Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 5
9/1994 FEYKIR5 Góðgerðaskemmtun: Engin að þrasa og allir jákvæðir Það var góður andi og skemmtileg stemmning á góð- gerðarskemmtun sem haldin var í íþróttahúsinu á Sauðár- króki sl. sunnudagskvöld. Skemmtunin, sem haldin var til styrktar ungri stúlku sem er nú í endurhæfingu vegna erf- iðra veikinda, var ágætlega sótt og skemmtu um 300 gest- ir sér vel. Samkomur sem þessar sýna fram á ágæti þess að búa í smærri samfélögum, þar sem flestir þekkja flesta, og allir leggjast á eitt ef eitt- hvað bjátar á. Meginefni skemmtunarinnar voru körfuboltaleikir af ýmsu tagi, þar sem bæði yngri flokkar Tindastóls og þeir eldri sýndu hæfhi sína. Þá söng karlakórinn Heimir nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda. Séra Hjálmar Jónsson var kynnir og stjómandi samkomunnar og tókst honum að hafa góða stjóm á hlutnum, til að mynda þegar ungir gestir á þungarokksaldri höfðu ekki þolinmæði til að hlusta á kórsönginn, en þeir ró- uðust er Hjálmar lofaði þeim að þetta kynnu þeir að meta að nokkmm ámm liðnum. Selma Reynisdóttir bekkjar- systir Pálu Kristínar og ein þeirra sem vom í forsvari fyrir skemmtuninni, þakkaði öllum þátttakendum í iokin. Sagðist hún sannfærð um að Pála kynni að meta þann samhug sem Skagfirðingar hefðu sýnt með því að mæta í íþróttahúsið þetta kvöld. Sjálf sagði Selma, sem er meistaraflokkskona í Tindastóli, að þetta væri sú skemmtilegustu stund sem hún hefði upplifað í íþróttahúsinu. Aldrei áðurhefðu áhorfendur og leikmenn verið jafn jákvæðir, enginn veriö aö skammast út í dómarana eða hvem annan. Þess má geta að um 220 þús- und söfnuðust þetta kvöld. Þónokkur dæmi vom um að fólk sem teysti sér ekki til að mæta, bæði fyrir að framlagi þess yrði komið til söfnunarinnar. „Fljótlega eftir að við, snemma á þessu ári, ákváðum að gefa út Ijóðabók, kom upp í hug- ann að tengja útgáfu bókar- innar aðstoð við Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur. Við kynnt- umst henni þegar við komum hingað í skóla haustið 1988, höfúm vitað af veikindum hennar og fylgst með álengd- ar. Agóðinn af útgáfúnni mun renna óskertur til þessa góða málefnis og það er alveg víst að fólk mun fá eitthvað fyrir peninginn hvort sem því líkar kveðskapur okkar eða ekki“, segja ungskáldin Haukur Reynisson og Steinar Sörens- son, er þessa dagana ganga í hús á Króknum og selja ljóða- bók sína, Lífsskynjarar í sól- blindu. Hér em á ferðinni tveir rúm- lega tvítugir piltar. Útgáfu sína kalla þeir Handan vatna forlag- ið og segir það allt um uppmna þeirra. Bókina segja þeir þegar hafa fengið góðar og jákvæðar viðtökur og ekki sé minnsti vafi á því að öll tölusettu eintökin, 400, komi til með að renna út. ,Jú það er líka mjög jákvætt fyrir okkur að komast á fram- færi á þennan hátt og við viljum hvetja fólk til að lesa bókina“, segja þeir félagar, en lesendum er innan á titilsíðu bent á að bók- Ungskáldin Haukur Reynis- son og Steinar Sörensson, láta afrakstur fyrstu ljóða- bókar sinnar renna óskiptan til góðs málefnis. „Fólk fær fyrir pening- inn, hvort sem því líkar kveðskapur- inn eða ekki" in búi yfir leyndarmáli. Kveð- skapurinn er atóm. Báðir byrj- uðu þeir að yika í kingum 16 ára aldurinn. Steinar segist hafa not- að þetta sem tjáningarform að hluta til, ljóðin stundum verið skrifúð sem dagbókarbrot. Yrk- ingar Hauks hafa verið meira með hléum, en