Feykir


Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 2
2FEYKIR 10/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guöbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Lóuþrælar í heim- sókn á Kjalarnesi Karlakórinn Lóuþrælar og kvennakórinn Sandlóurnar fóru í söngferð suður á land um síðustu helgi, en þeim var boðið í Grundarhverfl á Kjal- arnesi af Karlakórnum Fjögur K, sem stendur fyrir Kariakór Kjalarness og Kjóss. Þar sem fjögur k eru í nafninu þótti við hæfi að sfytta það á þennan hátt. Lagt var af stað kl. 14,30 frá Laugabakka í Miöfirði og komið á áfangastað, sem var félags- heimilið Fólkvangur, um kl. 18,00. Tekió var á móti kómum með stórveislu og síðan með söng, en þama tóku lagið Karla- kórinn Fjögur K, Sandlóumar, sem er kvennakór aö mestu skip- aður eiginkonum Lóuþrælanna, kvartett úr Lóuþrælunum, sem er ónefndur ennþá, og blandaður kór sameinaðra kirkjukóra í Grundarhverfi undir stjóm Páls Helgasonar stjómanda Fjögur K, en árshátíð kórsins var haldin þetta kvöld. Þama var sungið langt fram eftir kvöldi og við lok söngdagskrárinnar var karlakór- unum báðum steypt saman í einn og söng hann saman nokkur lög, en engin samæfing hafði verið í því atriði. Eftir söngdagskrána var dans- að við undirleik nærstaddra hljóðfæraleika sem skiptust á að spila um kvöldið á harmonikku, bassagítar, píanó og trommur. Um kl. 2,30 var lagt af stað heim aftur með rútu. Tók heimferðin um það bil þijá og hálfan klukku- tíma, en þrátt fyrir það sungu sumir sleitulaust alla leiðina, sem ber vott um mikla og góóa söng- þjálíún, þó ekki dygði öllum þrek svo lengi. EA. Miklibær í Blönduhlíð: Fyrstu „vor"lömbin fædd í Skagafirði Lfldega hafa það verið fyrstu lömbin í Skagafirði á þessu vori, sem fæddust sl. sunnu- dag hjá kirkjubóndanum Agnari Gunnarssyni á Mikla- bæ. Það var átta vetra ær sem bar tveim lömbum. Sauð- burður hefst þó ekki á Mikla- bæ fyrr en í maíbyrjun. Agnar sagði í samtali við Feyki að það heföi aldrei áður komið fyrir þau átta ár sem hann hefur veriö við búskap aó kind hafi borið svo snemma, og eng- ar séu hormónagjafimar. Þannig að þetta sé mjög óvenjulegt hjá sér og frekar óvenjulegt mup það vera að kindur beri svo seint aö vetrinum. Þó eru alltaf dæmi um rugl- ing í tilhugalífi sauðkindarinnar. Þannig hafa kindumar hjá feðg- unum á Ósi í Amarfirði verið að bera síðan í desember. Fyrir stuttu voru tæplega 30 kindur bomar þar. Rökkurkórinn með söngskemmtun Rökkurkórinn hefúr starfað að miklum þrótti í vetur undir stjóm Sveins Amasonar, við undirleik Tómas Higgerson. Félagar í kómum eru rúmlega 40 víða að úr firðinum. Kórinn heldur söngskemmtun í Mið- garði nk. laugardag 12. mars kl. 21,00. Einsöng með kómum syngja ÞuríðurÞorbergsdóttir, Sigurlaug H. Maronsdóttir og Hjalti Jó- hannsson. Tvísöng syngja Eirík- ur Jónsson og Hjalti Jóhannsson. Auk söngs kórsins mun Anna Sigríður Helgadóttir syngja nokkur lög, og einni Þuríður Þor- bergsdóttir. Þá syngur karlakvart- ett sem skipaður er Rökkurkórs- félögum og Eiríkur Jónsson flyt- ur gamanmál. Kaffihlaðborð verður að loknum söng. Rökkurkórinn söng í Skaga- seli sl. miðvikudagskvöld og um síðustu helgi var farið í söngferð austur um. Var fyrst sungið í Hlíðarbæ við Akureyri og síðan á Breiðumýri. Báðar söngskemmt- animar voru vel sóttar og fékk kórinn góóar viðtökur. Ágæt sala hjá Skagfirðingi Skagfirðingur SK-4 seldi á mánudagsmorgun stjóra Skagfirðings hefur verið mikið umframboð á 136,5 tonn af karfa í Bremerhaven fyrir 15,4 mörkuðum í Þýskalandi síðustu vikur, eftir að milljónir. Meðalverðið er 122,10 krónur fyrir hömlur voru settar á innflutning til Frakklands. kílóið, sem þykir gott miðað við verðið sem feng- „Það er ekki hægt annað en vera ánægður með þetta ist hefúr á markaðnum þar síðustu tvær vikumar. verð, eftir að hafa séð 60-80 króna meðalverð und- Að sögn Gísla Svans Einarssonar framkvæmda- anfarið“, sagði Gísli. Þetta eru prestar Skagafjarðarprófastsdæmis að fúnda á lofti Safnaðarheimilsins á Króknum á dögunum. Þeir voru að skipuleggja starfið og samstarfið sín á milli, svo sem sumarbúðastarfið á Hólum, sem þjóðkirkjan á aðild að með Bændaskólanum. Prestafélag Skagafjarðarprófastdæmis ríður nú á vaðið með að gefa út skrá sem ætluð er ferðamönnum, þar sem upplýsingar er að finna um messur og opnunarú'ma kirkna. Þetta er nýbreytni sem ekki ekki hefúr verið gerð áður. A mynd- inni eru prestarnir frá vinstri talið: Iljálmar Sauðárkróki, Ólafúr Mælifelli, Bragi Siglufirði, Bolli Hólum, Sigurpáll Hofeósi, Dalla Miklabæ og Gísli Glaumbæ. Sól skein inn um gluggann á miðja mynd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.