Feykir


Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 8
23. mars 1994,12. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill GENGIB Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Í Pottþéttur klúbbur! tm Landsbanki Sími35353^ 's'ands Banki allra landsmanna Allir 34 nemendur Grunnskólans á Hólum tóku þátt í Ieiksýningunni. Grunnskólanemar á Hólum sýna „alvöru" leikrit í fullri lengd Nemendur og kennarar Grunn- skólans á Hólum í Hjaltadal hafa haft sitthvað fýrir stafhi í vetur. Hér er um frekar fá- mennan skóla að ræða, nem- endur eru 34, og hlýtur það að teljast stórvirki hjá ekki fjöl- mcnnari skóla að ráðast í að setja upp leiksýningu í fullri lengd. Allir nemendurnir tóku þátt í þeirri sýningu og kennar- ar aðstoðuðu. Leikstjórn ann- aðist skólastjórinn Sigfríður Angantýsdóttir. Leikritið var frumsýnt við góðar undirtektir á árshátíð skólans í byrjun mánaðarins og vegna góðra undirtekta þótt hæfa að hafa aukasýningu, sem var sl. fimmtudagskvöld. Sigfríður skólastjóri sagði aó fljótlega í haust hefðu komið upp- ástungur frá nemendum um að ráðast í að æfa leikrit, og helst að allir nemcndur gætu tekið þar þátt. „Við höfðum samband við Bandalag íslenskra leikfélaga og báðum aðila þar að útvega okkur leikrit. Við fengum síðan send þrjú handrit og af þeim leist okk- ur langbest á leikritið Töfrasprot- ann eftir Benóný Ægisson. Ákveð- ið var að taka það leíkrit og síðan var byrjað að æfa. Það hefur ver- ið frábært að fylgjast með krökk- unum og sjá hvað þau sýna þessu mikinn áhuga “, sagði Sigfríður. Töfrasprotinn er ævintýraleik- ur er fjallar um baráttu góðs og ills, milli mannheima og álfa og vættra frá öðrum heimi. Blaða- maður Feykis leit inn á sýninguna sl. fimmtudagskvöld og varð þar vitni að mjög metnaðarfullri sýn- ingu, þar sem allir lögðu sig greinilega mjög fram í sköpun- inni. Sjá mátti marga mjög efni- lega leikara og kæmi ekki á óvart að úr þessum hópi kæmu leikar- ar sem ættu eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Barnaskóli Sauðárkróks: Lúsfundist íþrígang í skólanum í vetur í síðustu viku þegar lúsar varð vart í þriðja sinn í vetur í Barnaskóla Sauðárkróks, var til bragðs tekið að loka skólan- um í einn dag, og var skólinn sótthreinsaður þann dag. Sömuleiðis var farið fram á að foreldrar notuðu þennan dag til að þvo og kemba hár barna sinna, og einnig þvo fatnað og rúmfatnað. Er vonast til að þessar aðgerðir dugi til að út- rýma þessum óboðna gesti í skólanum. I samtali við starfsmann heilsu- gæslu kom fram að þrátt fyrir ít- rekaðar aðgerðir liefði ekki tekist að ráða niðurlögum lúsar í skól- anum í vetur. Ekki hefði heldur tekist að rekja hvaðan hún kæmi þar sem að ekki væri um tengd til- felli að ræða. Þegar nemendur vom skoðaðir í síðustu viku fannst nit í höfði átta bama, þar af voru 2-3 ný tilfelli. Verða þessi böm skoðuð reglulega það sem eftir lifir skólaárs. „Við teljum aó um smit sé að ræða og þetta sé venjuleg höfúð- lús. Það firinst sjálfsagt mörgum skrýtið að þetta skuli kom upp eins og hreinlætið er orðið í dag, en hafa ber í huga að greiðar sam- göngur skapa að fólk er mikið á ferðinni og því meiri hætta á alls konar smiti, komi tilfelli sem svona upp. En við viljum alls ekki kalla þetta neinn faraldur“, sagði skólahjúkrunarfræðingur. Framboðsraunir? Ýmislegt bendir til að það sé ekki þrautalaust hjá uppstill- ingarnefndum stjórnmálasam- taka og fiokka hér um slóðir að koma saman listum fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Enginn framboðslisti hefúr enn verið tilkynntur, og aðeins kratar á Skagaströnd hafa viljað láta uppi um skipan efstu sæta á listanum, og það Sala hlutabréfa í Skagfirðingi gengur samkvæmt áætlun Sala hlutabréfa í útgerðarfé- laginu Skagfirðingi gengur nokkuð eftir áætlun sam- kvæmt upplýsingum Einars Svanssonar framkvæmdastjóra. Fjögur sveitarfélög í héraðinu hafa þegar ákveðið að kaupa hlutabréf í félaginu í því hluta- fjárútboði sem stendur til 15. júní nk. Vænst er svara frá fleiri sveitarfélögum á næst- unni, þar á meðal Sauðár- krókskaupsstað, en bæjar- stjórn Sauðárkróks frestaði af- greiðslu í vetur á þeirri for- sendu að æskilegra væri að sjá fyrst þátttöku annarra sveitar- félaga í héraðinu í útgerðarfé- laginu. Hofshreppur hefur ákveðið að kaupa hlutafé fyrir eina millj- ón, en hreppurinn hefur mikilla hagsmuna aö gæta, þar sem frystihúsið, langstærsti vinnu- veitandinn á staðnum, er rekið af Fiskiðjunni/Skagfirðingi. Við- víkurhreppur ætlar að kaupa hlutafé fyrir 400 þúsund, Rípur- hreppur fyrir 200 þúsund og Staðarhreppur fyrir 100 þúsund. Stjómendur Skagfirðings fund- uöu með sveitarstjómarmönnum frá Seylu-, Akra- og Lýtings- staðahreppi í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fundað með Skarðshreppingum. Sameining Skagfirðings og Skjaldar gekk í gegn um síðustu áramót og var Skagfirðingur þar með gerður að almenningshluta- félagi. Nokkuð var um að ein- staklingar keyptu hlutabréf í fé- laginu fyrir áramótin og nýttu sér þar með möguleika á skattaaf- slætti. Samkvæmt upplýsingum Einars Svanssonar er stefnt að skráningu hlutabréfa Skagfirð- ings á almennum hlutabréfa- markaði innan tveggja ára. aðeins tveggja efstu sætanna. Feykir hefúr þó hlerað að á Sauðárkróki verði í tveim efetu sætum framsóknarmanna þau sömu og við síðustu kosningar, Stefán Logi Haraldsson og Her- dís Sæmundardóttir. Menn eru sammála um að framboðsmálin séu óvenju seint á ferðinni núna. Það hefúr t.d. mjög lítið heyrst um uppstillingar framboðanna á Blönduósi. Á Króknum eru gámngamir famir að tala um að líklega verði um óhlutbundnar kosningar að ræða í vor. Það verði einungis í Skarðs- hreppi sem listaframboð komi ffam, eins og vanalega. Oddvitinn Hvað sagði karlinn? Kosn- ingar eiga ekki að vera pólitískar, en niður með- Gæðaframköllun BÖKABÚÐ BKYlvlcIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.