Feykir


Feykir - 16.03.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 16.03.1994, Blaðsíða 7
11/1994 FEYKIR7 Fjölskylda, hvað er það? Hugvekja flutt á æskulýðsdegi á ári fjölskyldunnar Ár fjölskyldunnar. Ár sem til- einkaö er elstu stofnun sem til hefur verið stofhaó fynr og síðar. Þessi útnefning árfjölskyldunnar, fellur mjög vel að markmiðum og baráttumálum Kiwanishreyfmg- arinnar. Kjörorð okkar hefur ver- ið undanfarin ár „bömin fyrst og fremst". Setjum við þar í forgang málefni bama og fjölskyldna þeirra. Við höfúm á undanfömum árum sérstaklega látið til okkur taka í mörgum málefnum er snerta ungu kynslóðina, þó aðal- lega hafi verið stutt við bakið á þeim er fram til þessa hafa verið útundan í þjðfélaginu og minna mátt sín í baráttunni fyrir tilver- unni, en það eru fötluðu einstak- lingamir. Fjölskylda hvað er það? Hvað táknar þetta orö, hvaða merkingu leggjum við í orðið, er þetta bara eitthvert heiti á sammna tveggja einstaklinga er ákveða að stofna heimili eða á það sér einhverja æðri merkingu? Hvað hugsuðum við sem böm er við heyrðum tal- að um fjölskyldu okkar, vom það bara pabbi og mamma eða vom afi og amma og jafnvel einhverj- ir fleiri þar með. Gemm við hin fullorðnu bömum okkar grein fyr- ir því hvað það er mikils virði að eiga fjölskyldu og hvemig fjöl- skyldan er samansett? Kennum við þeim að virða hana og þykja vænt um hana. Látum við þau finna að fjölskyldan er það at- hvarf er ávalt er hægt að leita til er eitthvað bjátar á og einnig að hún er styrku stoðimar á uppvaxtarár- unum, hún er sá aðilinn er ryður brautin á meðan komið er undir sig fótunum. Án fjölskyldu er hver og einn á berangri, getur hvergi leitað sér skjóls og hefur ekkert til að byggja á. Því miður er það nú svo að fjölmargir ungir sem aldnir eiga enga að til að leita til á erfíðum tímum, þeir hafa enga fjölskyldu sem veitir þeim aðstoð eða ráð- gjöf, eða þeir em búnir að útskúfa sér með röngu lífemi. Hvemig fer fyrir þeim er slíkt er fyrir komið? Heyrum við ekki um marga er lenda á glapstigu af- brota, drykkju, eiturlyfja og ann- ara óyndisúrræða. Skyldi ekki mega hjálpa mörgum af þessum homreka bræðmm okkar og systmm með því að gefa ögn af auði okkar. Hætta að líta á þá sem þjást og hýrast á götum borganna sem eitthvert illkynja æxli þjóðfé- lagsins og rétta út hjálparhönd. Gleymum okkur ekki í hraða eig- in velgengni og gróðahyggju. Gleymum okkur ekki í valda- kapphlaupinu, heldur stoppum ögn við og lítum okkur nær. Já það er oft erfitt að greina fegurðina í hinu smáa þegar magnið er það sem máli skiptir hjá okkur í störfum og gerðum. Hversu þakklát megum við vera að eiga fjölskyldu, eiga ætt- ingja er hjálpa okkur og elska. Kunnum viö að meta það sem fyrir okkur er gert eða var gert? Hvemig þökkum við uppalend- um okkar þá ástúð og uppffæðslu er við urðum aðnjótandi? Jú ger- um við það ekki með því að gefa bömum okkar af okkur á svipað- an hátt og við þáðum af okkar for- eldrum. Gerum við það ekki með því að fræða bömin okkar um þær gjafir er Guð gaf okkur í vöggu- gjöf, ffæða þau um mikilvægi lífsins, ábyrgðina er hver og einn þarf að taka á sig og um hina grýttu leið til hamingjusams líf- emis. Æskan er sá tími lífsins sem við meðtökum þann boðskap, sem á að fylgja okkur og hljálpa tíl að lifa kristilegu lífemi. Æskan er sá tími er á að móta okkur þannig að við séum tilbúin að takast á við það er fyrir kann að koma á lífsleiðinni. I æsku er okkur kennd ýmiss heilræði af okkar nánustu, sem eiga að kenna okkur að meta það er okkur var gefið og kunna að fara með það. Ef líta ættí yfir ævina ffá sjón- arhóli þess er alist hefur upp við kærleika og ástúð fjölskyldu sinn- ar og hlotið margt góðra heilræða í faramesti lífsins, þá eiga eflaust þessi orð við er ég vil kalla