Feykir


Feykir - 09.03.1994, Side 1

Feykir - 09.03.1994, Side 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Heldur betri útkoma í steinullinni í fyrra Tapið tilkomið vegna gengisfellingar í júní Tap á rekstri Steinullarverk- smiðjunnar á síðasta ári var 47 milljónir, sem er 10 milljónum betri útkoma en árið á undan. Tapið nú er sama upphæð og gengistap sem fyrirtækið varð fyrir við gengisfellinguna í júní sl. Heildarsalan á einangrunar- efhum í fyrra jókst um 2,7% milli ára og tekjur fyrirtækisins jukust um 2,8%. Söluverðmæti afurða á innanlandsmarkaði var 248 milljónir miðað við 240 millj. 1992 en útflutningsverð- mæti nam 126 milljónum, sem er um 4% aukning frá árinu áður. Rekstrarafkoma fyrir fjár- magnskostnað og afskriftir er um 6,5 milljónum betri en árið á und- an, cn sem fyrr vega árvissar gengisfellingar þungt í fjármagns- kostnaði fyrirtækisins. Gengistap vegna hækkunar erlendra lang- tímalána nam um 47 milljónum. Sjóðsstreymi fyrirtækisins sýnir að fjármunamyndun í rekstri var um 50 milljónir og handbært fé frá rekstri nam 44 milljónum. Afborganir langtímalána og fjárfestinar voru um 50 milljónir en engin ný lán vom tekin á árinu. Hreinar skuldir fyrirtækisins eru nánast óbreyttar frá fyna ári og nema um 435 milljónum og var veltufjárhlutfall 1,86. Eigið fé Steinullarverksmiðj- unnar er nú um 146,5 milljónir og lækkaði það um 40 milljónir milli ára. Stöðugildi í árslok voru 40 og hálft og námu heildarlauna- greiðslur 65,7 milljónum, rúm- lega einni og hálfri milljón meira en árið áður. Skipverjar á varðskipinu Tý kvöddu á hálfúndarlegan hátt þegar þeir létu úr höfn frá Sauðárkróki í síðustu viku. Þeir skildu eftir sig bing af ruslapokum á bryggjunni og kvöddu án þess að tala við kóng eða prest um að fjarlægja ruslið fyrir sig. Starfsmenn Sauðárkróksbæjar, Róar Jónsson og Steinn Astvaldsson, voru mættir til að fjarlægja sorpið frá þeim varðskipsmönnum, en á starfs- mönnum bæjarins mátti skilja að Landhelgisgæslunni yrði sendur reikningur vegna þessa atviks, sem er enn fúrðulegra fyrir þær sakir að vörubifreið var á bryggjunni allan tímann sem skipið stansaði og því hægt um vik að koma ruslinu með honum til urðunar. Aðeins komin hreyfing á framboðsmálin á Króknum: Forsetinn dregur sig í hlé Knútur Aadnegaard forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks og efsti maður á Iista Sjálf- stæðisflokksins við síðustu bæjarstjórnarkosningar, hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Það hefur legið í loftinu í vetur að Knútur dragi sig í hlé frá bæjarpólitíkinni í lok þessa kjörtímabils og á dögunum til- kynnti hann uppstillinganefnd flokk síns ákvörðun sína. Svo viröist sem framboösmál séu ekki ýkja langt á veg komin hjá flokkum og framboðsaðilum sem buðu fram fyrir síðustu bæj- arstjómakosningar og ætla að bjóða fram fyrir komandi kosn- ingar, cn uppstillinganefndir eru að störfum hjá flestum þeirra. Reiknað er með að þeir flokkar sem flesta fulltrúa eigi í bæjar- stjóm, sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn, tilkynni framboðs- lista sína áður en langt um líði. Knútur Aadnegaard er sá eini af núverandi bæjarstjómamönn- um sem gefið hefur afdráttar- lausar yfirlýsingar um að hann verði ekki í framboði, og margt bendir til að ekki verði miklar breytingar á bæjarstjóminni næsta kjörtímabil, en fulltrúum mun þó fækka úr niu í sjö. Knút- ur, sem hefur verið í fylkingar- brjósti í bæjarpólitíkinni hjá sjálfstæðismönnum í allmörg ár, rekur byggingarfyrirtæki. Hefur honum ekki fúndist það fara nógu vel saman við störfin í pólitíkinni, og mun hafa hvarfl- að að honum að draga sig í hlé fyrir síðustu kosningar. Stefán Logi Haraldsson odd- viti framsóknar í bæjarstjóm, hefúr sagt að hann vildi gjaman draga sig í hlé nú, en Stefán hef- ur ekki gefið út neinar yfirlýs- ingar um aó svo verði. Það sama hefur verið upp á teningnum með Viggó Jónsson. Herdís Sæmund- ardóttir gefur kost á sér í áfram- haldandi framboð fyrir ffamsókn- armenn, sömuleiðis Bjöm Sigur- bjömsson fýrir Alþýðuflokk, Anna Kristín Gunnarsdóttir fyrir Al- þýðubandalag, og líkur benda til að Bjöm Bjönsson og Steinunn Hjartardóttir veiði áfram ofarlega á lista fýrir Sjálfstæðisflokkinn, svoogHilmir fyrir K-listann. soiuatak a isienska „Hofsóss" fánanum „Maður vonast vitaskuld eftir betri viötökum og meiri sölu á ís- lenska fánanum núna í ár cn venjulega. Við erum búin að skrifa sveitarfélögum og söluað- ilum og óska eftir að pantanir verði gerðar í tíma. Við höfum þegar fengið nokkrar pantanir, en okkur finnst samt að menn mættu taka svolítið mcira við sér“, segir Svanhildur Guðjóns- dóttir á Saumastofúnni Hofsósi. íslenski fáninn hefúr verið fram- leiddur á Hofsósi um nokkurra ára skeið. Framleiðslan hefúr alla tíð átt í samkeppni við innflutta fána. Nú hefur verið hrint í framkvæmd átaki til að selja fánann og fá fólk til að kaupa íslenskan „íslenska fán- ann“ fyrir afmæli lýðveldisins og styrkja þannig íslenska framleiðslu. Frá þessu sagói í fréttabréfi IN- VEST nýlega. Þaðermaikaðsfýrirtæki íReykja- vík og INVEST sem fengin hafa verið til að vinna að markaðsátak- inu. Til stendur að gefa út bækling og senda til hinna ýmsu aðila sem nota íslenska fánann. Þá hafa um- búóir verið endurhannaðar og ný útgáfa af reglum fýrir íslenska fán- ann verið gerðar. Það er von þeirra sem standa að átakinu aö það megi verða til að auka sölu þessarar vöru. „Okkur líst náttúrlega vel á þetta átak og vonumst til að eitthvað komi út úr því“, segir Svanhildur. Með henni vinna á saumastofunni ein eða tvær manneskjur eftir verk- efnastöðunni. Auk íslenska fánans er þama saumaður vinnufatnaður, s.s. vinnusloppar. —ICTenfllll hjDI— Aöalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði s/raí: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.