Feykir


Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 3
12/1994 FEYKIR3 Lopinn teygður Næsta blað Feykis kemur út 6. apríl Skagfirðingabúð Tekið á hringjunum í íþróttakennslunni hjá grunnskólanum. Leikflokkur Leikfélagsins á Hofsósi hefur undanfarið æft gamanleikinn Rjúkandi ráð eftir Pir og Man undir leikstjórn Sólveigar Traustadóttur. Nú er að komið að frumsýningu og verður hún í félagsheimilinu Höfðaborg nk. Iaugardag. viku og einnig í fyrstu viku febr- úarmánaðar, en þá var keppt í handbolta, frjálsum íþróttum og knattspymu yfir sömu helgina. Komur iðkenda i íþróttahúsið voru orðnar um síðustu áramót, um 50 þúsund talsins. Af einstökum árangri íþrótta- fólks af Norðurlandi vestra á glímumótunum, má nefna að Gréta Björg Lárusdóttir Grunn- skóla Blönduóss varð í 3.-4. sæti í keppni 7. bekkinga, og Kristín Lárusdóttir varð 2. i keppni 8. bekkinga. í Landsflokkaglímunni varð Kristján Ómar Másson Þrym í 2. sæti í hnokkaflokki 10-11 ára, og Oddbjöm Magnússon Þrym varð í 2. sæti í undir 68 kg. flokki fullorðinna. íþróttahúsið á Blönduósi skapar aukið líf í bænum Starfsemi íþróttahússins á Blönduósi hefnr hleypt miklu lífi í bæinn á því rúma ári sem liðið er frá því húsið var tekið í notkun. Um síðustu helgi var mikið um að vera í íþrótthús- inu. A laugardag voru þar sam- ankomnir rúmlega 110 grunn- skólanemar hvaðanæva af landinu og reyndu þeir með sér í glímu. Aftur var síðan glímt á sunnudeginum en þá fór fram á Blönduósi Landsflokkaglíma Islands. Keppendur voru um 80 talsins. Að sögn Guómundar Haralds- sonar forstöðumanns íþróttahúss- ins er nýting mjög góð á húsinu og íþróttasalurinn í notkun allan daginn og langt fram á kvöld. Skólinn hefur afhot af húsinu fyrrihluta dags, en síðdegin og kvöldin, ásamt helgum, em nýtt af Ungmennafélaginu Hvöt og ein- staklingum og hópum í bænum. Boltaíþróttimar em vinsælar og virðist handboltinn ætla að hafa þar vinninginn hvað vetraríþróttir varóar, og í vetur hefur Hvöt sent lið í 3. og 4. flokki karla og 2. flokki kvenna til keppni á íslands- mótinu. Þá em vinsældir badmint- oníþróttarinnar talsverðar. Að sögn Guðmundar er iðk- endafjöldi í húsinu í viku hverri yfir þúsund manns, að meðtöldum tímum hjá gmnnskólanum. Þegar mikið er um að vera um helgar fer iókendafjöldinn upp í 1500 manns yfir vikuna. Það gerðist í síðustu Um miðjan dag í dag varö mér undirrituðum lidð í útsenda lúndar- gjörð bæjarstjómar Sauðárkróks frá 15. þessa mánaóar. Þar má sjá aö fimmtudaginn 3. þessa mánað- ar kom bæjarráó saman til fúndar. Fjórði liður fundarins. Lagðir fram undirskriftalistar um að komið verói upp umfeiöarljósum á gatna- mótum Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar. Bæjarráð vísarerindinu til umferð- amefhdaf1. Vegna þessa vil ég leggja orð í umræðuna. Ég hef alfarið verió því mótfallinn að ein af mestu umferð- argötum bæjarins skeri í sundur skólamannvirkin. Það er öllum til skammar er hlut að eiga að slík umfeiöargata sem Sæmundaitilíð- in er skuli liggja á milli Gagn- ffæðaskólans, íþróttahússins og heimavistarinnar annars vegar og verknámshúss Fjölbrautaskólans hinsvegar. Ekki mun ástandið batna eftir að bóknámshús Fjöl- brautaskólans verður fúllbyggt og tekið í notkun. Allt þetta mál er klúður sem og mörg önnur álíka mál hér í bæ. Má þar til neíha ýmis gatnamót, götu- lagnir, sumar hraðahindranir og hönnun og staðsetning einstakra bygginga. Því mióur viiöist mér að skammsýni hafi oft ráðið og ráði. Mætti ætla að þekkingu og skipu- lag hafi vantað á skipulagið og skipulagsleysið í vissum tilvikum. Ég tel að umferðarljós eigi eng- an rétt á sér á umræddum gatna- mótum ffekar en gatan á milli skólabygginganna. Slysahættan minnkar ekkert með tilkomu um- ferðarljósa, þvert á móti. Umferð- arljós leysa að vísu ákveðinn vanda varðandi þunga umferð en jafh- framt auka þau á slysahættu og valda stærri slysum vegna aukins hraða. Umferðarljós eiga því ekki rétt á sér nema ákveóinn umferðar- þungi sé til staðar. A umræddum gatnamótum er umferóarþungi þessi ekki til staðar nema í mesta lagi tvisvar á dag, í hádeginu á virkum dögum, 5 til 10 mínútur í hvort skipti. Ráðamenn Sauðárkróksbæjar! Þið ættuð nú að sýna af ykkur röggsemi og leysa umferðarmálin við Gagnffæðaskólann, íþróttahús- ið og Fjölbrautaskólann í eitt skipt- ið fyrir öll. Þessi mál verða ekki leyst ef einu klúðrinu á að bæta við enn. Eða á að bíða með aðgerðir þar til lífi og limum einhvers nem- anda hefúr verið fómað? I framhaldi af þessu vil ég koma inn á annað mál sem skiptir okkur öll. Rætt hefur verið um að koma á hér í bæ sólarhringsvakt lögreglu. Það er að mínu mati óraunhæft miðað við ríkjandi ástand í málefiium lögæslunnarog ástæðulaus umræða af hendi bæj- aryfirvalda að fara fram á slíkt. Undanfarin ár hefúr verið þrengt meira að löggæslunni en æskilegt er og það árlega. Nú skal enn að þrengt samkvæmt síðustu fféttum. Samt er rætt um að koma hér á sól- arhringsvakt, að mér skilst með óbreyttum fjölda lögreglumanna og sama fjármagni og verið hefúr. Lögreglumönnum hefúr verið gert nægilega erfitt fyrir við störf sín þó lopinn verði ekki cnn teygður og löggæslan gerð með öllu óstarf- hæf. Hver er tilgangurinn meó slíku? Hvað hugsa ráðamenn? Þeir ættu að leggjast á eitt og efla þá lög- gæslu sem er nú þegar til staðar. Núverandi vakttími er nægilega langur að mínu mati. Það vantar þriðja manninn á þá vakt sem fyr- ir er. Útköll eftir að vakt er lokið gæti ég trúnað að hefðu veriö aó meðaltali rúmlega eitt á mánuði á sl. ári. Skyldi þurfa sólarhringsvakt lögreglu til að sinna slíku? Sauðáikróki 18. mars 1994 Guðm. Óli Pálsson. Opið til klukkan 20,00 miðvikudaginn 30. mars

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.