heil- ræðin hennar mömmu. Vort jarðlífer áfangi á eilífðar braut, þar alskonar gjafir oss falla í skaut, sem Drottinn afgnótt sinni gefur. Ýmist þœr særa eða ánægju veita, alltaf þó skaltu að kjarnanum leita, til þess œvina alla þú hefur. Gœfan er brothœtt já gœttu að því ofi geta myndast vonbrigða ský, sem Guð einn er fœr um að greiða. þig ungan glepur svo ótal margt, auðlegð, völd og prjál og skart, því Mammon vill mermina seiða. Hvaðan við komum, hvert við forum, kanske er stundum skortur á svörum, en muna þú ávalt skalt eitt. Lífið ífyrstunni Guð okkur gefur Guð er sá eini sem valdið hefur þeirri ákvörðun ekkertfœr breytt. Vemm þess minnug að við stjómum ekki þeim tíma er við dveljum hér í jarðríki. Notum vel þær stundir er okkur em ætlaðar. Treystum fjölskylduböndin og völdum sem minstu ósætti meðal okkar. Sýnum náungakærleika, hjálpum okkar smæsta bróður í blíðu og stríðu. Veitum bömun- um okkar aðgang að hjörtum vor- um og kennum þeim að vera hamingjusöm með það sem þau hafa. Kennum þeim aó nútíma kapphlaup við lífsgæðin er ekki sú hamingja sem við innst inni sækjumst eftir. Hver dagur skal hafa sinn gang og lifum fyrir líðandi stund, þó svo að gerðar séu framtíðar- áætlanir Vemm ávallt þess minnug að kærleikur, ást og umhyggja er það besta sem við veitum bömum okkar og einnig hvort öðm. Haf- ið góðar stundir. Ólafúr Jónsson forseti Kivanisklúbbsins Drangeyar. Starf ferðamálafulltrúa laust til umsóknar Héraðsnefnd Skagfirðinga auglýsir laust til umsóknar starf ferðamálafulltrúa Skagafjarðar. Um er að ræða fullt starf með aðsetri í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og þekkingar á ferðamálum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eftir 1. maí n.k. Frekari upplýsingar í síma 95-35737 og á skrifstofú héraðsnefndarinnar í Stjómsýsluhúsinu á Sauðárkróki, þar sem tekið er á móti umsóknum um starfið til 31. mars 1994. Héraösnefnd Skagfiröinga Stjórnsýsluhúsinu Sauöárkróki 550 Sauðárkróki sími 95-35737 Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu þvottavél og þurrkari, ekki samþykkt, af gerðinni Philco. Gott verð. Upplýsingar í síma 35162. Til sölu snjósleði Yamaha SRV 540 árgerð 1984. Yfirbreiðsla fylgir, ásamt grind og kassa. Upplýsingar í síma 36625. Til sölu Daihatsu Couero árgerð 1986, ekinn 64 þúsund km. Upplýsingar í síma 36419 eftir kl. 18,00. Til sölu Volvo 240 GL árgerð 1987 sjálfskiptur, ekinn 83 þúsund km. Frábær bíll. Bein sala eóa skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 95-36008 kl. 17-19 eða í og í síma 95- 35381 eftirklukkan 19. Til sölu Stem hljómtækjasam- stæða m/geislaspilara. Á sama stað er til sölu Daimond 21 gíra fjallahjól. Upplýsingar í síma 95-24325 eftir klukkan 16. Aðalfundur! Aðalfundur Félags hjartasjúkl- inga á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Mælifelli laugar- daginn 19. mars kl. 15,00. Venjuleg aðalfundarstörf. Einbýlishús til leigu! Til leigu fimm herbergja ein- býlishús á Sauðárkróki. Upp- lýsingar í síma 37472. Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar Stofnsett 1954 Afgreiðsla í Reykjavík Landflutningar Skútuvogi 8 sími 685400 Frá Sauðárkróki: Mánudaga og fimmtudaga kl. 13,00 Frá Reykjavík: Miðvikudaga kl. 12,00 og föstudaga kl. 16,00 Afgreiðsla á Sauðárkróki: Verslun Haraldar Júl. Sími 35124 og 985-22824 Geymið auglýsinguna ERT ÞÚ ÁSKRIFANDl ? Tímaritu) EIÐFAXI hemur úl mánáðarlega, uþþfulll affréilum og fráðleih urn hesta og hestamennshu. Með því að gerasl áshnfandi að EIÐFAXA fylgisl þú besl með því hvað er að gerasl í hinum lifandi ogfjölbreytilega lieimi heslamennshunnar hvetju sinni. Eldri árgangar fáanlegie Æ ■ EIÐFAXI ■ TÍMARIT HESTAMANNA Ármúla 38-108 Reykjavík Sími: 91 - 685316

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.