stærsti hluti ljóðabókarinnar er frekar nýlegt efni. Þeir Haukur og Steinar vilja þakka skólayfirvöldum þann sveigjanleika sem þau hafa sýnt þeim félögum við útgáfu bókar- innar, og vinum og vandamönn- um fyrir að vera til staðar. Ákeyrslur á búfé Undanfarin ár hefur verið mik- ió rætt um ákeyrslur á búfé. Hvergi virtust vera eins tíðar ákeyrslur á búfé og í Skagafirði. Með sameig- inlegu átaki lögreglu, Vegagerðar og ekki síst bænda hefúr náðst mik- ill árangur í að fækka þessum á- keyrslum. Undanfarin ár hefur þeim fækkað mikið samkvæmt töl- um lögreglu, en þó er vitað að ákeyrslumar em fleiri en þar kem- ur fram, þar sem lögreglu er ekki tilkynnt um þær í öllum tilvikum, sérstaklega ekki þegar ekið er á lambfé yfir sumartímann og tjón veróa ekki veruleg, né meiðsli á fólki. Árið 1991 voru ákeyrslumar 16, 12 árið 1992 og aðeins 9 árið 1993. Er vonandi að þróunin haldi átfam í þessa átt, en ef marka má fréttir úr ljölmiólum virðist ákeyrsl- um á búfé fara fjölgandi í ná- grannasýslum, og er það miður. Hinsvegar hefur kvörtunum vegna lausagöngu búfjár, á eða við þjóðvegina, fjölgað. Á árinu bámst lögreglu alls 142 tilkynningar þess efnis, flestar úr Viðvíkurhreppi, eóa 36. Akra- og Seyluhreppur fylgja fast á eftir með um 30 kvartanir hvor. Meó Seyluhreppi em taldar kvartanir vegna hrossa á Vatns- skarði, sem reyndar er í Húnavatns- sýslu, en þær hafa verið nokkuð tíðar undanfarin ár. Nú er búið að girða þar beggja vegna vegar og ættti það að draga úr slysahættu, a.m.k. yfir sumartímann þegar girðingar em ekki á kafi í snjó. Á árinu 1992 bámst lögreglunni 73 kvartanir um lausagöngu búfjár, þannig að um vemlega aukningu var að ræða 1993. Árið 1991 vom þær hinsvegar 126. Haldnir hafa verið fúndir meó bændum, hreppstjómm, oddvitum, starfsmönnum Vegageröar og tryggingarfélaga og málin rædd. Lögð er rík áhersla á aó þar sem girt er beggja vegna vegar skuli vegsvæðið vera „skcpnufrítf. Lög- reglan bregst því fljótt vió ef fréttir berast um skepnur við þjóðvegi og ræðir við eigendur þeirra eða hreppstjóra. Það er ekki einkamál bóndans hvar hann beitir skepnum sínum; þetta er líka mál þeirra sem um vegi landsins fara. Með bættu vegakerfi heíúr umferðarþunginn aukist og hraðinn einnig. Lausa- ganga ætti þar af leiðandi ekki að þekkjast, á eða við vegi, og alls ekki þar sem girt er beggja vegna vega. Hins vegar verður að taka til- lit tíl snjóa og vega á afréttum, eins geta skepnur sloppið úr girðingum. Þá verða einnig að vera skýrari ákvæói um bótaþátt, jafnt öku- manna sem búfjáreigenda, í tjónum er verða af ákeyrslum á skepnur. Þess má geta að þrír hreppar í sýslunni hafa bannaó lausagöngu stórgripa, en miðað við niðurstöðu í dómsmáli nýlega, þar sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur sýknaði ökumann af kröfu bónda um bætur vegna ákeyrslu á hross, er þess varla að vænta að þeim bönnum íjölgi í bráð. (Ur ársskýrslu lögreglunnar á Sauðárkróki). Félagasamtök, forráóamenn fyrirtækja og klúbba! „Látum sönginn hljóma“ Söngskemmtun Geirmundar Bókanir og upplýsingar í síma 96-22770 Láttu fagmenn yfirfara loftnetið hjá þér! Erum með ný og góð mælitæki til að mæla út loftnetskerfi. Önnumst einnig uppsetningu á loftnetskerfum. ^ Ríkisjónvarp + útvarp R AFM AGN S VERKST ÆÐI sími 95-35200 - fax 36049 * Stöð 2 ❖ Farsíma íJí Bílaloftnet jj: Og fleira

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.