Feykir


Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 10/1994 „Sama hvað gert er, kórinn er eins og einn maður" Segir Þorvaldur Óskarsson formaður Karlakórsins Heimis „Ef maóur gefur sig ekki í svona hluti að fullu, þá þýóir ekkert aó vera að þessu. Þetta er einstakur félagsskapur og ótrúlega samstilltur hópur. Þaö er sama hvaó gert er, kór- félagamir eru samtaka eins og einn maður. Síóan höfum vió verió geysilega heppnir meö stjómendur og undirleik- ara. Þaó er mjög mikils virði að hafa svona gott tónlistar- fólks innan héraðs, sem aó auki er svona firábært að vinna meö”, segir Þorvaldur G. Óskarsson á Sleitustöðum for- maóur Karlakórsins Heimis. Þegar blaóamaður Feykis tók Þorvald tali nýlega og áhugamálin bar á góma, sagði hann að söngurinn væri þar alveg sér kapítuli. Það svar kom ekki á óvart, enda Þorvaldur kunnur fyrir gífurlegan áhuga og fómfýsi í starfí Karlakórsins Heimis í um tvo áratugi. Valdi, sem geislar af áhuga þegar minnst er á söng, þakk- ar ekki sjálfum sér farsælan feril og vinsældir kórsins, heldur öllum þeim er aö starfínu koma. Hann hafí til aó mynda átt mjög gott samstarfs við marga áhugasama stjómarmenn um árin, t.d. þá Áma Bjamason á Uppsölum og Pétur Pétursson, sem hann segir einstaka menn. Viö cram búnir að koma okk- ur þægilega fyrir í stofunni heima hjá Þorvaldi á Sleitustöðum og talið berst fyrst að því hvort hann sé fæddur og uppalinn á Sleitu- stöðum? „Nei ég er reyndar fæddur í Blönduhlíðinni, á Minni-Ökram, en foreldrar mínir fluttu hingað þegar ég var á öðra ári. Hér hef ég verið alla tíð utan nokkur ár sem ég var við iðnnám í Reykjavík að læra bifvélavirkjun”. Er langt síðan þú fórst að starf- rækja eigið bílaverkstæði héma? „Það era rétt 20 ár. Ég lauk sveinsprófi 1955 og fór þá strax að starfa héma hjá Gísla heitum Sigurðssyni sem var aðalmaður- inn hjá rútufyrirtækinu Siglufjarð- arleið. Við sáum um viðhald á sjö fólksflutningabílum sem fyrirtæk- ið var með og einnig gerði maður við dráttarvélar og bíla fyrir Skag- firðinga. Það var mikið að gera á þessum áram og stundum greip maður líka í að keyra rútumar”. Loftárás á síldarárunum Þorvaldur minnist skemmti- legs atviks í þessu sambandi. Það gerðist á seinni tímabili síldaræv- intýrsins á Siglufirði, um 1965, ekki löngu eftir að hann hafði fest ráð sitt og gifst Sigurlínu Eiríks- dóttur, dóttur Eiríks Guðmunds- sonar fyrrverandi bæjarverkstjóra á Siglufirði. „Þetta var á heitu sumarkvöldi og það hafði rignt mikið um dag- inn. Stórir pollar vora á götunum og gangstéttunum. Götumar vora fullar af fólk sem var á leið á ball í hótelinu. Ég var staddur í Lækj- argötunni þama rétt fyrri ofan, og var á rútubíl sem var þeim eigin- leikum gæddur að ef maður setti í hlutlausan, pumpaði síðan bensín- gjöfina svolítið og setti síðan í gír aftur, þá sprengdi hann ógurlega, alveg eins og loftárás hafði verið gerð. Fólkinu brá óskaplega og það varð mikill gusugangur út af Þorvaldur við 20 ára gamlan Broncojeppa, sem hann hefur nýlokið við að gera upp og byggja yflr. I*orvaldur Óskarsson og Sigurlína Eiríksdóttir á Sleitustöðum, þessum kvikindisskap í mér. Við vorum á leið til tengdaforeldra minna, en mætum Eiríki tengdapababa og bæjarverkstjóra í dyranum. Hann sagði mér þær fréttir að það hefði verið stolið dínamiti úr geymsluskúr bæjarins nokkram dögum áður, og nú væra strákamir famir að sprengja. Sér hefði borist tilkynning um það áðan. Ég var fljótur að kveikja og sagði honum hvemig í öllu lá. Stoltur af lærlingunum Þegar Siglufjarðarleið var svo seld árið 1974, keypti ég bílaverk- stæðiö og hef rekið þaó síðan. Við höfúm auk almennrar viðgerðar- þjónustu, unnið svolítið að yfir- byggingu bíla, byggt hús á jeppa og rútubíla. Byggðum t.d. yfir