Feykir


Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 12/1994 „Það hefur aldrei hvarflað að mér að flytja frá Skagaströnd" Segir Björgvin Brynjólfsson fyrrverandi sparisjóðs- og hreppsstjóri „Eg fékk snemma mikinn áhuga fyrir pólitík. Eg var 11 ára þegar sumar- kosningamar voru 1934. Ennþá man ég megininnihaldið í ræðum fram- bjóðendanna og þeir sem voru í framboói em mér enn í fersku minni. Þá var mjög mikið líf í pólitíkinni og þetta grópaóist í mann. Stéttabarátta var töluveró og miklu meira bil milli flokka og manna en nú er. Framboðs- fundurinn á Króknum var ákaflega líflegur. Auk bæjarbúa kom fólkið umvörpum úr sveitunum og hvatti sína menn. Þetta vom gífurlega spenn- andi kosningar og andrúmsloítið þmngiö þegar atkvæöin vom talin í Bif- röst, en þangaó lét ég mig að sjálfsögðu ekki vanta. Það stóð svo glöggt aó þeir vom tveir jafnir með 911 atkvæði, Sigfús Jónsson kaupfélags- stjóri, sem áður hafói verió prestur á Mælifelli, og Jón Sigurösson alþing- ismaóur á Reynisstaó. Það þurfti aó draga um þaö hvor þeirra fengi þing- sætið og mig minnir aó Sveinn Guómundsson, sem þá var stráklingur eins og ég, hafi verió fenginn til aó draga. Þaó bmtust út mikil fagnaóar- læti hjá framsóknarmönnum þegar Sigfúsi var degió sætið, en sjálfstæð- ismenn og fylgismenn Jóns vom heldur daufír í dálkinn. Magnús Guö- mundsson sýslumaður og alþingismaður sjálfstæðismanna, sem verið hafói ráóherra, var kjörinn fyrsti þingmaóur Skagfirðinga á 934 atkvæó- um. Þá var Skagafjöróur tvímenningskjördæmi. Steingrímur Steinþórs- son var þama líka meðal frambjóðenda, en hann fékk ekki eins mörg at- kvæöi og þessir þrír, 898 atkvæói“, segir Björgvin Brynjólfsson fyrrver- andi sparisjóósstjóri og hreppstjóri á Skagaströnd. Björgvin lét af starfi sparisjóðsstjóra þegar Landsbankinn yfirtók starfsemi sparisjóðsins 1982. Hreppsstjórastöðuna lét hann af hendi fyrir aldurssakir í lok síðasta árs. „Þetta var nú svo sem ekki mikið starf að vera hreppsstjóri. Það má segja að aðal- starfið hafi verió viö lögskráingu skips- áhafna. Það tillieyrði hreppstjórastarfinu og hér er þónokkurt útgerðarpláss, þannig að þær vora nokkrar skipshafnimar sem þurfti að lögskrá yfir árið“. Þú munt vera fæddur og uppalinn á Sauðá scm bærinn dregur nafn sitt af, en hefur búið lengst þinnar ævi hér á Skaga- strönd. Líturðu á þig sem Skagstrending? ,Já hér hef ég verið tvo þriðju ævi minnítr og hef því öðlast mjög sterk tcngsl við Skagaströnd. Ég held þó að þegar vel sé aö gáð sé mikill Skagfirðingur í mér. Ég var orðinn fullmótaður maður þegar ég flutti hingað vestur og held ég hafi þá ver- ið búinn að öólast þá félagshyggju sem mörgum Skagfirðingum er í blóð borin. Ég fékk mjög gott uppeldi og lifði skemmtilegan tíma á Króknum. Það var t.d. ákaflega spennandi þegar fyrsti bíllinn kom þangað. Ami Daníelsson verslunar- maður átti liann. Það var stór stund þegar ég fékk að sitja í bílnum frá Kirkjutorginu og upp að Sauðá til afa og ömmu, þar sem ég ólst upp. Þetta era svona einn og hálfúr kílómeter og þriggja ára strákpatta fannst þetta heilmikið ferðalag. Byrjaði 10 ára í vegavinnu Ég gekk síðan í bamaskóla, en lengra var námiö ekki. Bæði efni og ástæður þóttu ekki henta til langskólanáms. Ég hef lesið þónokkuð og reynt að bæta við þekkinguna á þann hátt og með vinnu. Minnimáttar- kennd hef ég aldrei haft gagnvart mennta- mönnum eða liðið þjáningar vegna lítillar skólamenntunar. Skóla lífsins hef ég reynt að tilcinka mér eftir bestu getu“. Byrjaðir þú snemma að vinna? “Já, 10 ára byrjaði ég að teyma hesta í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen. Ég var flest sumur í vegavinnunni allt þar til ég fór rúmlega tvítugur vestur á Skagaströnd, haustió 1944, réði mig þá á handfærabát. A þessum tíma var nýsköpunarstjómin að taka við völdum. Hún ætlaði sér mikla hluti í atvinnuuppbyggingu í landinu. Valdir voru úr nokkrir staðir þar sem gera átti sér- stakt átak í atvinnumálum. Skagaströnd var einn þeirra staða er urðu fyrir valinu. Þar var hugmyndin að skapa stórt samfélag og byggja á síldargróðanum. Ég þóttist sjá að Skagaströnd ætti góóa tíma í vændum og þó hlutimir hafi gengið misjafnlega álít ég að þetta sé góður staður og það hefur aldrei hvarflað að mér að flytja burtu héðan, alveg síðan ég kom hingað nokkram mánuðum eftir stoíhun lýðveldisins. Það var mikið að gera á Skagaströnd á næstu áram. Síldarverksmiðjan var í bygg- ingu og höfnin stækkuð og endurbætt. Eg vann við báðar þessar