Feykir


Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 3
10/1994 FEYKIR3 Skagf iskur safnari og safnaáhugamaður: Færir Byggðasafni Vestmannaeyja muni Hinn mikli safnari og safna áhugamaður, Kristján Runólfs- son á Sauðárkróki, færði Byggðasafni Vestmanneyja ný- Iega heiðursgjafir Sigurðar Sig- urðssonar skálds frá Amarholti, björgunarhring og akkeri. Munirnir lentu í fórum Krist- jáns og sýndi hann Jóhanni Frið- finnssyni safhverði þá í septem- ber sl. er Farskóli safnamanna var haldinn í Skagafirði. Blaðið Fréttir í Eyjum skýrði frá þessu nýlega. í samtali við Feyki sagði Kristján að honum hafi áskotnast þessir munir úr dánabúi afa síns Kristjáns Þór- steinssonar, cn hann var líka hald- inn söfnunaráráttunni og tvístruð- ust munimir út um allt að honum látnum. Kristján hefur ekki hug- mynd um hvemig munimir komust í eigu afa hans, en björgun- arhringurinn er merktur sem gjöf ffá Björgunarfélagi Vestmannaey- inga, og mun vera smíðaður af Baldvini föður Bjöms Th. Bjöms- sonar listffæðings, samkvæmt upplýsingum Þórs Magnússonar þjóðminjavanðar. Af Sigurði skáldi ffá Amariiolti er það að segja, að hann fékk lyf- söluleyfi úr hendi skólabróður síns Hannesar Hafstein 1913 og starf- aði til fjölda ára við góðan orðstí sem apótekari í Vestmannaeyjum. Sigurður var mikill áhugamaður um slysavama- og björgunarmál. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun Björgunarfélagsins 1918 og stjómarmaður þar um skeið. Sigurður var aðalsamningamaður við kaupin á Þór, fyrsta björgunar- og síðar varðskipi Islendinga. Hann fékk fálkaorðuna fyrir störf sín að björgunarmálum. Sigurður fluttist til Reykjavíkur 1931 og lést þar átta ámm síðar. Jóhann Friðfinnsson safnvörður í Vestmannaeyjum tekur við mununum úr hendi Kristjáns Runólfssonar. Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum: Með afurðamesta kúabú landsins Ono Fleischer greinir frá 4000 km leiðangri á hundasleðum frá Thule til Alaska. Fyrirlestur um grænlenska menningu á Hótel Mælifelli I>essa dagana er hér í heimsókn grænlenskur fyrirlesari og heimskautafari, Jens Jergen „Ono“ Fleischer. í gærkveldi hélt hann íyrirlestur á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki. Ono Fleischer er hér í heimsókn í jæim tilgangi að segja frá græn- lenskri menningu og ferða- möguleikum í Grænlandi. Einnig greinir hann frá ævin- týralegu ferðalagi sínu og felaga síns, Jens Danielsens, frá Thule í norður Grænlandi um Kanada til Point Barrow í Alaska, 4000 km ferð á hunda- sleðuni. Ferðin tók 100 daga. Verður þetta án efa mjög for- vitnilegur fyrirlestur. Heimsókn Ono Fleischers er hluti af samvinnuverkefni ís- lenskra og grænlenskra ferða- mála- og samgönguyfirvalda, sem hefur það að markmiði að auka umferð ferðamanna milli land- anna. Um þetta er í gildi þriggja ára samstaifssamningur íslensku ríkisstjómarinnar og grænlensku landsstjómarinnar sem tók gildi um áramótin. Ono Fleischer er bátasmiður, veiðimaður og bamakennari, sem hefur ferðast á hundasleðum um þvert og endilangt Grænland og víðar. Hann er mikill áhugamað- ur um grænlenska tungu og menningu og er baráttumaður fyr- ir hvom tveggja. Hann er sömu- leiðis áliugamaður um menningu inúfta (eskimóa) enda var eitt meginmarkmið „sleðaferðarinnar miklu“ til Alaska að stuðla að betri og nánari tengslum milli bræðraþjóðanna sem byggja norðurhjarann. Ono hélt fyrsta fyrirlestur sinn hér á landi í Norræna húsinu í Reykjavík sl. sunnudag, en hann kom til landsins daginn áður. A mánudag hélt Ono til ísafjarðar og þaðan til Akureyrar. A Húsa- vík var hann áður en hingað kom á Krókinn og héðan heldur hann til Egilsstaða, Vestmannaeyja, Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Vik- una 12.-19. mars mun Ono ferðast um Færeyjar og flytja þar daglega fyrirlestra og ferðakynningar, en síóan kemur hann aftur til Islands og lýkur heimsókninni föstudag- inn 25. mars. Frá Húsnæðisnefnd Sauðárkróks: Umsóknir um félagslegar eignaríbúðir Kúabú Gunnars Sigurðssonar bónda á Stóru-Ökrum í Blöndu- hlíð var með mestu afúrðir á síðasta ári, 6 J40 kg. að meðal- tali eftir hverja kú. Gunnar, sem tók formlega við búinu á Stóru-Ökrum af föður sínum 1990, er með blandaðan bú- skap, 20 básar eru í fjósinu, dá- Iítið af kindum og nokkur hross. Gunnar segir að svo komnu ekki kæra sig um stærra og um- fangsmeira bú. Gunnar segir í samtali við Mbl. sl. sunnudag, að hann hafi smátt og smátt verió aó auka fullvirðis- réttinn á jörðinni og koma um- fanginu í það horf sem hann vilji hafa það. „Núna er ég kominn á lygnan sjó. Þetta er eining sem ég ræó vel við og ég lifi góðu lífi af þessum búskap. Auðvitað veit ég aö ég gæti haft það enn betra ef ég stækkaði við mig, en ég er sæmi- lega jarðbundinn og vil helst sjá fyrir endann á því sem ég er að gera. Þessvegna held ég að ég væri ekkert betur kominn með stærra og erfiðara bú og skulda- bagga á bakinu. Menn verða að hafa báða fæt- ur á jörðinni og reyna að hugsa rökrétt, því að með eign í jörð ertu meö fasteign í höndunum, sem nýta má á ótal vegu. Mér finnst allt of lítið um að menn setjist nið- ur og skoói blákalt hvaóa mögu- leika jörðin þeirra bjóói upp á. Eg er við búskap af því ég hef gaman af þessu og fer mínar eigin leiðir, en ég get hvorki kennt öðrum hvemig á að búa, né hleyp eftir því sem sagt er um það hvemig bú- skapur verði best rekinn", segir Gunnar á Stóru-Ökrum. og félagslegar kaupleiguíbúðir! Húsnæðisnefnd Sauðárkróksbæjar auglýsir eftir umsóknum um félagslegar íbíðir. Athygli umsækjenda er vakin á því, að umsóknarfrestur verður opinn allan ársins hring. Umsóknir eru gildar þar til húsnæðisnefnd hefur svarað umsækjendum skriflega. Réttur til kaupa á félagslegri íbúð er bundinn ákveðnum skilyrðum. Eldri umsóknir skulu staðfestar fyrir 1. apríl.1994. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni við Faxatorg sími 35133- Húsnæðisnefnd Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.