Feykir


Feykir - 16.03.1994, Page 5

Feykir - 16.03.1994, Page 5
11/1994 FEYKIR5 Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við Lögreglustöðina á Sauðárkróki, föstudaginn 25. mars 1994 kl. 17,00, hafi uppboðsbeiðnir ekki verið afturkallaðar fyrir þann tíma. KE-201 ZL-314 (dráttarvél) KD-646 LB-503 LG-458 (dráttarvél) ES-661 Z-297 ZK-098 (dráttarvél) K-2394 HX-661 GV-428 Á sama stað og tíma verður einnig boðið upp eftirtalið lausafé, hafi upplioðs- beiðnir ekki verið afturkallaðar. Rakstrarvél árgerð 1993, Snúningsvél (fjölfætla) árgerð 1993 Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 14. mars 1994 Hjördís Stefánsdóttir fúlltrúi. Afbragðs kvöld með Karlakórnum Heimi Hagyrðingarnir snjöllu Þorleifur Konráðsson, Gísli Geirsson, Gísli Rúnar Konráðsson, Kolbeinn Kon- ráðsson, Kristján Stefánsson og Sigurður Hansen. Stjórnandi hagyrðingaþáttarins Árni Bjarnason stendur fyrir borðenda. Harmonikkuhljómsveit Skagafjarðar lék nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda. Þrátt fyrir að þetta væri aðeins í annað skiptið sem sveitin kemur fram og æfingin sé af skomum skammti, tókst henni vel upp. Það er ekki hægt að segja ann- að en gestir á svokölluðu Heim- iskvöldi, söng- og skemmti- kvöld sem Karlakórinn stendur fyrir, njóti fjölbreyttrar skemmtunar. I>ar er gripið á mörgu því þjóðlega og skemmtilega sem létt hefur lund landsmanna um aldir og gerir vafalaust lengi enn. Kór- söngur, gamanmál, hagyrðing- ar bregða á leik og harmon- ikkuleikarar þenja dragspil sín af innlifún og vandvirkni. Það var þéttsetinn bekkurinn á Heimiskvöldi í Miðgarði laug- ardaginn 5. mars. Um 300 samkomugestir nutu ffábærs söngs Heimis og er vafa- mál aó kórinn hafi verið betri áður. Vom viðtökur góðar en sal- urinn samt líklega í þyngra lagi þetta kvöld, hvemig sem á því stóð. Dansflokkurinn Sekuritas sýndi því næst „free style“ dans- inn sem veitti þcim 3. sæti í Tóna- bæjarkeppninni nýlega. Pálmi Runólfsson ffá Hjarðarhaga, einn kórfélaga, brá síðan á leik með gamanmál og gerði hann góða lukku. Þá var komið að hagyrð- ingaþættinum sem var í umsjá Áma Bjamasonar hreppstjóra á Uppsölum. Ami kallaði til sín hagyrðing- ana snjöllu Sigurð Hansen bónda í Kringlumýri, Kristján Stefáns- son í Gilhaga, Gísla Geirsson í Brekkukoti og Frostastaðabræð- uma Gísla Rúnar, Kolbein og Hraustir menn Einar Halldórsson bóndi á Kúskerpi hefur óvenju djúpa og sterka bassarödd. Hér þenur hann kassann við hæfi í laginu „Hraustir menn“. Þorleif Konráðssyni. Ami lagði sínu og kórónaði leikur hennar ýmsar spumingar fyrir þá kump- ána, sem þeir svömðu á sinn hnittna hátt. Það er alkunna um eiginleika þeirra Sigurðar Hansen og Kristjáns frá Gilhaga, en hinir em minna þekktir. En þeir em sleipir líka. Gíslamir reyndar ekk- ert að með neitt guðsbamamál, en Þorleifúr og Kolbeinn mildari í kveðskap sínum. En allir em þeir hnittnir og býsna skemmtilegir. Að lokum lék Harmonikkusveit Skagafjarðar sem skipuð er 18 harmonikkuleikumm. Þrátt fyrir litla æfingu komst sveitin vel frá góða kvöldskemmtun. Þá er aðeins eins ógetið frá Heimiskvöldi. Veitingar Heimis- kvenna vom mjög rausnarlegar og góðar. Heimir söng síðan í Blönduós- kirkju sl. fimmtudagskvöld. Var sú söngskemmtun ákveðin með skömmum fyrirvara. Hljómburð- ur þykir mjög góður og sögöust Heimismenn hafa kunnað virki- lega vel við sig í kirkjunni. Söng þeirra var líka ákaflega vel fagnað strax við fyrsta lag og þurfti kór- inn að endurtaka mörg laga sinna. Framkvæmdastjóri og verkstjóri óskast! Vaka hf, sem er sauma- og prjónastofa á Sauóárkróki óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra og verkstjóra á saumastofu. Viðkomandi þarf aó geta hafió störf sem fyrst. Upplýsingar um störfm gefur Snorri Bjöm Sigurðsson í síma 95-35133. Umsóknum skal skila til Vöku hf Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki fyrir 20. mars nk. BORGARFLÖT 1 - 550 SAUÐÁRKRÓKUR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.