Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 8
2. mars 1994,9. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Heinz Hofmann og Ketill Sigurjónsson vinna að uppsetningu nýja pípuorgelsins í Víðidalstungukirkju. Nýtt pípuorgel í Víðidalstungukirkju Að undanförnu hefur verið unnið að uppsetningu pípu- orgels í Víðidalstungukirkju. Þar er að verki Ketill Sigur- jónsson orgelsmiður og hon- um til aðstoðar er Heinz Hoff- mann orgelstillingarmeistari. Síðastliðið vor var gerður samningur við Ketil Sigurjóns- son um smíði á pípuorgeli fyrir Víðidalstungukirkju. Hefurhann unnið að smíði þess síðan. Píp- umar eru sérsmíðaðar í Þýska- landi úr sérstakri tin-blý blöndu, en trépípumar hefur Ketill smíð- að sjálfur eins og allt orgelið að öðm leyti. Orgelið er sex radda með viðhengdum padel. Það var svo nú fyrir skömmu sem upp- setning þess hófst í kirkjunni og er stefnt að því að vígja þaó 20. mars næstkomandi. Ketill var eitt ár í Frakklandi við nám í orgelsmíöum, en ann- ars hefur hann mest starfað á ís- landi bæði fyrir og eftir nám. Hann hefur unnið bæði með dönskum og þýskum orgelsmið- um. LANDS BÓK Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS am Landsbanki Sími Mí ís,ands *J+J*J*J*J MmJk Bankiallra landsmanna EA. Opnir dagar í fjölbrautinni í dag (miðvikudag) hefjast í fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki svokallaðar Opnir dagar. Það er orðinn árviss viðburður að hefðbundið skólastarf sé brotið upp með hópvinnu á starfsdögum í skólanum. I sam- tali við nemendur hefúr kornið fram að Opnu dagamir séu há- punktur skólastarfsins ár hvert, ásamt árshátíð skólans sem haldinn er í lok vikunnar. Kristín Sigurrós Einarsdóttir forseti skólafélagsins sagði að þessu sinni væri reynt að skapa nýbreytni í Opnu dögunum, breyta aðeins þeirri föstu um- gjörð sem þeir hafa verið í und- anfarin ár, og einnig væri vonast eftir aukinni viikni nemenda með þátttöku í Opnum dögum. „Til dæmis verða gestakokk- amir að þessu sinni einungis úr hópi nemenda. Það verður minna um fyrirlesta en verið hefur og einnig um þekkta gesti utan svæðisins á Opnum dögum. Við reynum að vera sjálfum okkur nóg að þessu sinni. Það er ein- ungis hljómsveitin SSSól sem keypt er að til að spila á árshátíð- inni, sem að þessu sinni verður í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi", sagði Kristín. Meðal þess sem verður að gerast á Opnum dögum má nefna námskeió í ffamkomu og sýning- arstörfum sem Guðmunda Krist- jánsdóttir mun annast, kynningu og fyrirlesturum reiki sem Berg- lind Sigurðardóttir (Andrésar á Kvíabekk) hefur með höndum, hópvinna verður í myndlist og fleiru, efnt til gönguferða og úti- vistar af ýmsu tagi, íþróttakeppni verður á dagskrá, leikritið Stút- ungasaga, önnur sýning, verður í Bifröst á fimmtudagskvöldið og efnt verður til varðelds í lok starfsdaganna á föstudag. A laug- ardag verður sýning á afrakstri Opnu daganna í Safnahúsinu og árshátíðin síðan á Hofsósi um kvöldið. Framkvæmdir við Alexanderf lugvöll Brýnt að fjárveiting fáist Seyluhreppur: Ásbjörg maður ársins Seylhreppingum hefur stund- um þótt ástæða til að út- nefna hreppsbúa ársins. Val Seylhreppings ársins var gert kunnugt á þorra- blóti hreppsbúa í Miðgarði sl. laugardagskvöld. Úmefningin kom engum á óvarL Fyrir valinu vaiö Asbjörg Jóhannsdóttir hótelstýra, en með hjálp góðra manna lauk hún á síðasta ári því stórvirki að endurbyggja hótelið. Er það nú sem nýtt og afar glæsilegt, með auknu húsrými frá því áður var. Eins og vikið hefur verið að í Feyki áður, er Asbjörg án efa mesti afhafnamaður kjördæm- isins um þessar mundir, og þótt víðar væri leitað. Er þessi heiður sem henni hefúr fallið í hlut ffá sveitungum sínum, því fyllilega verðskuldaður. „I>að er orðið mjög brýnt að endurnýja burðarlag flugvall- arins á kafla, enda hefur við- Leikfélagið á Hofsósi: Æfingar hafnar á Rjúkandi ráði Leikfélag Hofsóss hefur nýhaf- ið æfingar á gamanleiknum Rjúkandi ráði eftir Pir og Man, sem er skáldanafh höfundanna Jónasar og Jóns Múla Árna- sona. Leikstjóri er Sólveg Traustadóttir (vitavarðar á Sauðanesi) og er stefiit að ffum- sýningu á Pálmasunnudag, 27. mars næstkomandi. Leikendur em 13 talsins, þar af einn hundur, sem er í eigu eins leikarans Söndm Drafhar Bjöms- dóttur. Með helstu hlutverk fara Harpa Kristinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigmundur Jóhann- esson og Bjami Þórisson. Mikið er um söng og músík í leiknum og annast Hilmar Sverrisson und- irleik og stjóm tónlistar og söngs. Að sögn Sigfríðar Sigurjóns- dóttur formanns leikfélagsins vinnur fjöldi manns að uppfærslu sýningarinnar. Gert er ráð fyrir þrem eða fjómm sýningum á Hofsósi. Síðasta verkefhi leikfé- lagsins var „Mikið ægilegt“, revía sem það kom á fjalimar í sam- vinnu við Ungmennafélagið Neista vorið 1992. Gísli Einars- son samdi það verk, alveg fram að fmmsýningu og var síðan að bæta inn í verkið milli sýninga og jafnvel á sýningum. haldi þess ekki verið sinnt síðan völlurinn var tekinn í notkun árið 1976. Níu sinnum á síðasta ári þurfti að aflýsa flugi vegna aurbleytu og búast má við að ástandið versni enn á þessu ári verði ekki ekkert að gert. Eg trúi ekki öðru en fundin verði fjárveiting í þessa bráðnauð- synlegu ffamkvæmd, sem ætti ekki að verða mjög kostnaðar- söm“, segir Knútur Aadnegaard forseti bæjarstjórnar. Samkvæmt flugmálaáætlun, sem lögð hefúr verið fyrir Al- þingi, er gert ráð fyrir fram- kvæmdum við Alexandersflug- völl á Sauðárkróki fyrir níu millj- ónir á þessu ári, sjö milljónum til tækjageymslu og tveim til endur- nýjunar aðflugshallaljósa. Áætlun gerir ráð fyrir aö á næsta ári verði 80 milljónum veitt til fram- kvæmda við völlinn, 55 milljón- um í slitlag, 10 milljónum til á þessu ári: í burðarlag kaupa á slökkvibíl og 15 í gerð bílastæða. Á árinu 1996 er gert ráð fyrir 35 milljón króna fjárveitingu, þar af 15 milljónum í gerð öryggis- svæða og 10 milljónum í slitlag. 1997 verði síðan 10 milljónum var- ið til kaupa á snjóblásara. Gæðaframköllun Oddvitinn Svona er jafhréttið. Nú verða konur menn ársins. BÖíggÚjÐ BKYNfcXARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.