hjá okkur í minknum, sérstaklega síðasta ár og þetta lítur vel út“. Fóðrinu í minkinn ekur fjöl- skyldan frá Króknum tvisvar í viku yfir veturinn og þrisvar yfir sumarið. Skriðuland er eina loð- dýrabúið sem eftir er í Húna- vatnssýslum báðum. „Við höfum gott kaup út úr að keyra fóðrinu og þetta er ekki svo mikil fyrir- höfn. Það er oft hægt að nýta ferð- ina, og síðan er gaman að koma á Krókinn og sjá það mikla líf sem það er. Mér finnst t.d. ákaflega gaman að sjá allan þennan bíla- fjölda í kringum fiskvinnsluna og útgerðina á Eyrinni. Það er greinilega margt fólk sem lifir af því þama“, sagöi Guðsteinn. Á Skriðulandi búa hjónin Guðsteinn Kristinsson og Guð- laug Steingrímsdóttir ásamt son- um sínum tveimur, Bimi og Pétri, er hafa gerst aðilar að bú- inu. Þegar blaðamaður Feykis var á ferð í Langadalnum fyrii- helgina leit hann þama við. Þó verkefnin séu næg um þessar mundir gaf Guösteinn bóndi sér tíma til að ræða við blaðamann stundarkom. Skriðulandsfólkið hefur þessa dagana í nógu að snúast við að hreinsa minkahús- in og gera klárt fyrir pömn hjá 600 læðum. Þá gjóta gyltumar hver af annarri þessa dagana og talsverð vinna er við aö hirða um svínin, þrífa í kringum þau, og færa þau til í svínahúsinu eftir því sem á gottíma þeirra líður. Svína- húsið nýja á Skriðulandi er smá- saman að fyllast. „Það er ákaflega gott íyrir alla aðila ef hægt er aö framleiða sent mest hér á svæðinu og nýta það sem til fellur. Kveikjan af því að við fómm út í svínaræktina var að þeir hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga vom að leita eftir því við bændur hér síðasta vetur að þeir reyndu fyrir sér í þessari grein. Það kemur sér náttúrlega vel fyrir alla aðila að við reynum að framleiða okkar matvöm sjálf, t.d. skapast vinna við slátmnina

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.