Feykir


Feykir - 16.03.1994, Qupperneq 3

Feykir - 16.03.1994, Qupperneq 3
11/1994 FEYKIR3 Æfingar hafnar á Sæluvikuleiknum Æfingar eru hafnar hjá Leik- félagi Sauðárkróks á Sælu- vikuleikritinu, sem að þessu sinni verður gamanleikurinn Karlinn í kassanum eftir Arnold og Back, í þýðingu Emils Thoroddsen. Leikstjóri er Jón Ormar Ormsson. Leikendur eru 15 og að sögn Sigurbjöms Bjömssonar for- manns LS gekk þokkalega að manna verkið. Fmmsýning er áætluð í byrjun Sæluviku, 10. apríl. Þetta er í annað sinn sem Leikfélag Sauðárkróks tekur Karlinn í kassanum til sýningar, en einhverjir áratugir eru liðnir frá því þaó var sýnt síðast. Til stóð að Ungmennafélag- ið Tindastóll setti upp leikrit í Sæluvikunni. Hilmir Jóhannes- son ætlaði að leikstýra Slátur- húsinu hröðum höndum, en þegar til kom virtist ómögulegt að fá fólk til að leika, svo að ekkert varð úr. 10. bekkur Laugarbakkaskóla safnar fyrir Danmerkurferð Nemendur 10. bekkjar Laugar- bakkaskóla, 23 talsins, tóku sig til sl. laugardag og lásu bækur frá klukkan tíu um morguninn til klukkan sjö um kvöldið. Lesnar voru 10823 blaðsíður á þessum tíma og luku krakkarn- ir 56 bókum og lásu að auki hluta úr 20 í viðbóL Tilgangur með Iestrarmaraþoninu var að safna áheitum fýrir Danmerk- urferð sem fyrirhuguð er í vor að loknum skóla. Vonuóust nemendur til að safna með þessu tiltæki sínu um 80 þúsund krónum, en leitað var til fyrirtækja og einstaklinga bæði nær og fjær til að leggja þessu máli lið. I vetur hefur bekkurinn staðið fyrir allskonar fjáröflunarstarf- semi. Þar má nefna sölu jólakorta, laufabrauðs- og kökusölu, kaffí- sölu, sölu samloka á mótum í íþróttahúsinu, félagsvist, diskótek í skólunum á Laugarbakka og Hvammstanga, dósasöfnun og sölu almanaks Þroskahjálpar. Einnig er fyrirhuguð myndlistar- sýning og kaffisala á skírdag og laugardag fyrir páska. Auk þessa fengu nemendur 10. bekkjar veró- laun frá Krabbameinsfélaginu fyr- ir reyklausan bekk, krónur 2500 á livem nemanda og einnig fengu þau styrk frá Dansk-íslenska sam- vinnusjóónum, 63 þúsund krónur. Umsjón með undirbúningi Dan- merkurferðarinnar hefúr dönsku- kennari skólans Jóhanna Sveins- dóttir. EA. Kratar á Skagaströnd með nýja menn á toppi Alþýðuflokksmenn á Skaga- strönd hafa ákvcðið að þeir Steindór Haraldsson og Þröstur Líndal skipi tvö efstu sæti fram- boðslista flokksins íyrir hepps- nefndarkosningarnar í vor. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar formanns Alþýðuflokksfélags Skagastrandar er unnið að frek- ari uppröðun á listann og verður hann væntanlega birtur í þess- um mánuði. Þorvaldur Skaftason núverandi hreppsnefndarfulltrúi krata hefúr ákveóið að gefa ffá sér efstu sætin á listanum. A félagsfúndi í lok síð- asta mánaðar var efnt til atkvæöa- greiðslu um hver skyldi skipa efsta sæú listans. Þorvaldur og Steindór Haraldsson, er skipaði annað sætíð hjá óháöum lista við síðustu kosn- ingar, fengu jafnmörg atkvæði. Til að knýja IJam úrslit var ákveðið að efna til skoðanakönnunar í flokks- félaginu, en af henni varð ekki þar sem að Þorvaldur dró sig í hlé. ,T>að er orðin hefð hjá okkur aö vera frekar tímanlega í því að stílla upp listanum. Okkur finnst það afar gott til að geta notað tímann til að skipuleggja baráttuna betur“, segir Björgvin Brynjólfsson. Reiknaðer með að við hrepps- nefhdarkosningamar á Skaga- strönd í vor verði einungis í fram- boði hreinir pólitískir listar. Sam- kvæmt heimildum Feykis er búist við að Oháðir muni ekki bjóða fJamnú. Tónlistarskóli Sauðárkróks: Tvennir tónleikar á næstunni Á næstunni mun Tónlistarskól- inn á Sauðárkróki standa fyrir tvennum tónleikum. Á sunnu- daginn kemur með Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara og 10. apríl nk. mun Diddú syngja við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Jónas Ingimundarson mun leika verk eftir Hendel, Haydn, Beethoven, Bramhs o.fl. Tónleik- amir hefjast nk. sunnudag 20. mars kl. 16,00. Næstu tónleikar sem Tónlistarskólinn stendur fyr- ir verða 10. apríl. Hin kunna söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur við undirleik Onnu Guðnýjar Guðmundsdóttir. Án efa verða tónleikar þessara ágætu listamanna vel sóttir og okkur Skagfirðingum kærkomn- ir, segir í tilkynningu frá Tónlist- arskóla Sauðárkróks. Samvimuibókin 4%nafhvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga Krakkarnir í Laugabakkaskóla eyddu laugardaginum innan dyra, við lestur. MyndÆA. ■ i. i t'

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.