Feykir


Feykir - 16.03.1994, Qupperneq 4

Feykir - 16.03.1994, Qupperneq 4
4 FEYKIR 11/1994 „Þetta voru þá engar ýkjur" Af söngskemmtun Geirmundar í Sjallanum Talsvert hefur verió látió af þeim góóu viðtökum sem söngskemmtun meó lögum Geirmundar Valtýssonar hef- ur hlotið, í íyrra á Hótel Islandi og í vetur í Sjallanum á Ak- uryeri. Sagt hefur verió að fólk tryllist svo af fögönuði að þaó stökkvi upp á borð í fagnaðarlátunum og dansi þar. Sjálfsagt hafa einhverjir freistast til aö álykta sem svo aó þetta hlyti nú að vera oróum ýkt og trúlega væri hér ein- hver auglýsingamennska á ferðinni, að minnsta kosti í bland. Svo var t.d. með blaóamann Feykis og þessvegna gerði hann sér ferð í Sjálfstæóishúsió sl. laugardagskvöld til að sjá meó eigin augum herlegheitin, sem kallast. „Lát- um sönginn hljóma“. Eins og færið var og veðrið á laugardagskvöldið síðasta er ekki mikil fyririiöfn að bregða sér bæj- arleið frá Sauðárkróki til Akur- eyrar. Beinn og breiður vegur alla leið, að mestu uppúr snjó og klaka, aðeins smáskel á Oxna- dalsheiði, en þar var ekki laust snjókom á vegi. Eftir tæplega einn og hálfan tíma frá brottför, á þægilegri ferð, var komið í Sjálf- stæðishúsið á Akureyri. Þarhafði þegar drifið að mannsöfnuð nokkum. Gestimir þetta kvöld vom frá ullarfyrirtækinu Foldu, Sjálfsbjörgu og Gúmmívinnslunni, auk fleiri gesta sem flestir vom af Eyjafjarðarsvæðinu. Mjög fáir Skagfirðingar vom þetta kvöld í Sjallanum, og Húnvetningar eng- ir, að minnsta kosti ekki þeir er blaðamaður þekkir í sjón. Eftirtekt vakti einn ærslabelg- ur í hópi Foldufólks. Af mögu broshým og glaðværa andlitinu í þessum hópi skar þessi maður sig úr. Seinna um kvöldið kom hann að borði Feykismanns og heilsuð- ust þar tveir Skagfirðingar. Kom í ljós að þcssi maður var Sæmund- ur nokkur Hrólfsson, sonur Hrólfs Jóhannessonar fyrmm bónda í Kolgröf. Kvöldið byrjaði ákaflega vel. Maturinn frábær og þjónustan einstök. Þar með var gmnnur lagður að góðri kvöldskemmtun. Þegar klukkan var rúmlega hálftíu og skammt í deserúnn, birtíst Geir- mundur uppi á svölunum og var fagnað þar eins og páfanum sjálf- um. Nokkm síðar var tilkynnt að brátt hefðist söngskemmtunin og fólk beðið að sinna brýnustu er- indagcrðum á snyrtingum og bör- um hússins, gerðist þess þörf. A slaginu hálf ellefu birtist síð- an andlit kóngsins á breiðtjaldi, syngjandi gamla smellinn „Nú cr ég léttur". Bjami Hafþór Helga- son kynnir sagði þetta elstu heim- ild um Gcirmund Valtýsson í eigu Ríkissjónvarpsins, en þessi mað- ur hefði þó verið byrjaður að skemmta fólki nokkm áður en sjónvapið kom til sögunnar. Eftír stutta kynningu fór söngkemmt- unin á ftillt. Byijaði með kynning- arlaginu Látum sönginn hljóma og síðan rak hver „smellurinn" annann. Söngvaranir og hljómsveitin vom í fínu formi og flutningur all- ur mjög líflegur og skemmtilegur. Enda tók fólkið vel við sér. Það var eins og færi gleðistraumur um salinn og fólk hoppaói upp úr sæt- um sínum, upp á stóla og borð og dansaði þar og klappaði. Konur og menn dönsuðu upp að sviðinu. „Þetta vom þá engar ýkjur", kom í huga blaðamanns. Inn á milli laga gaf að heyra hnittnar kynn- ingar Húsvíkingsins glaðbeitta Dansinn dunar í pottþéttri sveiflu. > v ; 1 ^ J ' - c Hljómsveitin á fullu: Sönvararnir í framlínunni: Geirmundur, Helga Möller, Erna Gunnars- dóttir og Invar Grétarsson. Hljóðfæraleikamir Eiríkur HiImLsson gítarleikari, blásaramir Þorsteinn Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. í skugganum em þeir Sólmundur Friðriksson bassalcikarí, Kristján Baldvinsson trommuleikari og Magnús Kjartansson píanóieikari og hljómsveitarstjóri. ,JNú er ég léttur“. Samkomugestir þyrpist upp á stóla og borð. Það var engu líkar en gleðistraumur færi um salinn. Bjama Hafþórs Helgasonar. „Hafiði einhvem tíma leitt að því hugann, hver sé ástæðan fyrir því að Geirmundi hafi tekist að vera svona hressum í 30 ár? Hann segir sjálfur að það sé vegna þess að hann hafi aldiei bragðað áfengi", sagði Bjami m.a. í einni kynningu sinni. Og brátt var söngskemmtunin á enda. Þetta var frábær skemmt- un og fljótlega eftír að henni lauk hóf hljómsveitin að leika fyrir dansi. Meö söngvumnum og hljóðfæraleikumum sem veita hlómsveit Geirmundar lið, er hér mikil stórsveit á ferðinni, og fjör- ið var mikið á dansgólfinu. Þegar við yfirgáfum salinn um hált tvö leytið, hljómaði Lífsdansinn og sjálfsagt hefur hann verið stiginn fram eftir nóttu. A heimleiðinni rifjuðust lögin upp í huganum hvert af öðm. Og þegar bestu lögunum hefur verið safriaó svona saman í einn pakka, kemur enn betur í ljós hve mörg góó lög Geirmundur hefúr samið. Niðurstaðan af þessum vanga- veltum varö sú að enginn maður hafi komið Skagafirði eins ræki- lega á landakortið og Geirmund- ur Valtýsson. Og niðurstaðan af ferðinni í Sjallann. Þetta var frábær skemmt- un sem enginn ætti að verða svik- inn af og maturinn og þjónustan frábær hjá starfsfólki Sjallans. Skagfirðingarnir Sæmundur Hrólfsson frá Kolgröf og Magnús Jónsson frá Hóli, sem kynntur var fyrsti trommuleikarinn er Geir- mundur lék með.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.