ffamkvæmdir, en sami verktakinn var með bæði þessi verk og flutti mannskap á milli eftir þörfum. Aðalstarfið snúist um sparisjóðsmálin og bóksölu Þessar framkvæmdir tóku tvö ár, 1945- ’46. Þegar þær vora búnar fór ég að starfa í frystihúsinu Hólanesi. Var tækjamaður þar í 11 ár. Um þetta leyti var stofnaður hér sparisjóður. Ég var einn af stofnendunum og vann við afgreiðslu í sjóðnum með verkamannavinnu fyrstu tvö árin sem sjóð- urinn starfaði, en síóan þróaðist þetta upp í fullt starf sem ég gegndi alveg þar til Landsbankinn yfirtók sparisjóðinn. Skömmu áður en ég byrjaði í Spari- sjóðnum, setti ég á fót bókabúð héma á Skagaströnd. Þetta byrjaði smátt og jókst síðan smásaman. Það má segja að ég hafi byrjað neðan frá, öfugt viö það sem þckk- ist víða í dag, þar sem að menn byrja með fallegar áætlanir og miklar lántökur. Segja má að starf mitt lengst af hafi snúist um sparisjóósmálin og bóksölu”. Pólitíska litrófið óskýrt Þú lést þig félagsmál talsvert varóa? ,Já ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fé- lags- og stjómmálum. Fyrstu 20 árin héma starfaði ég mikið að verkalýðsmálum. I hreppsnefnd var ég í 12 ár og fulltrúi í sýslunefnd í átta ár. Annars fannst mér óheppilegt að ég væri mikið að skipta mér af pólitíkinni vegna þeirra fésýslustarfa sem ég sinnti. Ég held það sé ekki heppilegt að þetta tvennt fari saman. Þegar Sparisjóður- inn fór að eflast verulega um 1970, dró ég mig heldur til baka í pólitíkinni. Þegar ég kom hingað var pólitíska litróf- ið í hreppsmálunum frekar óskýrt. Þá vora boónir fram tveir blandaðir listar og ómögu- legt að sjá þar pólistíkar línur. Þegar kom fram á fimmta áratuginn fóra flokkamir að bjóða fram pólitíska lista. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið stærsti flokkurinn héma gegnum tíðina, en við Alþýðuflokksmcnn höfum átt einn mann í hreppsnefnd, nema í fyrsta skipti sem við buóum fram, 1954, þá vantaði tvö atkvæði upp á að fá mann kjör- inn“. Einhverjir sem þér finnst hafa sett svip sitt á sannfélagið hér öðram fremur? , ,Þorfinnur Bjamason var oddviti héma í mörg ár. Þá var enginn formlegur meiri- hluti í hreppsnefndinni og skemmtilegt að því leyti að hægara var að spila á kerfið eft- ir hentugleikum. Þorfinnur var vinnusamur og laginn stjómandi, þó mér fyndist hann stundum þröngsýnn og seinn á ferðinni. Guðmundur Lárasson var hér mikill fram- kvæmda- og athafnamaður og bryddaði upp á ýmsum nýjungum. Hann kom hér á fót skipasmiðastöð og rækjuvinnslu. Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings hefúr verið hér þarfúr borg- ari um tíðina og fengið hingað marga dug- lega menn. Láras Ægir Guðmundsson, sem var hér sveitarstjóri um hríó og síðar framkvæmdastjóri í Hólanesi, er hæfur maður og duglegur, en hefur átt við ramm- an reip aó draga seinni árin. Það er ekki gott aó halda uppi atvinnu þegar kvótann og hráefnið vantar. Þá höíúm við átt hér marga duglega sjómenn sem eiga drjúgan hlut að þeirri velgengni sem sveitarfélagið og íbú- ar þess nutu um nokkurt skeið. Þegar ég kom hingað vora íbúamir 300. Ibúatalan hefur undanfarin ár verið hátt í 700, en reyndar staðið í stað í nokkum tíma. Fólks- fjölgunin á þessu tímabili held ég þó að sé svipuð og þjóðinni hefur fjölgað“. Verður ekki aftur snúið En það hefur komið svolítill afturkipp- ur í atvinnulífið. Hver er ástæða þess að þínu mati? „Upphafið má líklega rekja alveg aftur til þessa að hér vora á sínum tíma byggð tvö frystihús. Kaupfélag Skagstrendinga byggði hér nýtt frystihús 1936 og síðan Hólanes upp úr 1940. Það var náttúrlega ákaflega heimskulegt að hugsa sér að hér gætu verið tvö frystihús á ekki stærri stað. Rendin varð líka sú að þessi tvö hús höfðu ekki nægt hráefni og rekstur þeirra var erf- iður. Hólanes yfirtók síðan kaupfélagshús- ið við sameiningu kaupfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu í lok sjöunda áratugsins. Stofnun Skagstrendings um svipað leyti varð lyftistöng fyrir atvinnulífið, en síðan hefur það verið að gerast að vinnslan hef- ur færst í auknum mæli út á sjó. Og þegar gamli Amar var látinn fara fyrir nýja togar- ann var náttúrlega grandvellinum kippt undan fiskvinnslu í Hólanesi. Við verðum að viðurkenna að ekki verður aftur snúið. A næstu áram og áratugum verðum við Is- lendingar að huga meira að fullvinnslu sjávarafurða. Þaö tekur tíma að þróa þau mál en ég held að það verði samt framtíð- in“, sagði Björgvin Brynjólfsson aó end- ingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.