Feykir


Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 5
12/1994 FEYKIR5 Með gleraugu hann gekk á skíðum Tími annáls- og fréttaritara að baki við aukinn þéttleika nets fréttastofa Svona er ísland í dag! Þessi setning Iýsir því ágætlega hvernig fréttaþjónustan er orð- in. Net fréttastofanna er orðið það þétt og öflugt, að nánast er greint frá atburðunum um leið og þeir gerast. Mikil hafa um- skiptin orðin á tiltölulega skömmum tíma. Tíð annálsrit- aranna er liðin og það heyrir nánast til undantekninga nú- orðið að sjá í dag- eða vikublöð- unum pistla frá fréttariturum, skrifaða í annálsstfl, þar sem farið er yfir það sem á daga hef- ur drifið í viðkomandi byggðar- lagi og nágrenni, jafiivel alveg frá haustdögum og fram á góu. Það er ekki langt síðan að svona pistlar voru býsna algengir í blöðunum. Þeir voru nokkrir fréttaritamir sem urðu nánast góðkunningjar lesenda blaðanna. Þessir pistlar voru skrifaðiraf næmleik miklum og bám vott um umhyggju fyrir fólkinu, skepnunum og nánast öllu lífi sem bærðist á vorri storð. Sumir þessara „annálsritara" urðu landsfrægir. Eg býst við að Bjöm í Bæ, fréttaritari Morgunblaðsins í austanverðum Skagafirói hafi verið með þeim þekktari. Bjöm hélt dagbók og skrifaði þar það helsta sem borið hafói við um daginn. Stutt veðurlýsing var fastur liður í þessum nokkm lín- um sem hann gerði sér far um að skrifa í dagbókina við lok hvers dags. Atvinnulíf og heilsu- far helstu tíðindi Pistlar Bjöm sem birstust í Mogganum vom gjaman á svip- uðum nótum. Þeir fjölluðu um at- vinnulífið, landbúnaðinn, sjávar- útveginn og verslunina, tíðarfarið og hcilsufarió. Um síðasmefnda þáttinn vom hæg heimatökin hjá Bimi, þegar sonur hans Valgarð var héraðslæknir á Hofsósi. Yfirleitt vom fyrirsagnir með þessum pistlum samkvæmt hefð- bundum hætti. Síöla vetrar 1962 kom hinsvegar pistill með svolít- ið óvenjulegri fyrirsögn frá Bimi. Þar var hann að segja frá læknis- vitjun Valgarðs sonar síns í Fljót- in. Það var snjóþungt í Fljótunum þennan veturog Valgarð, sem fór í læknisvitjanir reglulega um þjónusmsvæði sitt, varð að gjöra svo vel að taka fram skíóin og ganga milli bæja í Fljótum til að vitja sjúklinga sinna. Þótti þetta hreystilega af sér vikió af læknin- um og greindi Bjöm frá þessu í pisli sínum. Hann greindi frá því að það hefði verið lækninum til baga á göngunni, að móða hefði sest á gleraugu hans, því engar hefðu „vinnukonumar" verið, en svo vom þurrkur á bílrúðum gjaman kallaðar. Óvenjuleg fyrirsögn Sjálfsagt hefur þessi lýsing Bjöms verið kveikjan að fyrir- sögninni, ásamt því að einni öld áður var misskilinn snillingur, Sólon Islandus, einn á ferö á svipuðum slóðum. Fyrirsögnin van MEÐ GLERAUGU HANN GEKK Á SKÍÐUM. Vakh þessi fyrirsögn athygli, enda svolítió ó- venjuleg miðað við það sem gerð- ist í „uppslætti" frétta á þessum tíma. Sá sem þennan pistil ritar er náttúrlega ekki eldri en svo að hann man ekki eftir þessari frétt í Mogga, enda var það blað ekki keypt á æskuheimili hans í Fljót- um. Þar var Tíminn hinsvegar keyptur á flestum bæjum, enda heimahérað Ola Jó og Hermanns á Mói, sem vom af guði sendir sveitinni, eins og margir meintu