tvær rútur fyrir Suðurleiðir fyrir 2- 3 áram. Ég lít gjaman til þess að gera meira af þessu ef tími vinnst til. Þetta er ákafleg skemmtileg vfhna. Annars hefur almenn við- gerðaþjónusta dregist saman und- anfarin ár í kjölfar mikils innflutn- ings og aukinnar sölu á nýjum bíl- um. Maður er að vona að þetta fari að jafnast aftur og menn sjái sér hag í aó láta gera við bílana sína”, segir Þorvaldur og sem dæmi um samdráttinn má nefna að þegar flest var á verkstæðinu á Sleitustöðum, störfuðu þar átta manns. I dag vinna þar aðeins Þorvaldur og sonur hans, Sigurður. „Ég er búinn að hafa nokkuð marga lærlinga um árin og verið mjög heppinn með stráka. Þetta hafa allt verið afbragðs strákar og þeir era afbragðs fagmenn. Ég er mjög stoltur af frammistöðu þeirra. Síðan kenndi ég jámsmíði tvo vetur á Hólum, fyrstu vetuma sem Jón Bjamason var þar við stjóm. Það var mjög ánægjulegt að vinna meö unga fólkinu sem þar var og það tók mér ákaflega vel. Það var bara eins og ég væri einn úr hópnum”. Skagfirðingum svipar til Árnesinga Talið berst að áhugamálunum. Ferðalög bæði innan lands og utan era þar ofarlega á blaði. “Það er gaman aö sjá sig urn og sjá hvemig aðrir hafa það”, segir Þor- valdur. En það er samt söngurinn sem er aðaláhugamálið. Okkur Þorvaldi kemur saman um að í Skagafirði sé mjög sterkur kjami góðra söngmanna. Þorvaldur segir Skagfirðingum og Amesingum svipa mjög saman að þessu leyti. Það komi alveg heim og saman við þá kenningu sem hinn þekkti söngmaður Sig- urjón Sæmundsson á Siglufirói hafi einhverju sinni sett ffam. Hún er á þá leið að þegar biskupsstól- amir vora á Hólum og í Skálholti, hafi biskupamir lagt mikla áherslu á að ná góðum söngmönnum í hér- aðið til að syngja messur. Fjöl- skyldur hafi flust í nágrenni bisk- upssetranna af þessum sökum. Þetta sé ástæðan fyrir þessari sterku sönghefó sem sé í Skaga- firði og Amessýslu. Heimiskonur veita ómetanlega hjálp „Við í Heimi leggjum mikið upp úr því að hafa gott skipulag á hlutunum. Snemma á haustin er sest niður og gerð áætlun fyrir veturinn, sem reynst er fylgja eft- ir. Þetta er í nokkuð föstum skorð- um hjá okkur. Æfingar reglu- bundnar tvisvar í viku. Síðan era nokkrar söngskemmtanir að vetr- inum og eiga þrettándaskemmtun og Sæluvikutónleikar sér 20 ára sögu. Fyrir nokkram áram fóram við síðan að halda söng- og skemmtikvöld á góunni, svoköll- uð Heimiskvöld, sem mælst hafa vel fyrir. Eiginkonur kórfélaga koma þar einnig við sögu og veita okkur ómetanlega hjálp, með því að sjá um veitingar á Heimis- kvöldunum. Stefnt að söngerð til Vesturheims Síðan er alltaf farið í söngför að vorinu, svona þegar sauðburði er lokið. Yfirleitt er farið til hinna ýmsustu landshluta, og við verð- um varir við að aðsókn er hcldur að aukast á þeim stöðum sem við syngjum á. Stundum era þessar vorfcrðir famar út fyrir landssteinana. Við höfðum farið í þrjár söngferðir til útlanda”. Ég hcf heyrt að sú fjórða sé í uppsiglingu. Stefnt sé að Kanada- för að ári. Er eitthvað til í því? ,Já það cr döfinni. Það er unn- ið að því og bcðið eftir svöram frá Kanada. Svona hlutir þurfa að vinnast með nokkram fyrirvara. Þeir era heldur ekki gerðir nema menn standi saman í þessu. Kór- félagar þurfa að leggja mikið á sig, því það kostar mikla peninga og vinnu að fara í söngför sem þessa. Kórfélagar hafa sýnt ótrú- legan dugnað og fært fómir til að komast í þessar ferðir. Menn hafa þurft að gera það upp við sig að fresta ákveðnum hlutum til að komast með í ferðina. Við höfum líka átt því láni að fagna, að hér- aðsbúar hafa alltaf stutt vel við bakið á okkur í gegnum tíðina. Ég held að fólk meti það líka að svona félagsskapur sé til”, sagði Þorvaldur að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.