Feykir


Feykir - 16.03.1994, Page 8

Feykir - 16.03.1994, Page 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 16. mars 1994,11. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill LANDS BOK Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS m Landsbanki Sími Mk ís,ands JHLJI Banki allra landsmanna Fjöldi fólks var á skíðum um síðustu helgi. Nú eru bestu skíðahelgarnar framundan. Áform um nýtt skíðasvæði í Stólnum Ef að líkum lætur fara nú í hönd bestu dagar ársins til skíðaiðkunar. Það var líflegt um að lit- ast á skíðasvæði Ungmennafélagsins Tindastóls við Heiði í Gönguskörðum um helgina. Fjöldi fólks var út um allt fjalllendið og heiðina, annað- hvort að renna sér í brekkunum eða ganga á skíðum. I>etta fólk naut svo sannarlega veður- blíðunnar og þegar hlé var gert á skíðaiðkuninni beið rjúkandi kakó og vöfflur í skála skíðadefld- arinnar. Skíðafæri var mjög gott og snjór nægur, en snjó- leysið hefur oft hamlað því að lyftan við Heiði sé opin. Mikill hugur er nú í forsvarsmönnum skíða- deildar Tindastóls, sem eru að gæla við þá hugmynd að koma upp nýju skíðasvæði. Svokallaðir Lambár- botnar vestan í Tindastólnum er talið af sérfræðing- um mjög hentugt og skemmtilegt skíðasvæði. Þar em góðar og fjölbreyttar brekkur í 5-600 metra hæð, sem þýðir að snjór er þar mest allan veturinn og langt fram á vor. Það er langt síðan aó forráðamönnum skíðadeild- ar Tindastóls varð ljóst að landið vió Heiði yrði ekki skíðasvæði til framtíðar, einfaldlega vegna þess að þar er of sjaldan snjór. Þar verður því ekki sett upp ný lyfta þegar gamla lyftan hefur gengið sér til húó- ar. En það kostar mikla peninga, einhverjar milljón- ir, að koma upp skíðasvæði í Lambárbotnum. Veg- ur yrði þá lagður eftirhryggjunum við Veðramót og um fimm kílómetra leið inn í Lambárbotna. Efsti hluti vegarins þyrfti að vera á töluverði upphækkun. Vegagerð þama uppeftir yrði því nokkuð kostnaðar- söm og þá þyrfti einnig að kaupa nýja lyftu. Þetta yrði því mikið átak hjá skíðadeildinni ef af verður, en ljóst er að þar á bæ er töluverður áhugi nú að koma upp nýju skíðasvæði. PáU Ragnarsson tannlæknir og formaður Tinda- stóls endar ferðina á góðri „Þelamerkursveiflu“. Svipuð útkoma hjá KS milli ára: Tuttugu milljóna hagnaður í fyrra Kaupfélag Skagfirðinga var á síðasta ári rekið með 20 millj- óna króna hagnaði fyrir skatta, sem er mjög áþekk út- koma og árið á undan. Endan- iegir reikningar munu liggja fyrir innan skamms, en ljóst er að tap verður á dótturfyrir- tæki KS, Fiskiðjunni, sem væntanlega mun eyða þessum hagnaði og gott betur, þannig að í heild verði einhver halii á samtæðunni. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra í blaðinu Degi fyrir helgina. Þar segir kaupfélagsstjóri að tekjur félagsins hafi lækkað um 7% milli ára, sem stafi af breytingum á verði landbúnaðarvara. Að þeim áhrifum slepptum hafi tekjuaukning félagsins orðið 4% á síðasta ári. Aukning varð bæði á vöru- og þjónustusölu. Eigió fé KS er nú um 1050 milljónir, og eiginfjárhlutfallið 50%. Skuldir eru mikið til ó- breyttar og veltufjárhlutfall 1,8. Aðalástæður fyrir tapi í sjávarút- vegi á síðasta ári, segir Þórólfur gengistap vegna gengisfellingar í júní. Menn séu samt ekki óá- nægðir með reksturinn í sjávarút- veginum. Unnið hafi verið meira magn á síðasta ári en nokkru sinni áður, tæp 10 þúsund tonn af bolfiski. Riða staðfest á enn einum bænum í Vatnsdalnum Nýlega var staðfest riða á bæn- um Bjamastöðum í Sveinstaða- hreppi í Austur-Húnavatns- sýslu. Þar verður 235 kinda hjörð fargað vegna riðunnar og er það önnur hjörðin sem farg- að er á skömmum tíma í A.- Hún. Skammt er síðan skorið var niður á Skriðulandi í Engi- hlíðarhreppi. Ellert Pálmason bóndi á Bjamastöóum sagði þetta í fyrsta sinn sem riða hefði fúndist í hjörð sinni. Riða hefúr verið að koma upp annað slagið í Sveinsstaða- hreppnum og Vatnsdalnum, en hennar hefði ekki orðið vart í ná- grenni Bjamastaða á síðustu árum. Einungis fjárbú er á Bjamastöðum og tjónið því til- finnanlegt. Ellert sagði bætumar sem greiddar væm nægðu engan veginn til að bæta tjónið, ekki einu sinni þótt hann fengi fóðrun- ina að hluta bætta, þá bætti það ekki fóðurkostnaðinn að fúllu. Þrjú lömb finnast í Mælifellshnjúk Þrjár kindur fundust í stöllunum norðan í Mælifellshnjúk um síðustu helgi. Reyndust þarna vera þrjú lömb frá liðnu vori, tvö frá Korná og eitt frá Sölvanesi. Frekar óvenjulegt er að kindur finnist þegar svo langt er Iiðið á vetur. Það var Indriði bóndi á Hvíteyrum sem varð kindanna var. Hjálmar á Komá sagði að lömbin litu ljómandi vel út og greinilegt væri að þau hefðu ver- ið á einhverjum grösugum stað í vetur. „Blotum sem valda harðfenni og jarðbönnum verður síður vart til fjalla og það er greinilegt að þessi lömb hafa ekki liðið skort“, sagði Hjálmar. Oddvitinn Gott lag er aldrei of oft samið. Gæðaframköllun BÓKABÚÐ BHXUJCARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.