og trúóu. Pistilritari man hinsvegar ekki betur, en sjálfur hafi hann einmitt verið svo ljónheppinn í eina skipt- ið sem hann þurfti á aðhlynningu læknis að halda, að þá hafi einmitt hitt svo vel á að Valgarð var staddur á næsta bæ, og komið gangandi á skíðum fram dalinn. Þannig að líklega hefur þaö verið í þessari sömu ferð sem hann ffarn dalinn, „með gleraugu gekk á skíðum". íþrótt úr Strákabók Ástæðan fyrir því að ég þurfti á líknarhöndum Valgarðs að halda, má rekja til Strákabókanna svokölluðu, sem Gestur Hansson skrifaði og vom geysivinsælar um árabil. Við strákamir á Hóli vom mikið fyrir íþróttir og voram eins og aðrir strákar, til í að prófa allt. Ein Strákabókanna greindi frá því er kumpánamir, Orri glæpur og hinir villimennimir í sögunni, vom að reyna með sér í íþrótt sem kallast hanaslagur. Hún felst í því að þátttakendur standa andspænis hvomm öðmm á öðmm fæti með handleggi krosslagða. Síðan er ráðist til atlögu og sá vinnur sem kemur hinum úr jafnvægi. Þátt- taka mín í þessari íþrótt endaði jafn skyndilega og hún hófst. Eldhúsið var kjörinn leikvang- ur, meðan mamma brá sér með þvott á snúmna. Strákamir skynj- uðu ekki neina hættu í eldhúsinu. Það var þá helst heit eldavélin sem einhver hætta gat stafað af. Blátt bann lagt við hanaslagnum Þá hófst hanaslagurinn. Viður- eignin var fremur stutt og henni lyktaði með því að undirritaður rak annan hælinn, ekki í eldavél- ina, heldur í endann á sléttri jám- plötu sem sniðin hafi verió sem einangmn bak við vélina. Smá- brún á henni hafi staðið fram yfir skápbrúnina og í lítinn hæl gerði hún býsna djúpan skurð, sem fossblæddi úr. Svo heppilega vildi til að Val- garó var staddur á næsta bæ í vitj- un, Sigríóarstöóum. Hann kom von bráðar og rimpaói saman hælinn. Það var dálítið vont og þetta slys kostaði rúmlegu í eina viku. Á þeim tíma var hægt að lesa nokkrar Strákabækur til vió- Bjöm Jónsson fréttaritari Morg- unblaðsins í austanverðum Skagafirði var með kunnustu fréttariturum á landinu. bótar. En eftir þetta var alveg blátt bann lagt viö hanaslag í eldhús- inu. Og enn ber hællinn merki þessarar íþróttaiókunar, ör eftir honum endilöngum. Keldur í Sléttuhlíð. Við þennan bæ hefur Sölvi Helgason, Sólon Islandus, gjarnan verið kenndur. Fermingargjöf sem leggur grunn að framtíðinni Pálmi Pór Másson og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. Stjörnubókin er einhver vcenlegasta ávöxtunarleiðin í dag og er því tilvalin bœði sem fermingargjöf og fyrir fermingarpeningana. ------o--------- Verðtrygging og háir raunvextir. 't' Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. 'f' Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir 'f' Stjörnubókinni fylgir lántökuréttur til til útborgunar eftir það. húsnæðiskaupa. Lánsupphæðin er að hámarki 2,5 i .. , , , v mill'ónir til allt að 10 ára. 'f' Hver innborgun bundin í 30 manuoi. Pftir hiA i»r hiín nlltaf lmic til iithnrounnr tf nauðsyn ber til gctur reikningseigandi sóit um heimildiil Cltir pao er nun UlllUI laus lll UlDOrgUnar. úuektar á bundínní tjárhæö gegn innlausnargjaldi. Y STJÖRNUBOH ($) BIJNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.