Feykir


Feykir - 16.03.1994, Síða 2

Feykir - 16.03.1994, Síða 2
2 FEYKIR 11/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritaiar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guöbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó meö viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. ||||||||| Um þessar mundir eru 65 ár liðin frá stofnun Skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki. Skátarnir hyggjast minnast þessara tímamóta með kvöldvöku í Gúttó nk. þriðjudagkvöld 22. mars og þá stendur til að stofna skátagildi fyrir eldri skáta. Að lokinni kvöldvökunni verður haldið kaffi- samsæti. Von er á nokkrum gestum, þar á meðal Frank Michelsen heiðursfélaga skátafélagsins og einum af stofnendum þess. Einnig er von á skátum frá Akureyri í heimsókn, en þar er starfsemi eldri skáta í skátagildum mikil, að sögn Bjöms Sighvatssonar skátaforingja í Eilífsbúum. OPERU DRAUGURINN Óperuspaug með dularfullu ívafi eftir Ken Hill. Frumsýning föstud. 25- mars. Sýningar: Laugardag 26. mars, skírdag. 31. mars, laugardaginn 2. apríl, annan í páksum 4. apríl. Sýningar hefjast kl. 20,30. BARPAR Sunudaginn 27. mars, þriðjudaginn 29. mars. Sýningar hefjast kl. 20,30. Miðasala í síma 96-24073- Leikfélag Akureyrar. Skúr falur til brottflutnings! Gamli vallarskúrinn viö mynni Grænuklaufar er falur til brottflutnings. Tilboóum í skúrinn skal skila á skrifstofu Tindastóls eigi síðar en föstudaginn 25. mars nk. Skúrinn þarf aö fjarlægja fyrir 10. apríl nk. í tengslum við blómasölu á konudaginn efhdi Blóma- og gjafabúðin á Sauðárkróki til happdrættis. Hverjum vendi fylgdi happdrættismiði og var vinningurinn sem dreginn var út frá Ferðaskrifstof- unni Úrval/Utsýn, ferð til Portúgals fyrir einn. Vinninginn hlaut Brynja Kristjánsdóttir og veitir hún hér gjafabréfi viðtöku úr hendi umb.m. Úrvals/Útsýnar á Sauðárkróki Vigfúsar Vigfússonar. Námskeið á Löngumýri Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar er stofnun innan Fræósludeildar þjóðkirkjunnar. Hlutverk hans er að gangast fyrir fræóslu og þjálfun fyrir leikmenn innan kirkjunnar. Fræðslan miðast almennt vió prófastdæmin eitt eða fleiri í senn. Nú hefur verið ákveöið að halda tvö námskeið á Norðurlandi vestra á vegum Leikmannaskólans og veróa þau haldin á Löngumýri í Skagafirði sem hér segir: Laugardaginn 26. mars kl. 10-16. Sálgæsla, kennari er sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Borgarspítala. Laugardaginn 16. apríl kl. 10-16. Þjónusta leikmannsins í kirkjunni, kennari er Halla Jónsdóttir sagnfræóingur. Þátttaka tilkynnist aó minnsta kosti tveim dögum fyrir námskeið til Margrétar Jónsdóttur Löngumýri sími 38.116, en hún ásamt Guðmundi Inga Leifssyni (hs. 24249 og vs. 24368) gefa frekari upplýsingar. Allir velkomnir! Árshátíð Grunnskólans á Hvammstanga Þaó var líf og fjör á árshátíð Grunnskólans á Hvammstanga sem haldin var nýlega í skólanum. Eggert Antonsson fréttaritari Feykis var mættur á staðnum og smellti nokkrum myndum. Lesendabréf Laugardaginn 5. mars fór ég fram í Varmahlíð til að hlusta á Karlakórinn Heimi. Ég vil koma á framfæri þökkum til allra kórfélaga fyrir frábæran söng. Ennig fá þeir þakkir sem komu þarna fram með skemmtiatriði og félögum úr harmonikku- klúbbnum fyrir þeirra ágæta framlag, þá séstaklega fyrir síðasta lagið Undir bláhimni. Þá söng allur salurinn með, um 300 manns. Konunum færi ég þakkir fyrir rausnarlegar veitingar. Þökk sé ykkur öllum fyrir ógleymanlegt kvöld. Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.