Feykir


Feykir - 16.03.1994, Síða 1

Feykir - 16.03.1994, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SERVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Góð þátttaka í dægurlagakeppni „Lögin cru farin að berast og það lítur út fyrir góða þátttöku í keppninni. Við vitum af mörg- um lögum á Iciðinni og það eru margir búnir að hafa samband við okkur. Fólk alls staðar af að landinu“, segir Hilmar Sverris- son tónlistarlegur ráðunautur Kvenfélags Sauðárkrókós um dægurlagasamkeppni sem fé- lagið stendur fyrir. Skilafrestur laga í keppnina er að renna út og samkvæmt upplýsingum Hilmars bíður talsvert verk fimm manna dómnefhdar, sem velja á 10 lög til útslitakeppni, en hún fer fram á skemmtun sem haldin verður í Bifröst í Sæluvikunni, 14. apríl nk. Það skilyrði var sett, að texti lagsins fjalli um Skagafjörð Sigurlagið í keppninni veróur einkennislag fjölskylduhátíðar og sumarsæluviku sem haldin verður á sumri komanda í Skagafirði. Höfundur vinningslags hlýtur 100 þúsund króna peningaverðlaun. Gert verður myndband við lagið og það notað í auglýsingu fyrir Skagafjarðarhérað. Einnig verður lagið líklega gefið út á safhdiski, þannig að höfúndi gætí áskotnast nokkrar tekjur af stefgjöldum. Kvenfélag Sauðárkróks er með keppninni nú að endurvekja dægurlagakeppnir sem félagið stóð fyrir um árabil. Síðasta keppnin var haldin í lok sjöunda áratugarins, þannig að segja má að nú sé blásið tíl sóknarí skag- firskri dægurlagagerð að nýju eft- ir aldarfjórðungs hlé. Knapinn á hestbaki er kóngur unt stund kórónulaus á hann ríki og álfur Magnús Blöndal tamningamaóur á Skagaströnd á tölt- gengum graðhesti við tamningar á Sölvabakka við Blönduós með síðdegissólina við sjóndeildarhring og Húnaflóann í bakgrunni. Mynd/Sigurður Kr. Jónsson. Eldur í Skagfirðingi Eldur kom upp í netalest togar- ans Skagfirðings aðfaranótt laugardags þar scm hann lá við bryggju á Sauðárkróki. Tveim mönnum sem voru að vinnu í skipinu tókst ásamt skipverjum er að komu að slökkva eldinn að mestu. Slökkviliðið kom á vett- vang skömmu síðar og réði það endanlega niðurlögum eldsins. Tjón varð talsvert á netum og raflögnum í lestinni en það verð- ur þó ekki til að tefja skipið frá veiðum. Tveir starfsmenn Skagfirðings hf voru að hreinsa vamstank í skip- inu. Um klukkan fimm um morg- uninn þurfti annar þeirra að bregða sér í land og varð þá var við að reyk lagði upp úr netalestinni. Að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðar- stjóra Skagfirðings má þakka skjót- um og réttum viðbrögðum tví- menriinganna og skipverjanna er komu á vettvang í þann mund er eldsins varð vart, að ekki skyldi fara verr. Slökkviliðið brást einnig skjótt við. Eldsupptök eru ekki að fúllu ljós en taldar miklar líkur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Meiningin var að Skagfirðingur héldi á veiðar í morgun (miðviku- dag), og er það samkvæmt áætlun. Skagafjörður: Sex sveitarfélög ræða sameiningu Líklega er veiðiklóin Jón Pálmason kominn þarna í drauma- búninginn. Búning þann er grænlenskir veiðimenn klæðast við veiðar á ísnum. Jón er með svipuna sem notuð er til að hvetja hundana fyrir sleðanum og til alls líklegur. Með Jóni á mynd- inni er grænlenski erindrekinn og heimskautafarinn Ono Fleischer, sem hélt fyrirlestur um Grænland og grænlenka menningu á Sauðárkróki í síðustu viku. Um þessar mundir eru að hefj- ast viðræður milli fúlltrúa sveit- arfélaganna sex í Skagafirði er samþykktu sameininguna í kosningunum 20. nóvember. Frumkvæðið að þessum viðræð- um kom frá sveitahreppunum fimm og sendu fúlltrúar þeirra bæjarstjóm Sauðárkróks nýlega bréf þar sem boðað var til við- ræðna og þess óskað að bæjar- stjórnin tUnefndi menn í við- ræðunefhdina. Leiði þcssar við- ræður til samkomulags um framlagningu tillögu um sam- einingu þessara sveitarfelaga, er talið líklegt að fulltrúum úr Skarðshreppi og Rípurhreppi verði einnig boðið til viðræðn- anna. Þessir tveir hreppar eru þeir einu á þessu svæði sem ekki sam- þykktu sameininguna. Þeir sem taka þátt í viðræóunum eru Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri og Knútur Aadnegaard forseti bæjar- stjómar frá Sauðárkróksbæ, Bjami Egilsson oddvití Skefilsstaðahrepps, Þorsteinn Asgrímsson oddviti Stað- arhrepps, Birgir Haraldsson oddviti Viðvílairhrepps, Trausti Pálsson oddviti Hólahrepps og Jón Guð- mundsson sveitarstjóri í Hofshreppi. Þrátt fyrir að viðræður fari af stað nú er tæplega búist við aö nokkur skriður komist á máhn fýrr en eftir kosningar í vor. Fyrstu fúndimir verði væntanlega notaðir tíl að fara yfir stöðuna eins og hún og er og menn viðri skoðanir sínar í ófonnlegum vióræðum. „Eg get ekki séð að neitt vem- legt gerist fyrir kosningar. Hér á Króknum t.d. verða menn í kosn- ingabaráttu og hafa því takmarkaó- an tíma til að sinna þessum mál- um“, segir Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri, sem sæti á í viðræðu- nefiidinni. Fyrsti fúndur hefúr ekki verið boðaður en líklegt þykir aó hann verið haldinn á næstu dögum. —KTe*£Ít1 — Aöalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílgverkstæðj sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.