Feykir


Feykir - 06.04.1994, Side 1

Feykir - 06.04.1994, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Ályktun fundar um raforkudreifingarmál: Héraðsnefnd kanni áfram möguleika á yfirtöku Rarik Á fundi veitustjórnar Sauðár- króks og fulltrúa frá sveitarfé- lögum í Skagafirði varðandi raf- orkudreifingarmál í héraðinu, kom fram eindreginn vilji til að áfram yrði kannaður sá mögu- leiki að stofriuð yrði héraðsveita með yfirtöku reksturs Rarik í Skagafirði í huga. Beindu fund- armenn áskorun til héraðs- nefndar að hún ynni áfram að málinu. Fundur þessi um raf- orkumálin var haldinn skömmu fyrir páska. Siguröur Ágústsson fram- kvæmdastjóri Raivcitu Sauðár- króks viðraði þá skoðun sína að raforkudreifing og raforkusala á hverjum stað ætti að vera í hönd- um heimamanna, og benti í því sambandi á svæðisveitur í cigu nkis og sveitar. Taldi Sigurður að yíirtaka á rckstri og eignum Rariks í Skagafirði yrði atvinnuskapandi fyrir heimamenn, cn sér sýndist að mcó óbreyttu ástandi stefndi í fækkun starfa. Kynnti Sigurður til- lögu frá Samb. ísl. svcitarfélaga til Iðnaðarráðuneytis unt að Rarik verði leyst upp og stofnaóar svæð- isveitur. Fulltrúar sveitahreppanna tóku jákvætt í að áfram verði unnið í þessum málum og þá gengió úr skugga urn óvissuþætti eins og um kostnað vegna óveðurstjóna o.fl. Þá væri að sjálfsögðu mikilvægt í þessu sambandi að ckki yrði unt hækkanir á raforkuveröi að ræða og þjónustan skertist ekki frá því sem nú er. Málið kom til untræðu á fundi bæjarstjómar Sauðárkróks í gær. Þar var m.a. samþykkt tillaga Onnu Kristínar Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa G-listans, þess efnis, að kontið verði á fundi forráða- rnanna Rariks og svcitarstjóm- armanna í Skagafirði unt raforku- dreifingarmál í héraðinu. Bærinn kaupir listaverk fyrir tvær milljónir Á fundi bæjarstjórnar Sauð- árkróks í gær var samþykkt að kaupa myndaröð Jóhann- esar Geirs Jónssonar listmál- ara úr Sturlungasögu fyrir tvær milljónir króna. Bærinn fékk til þessara kaupa styrk- veitingu frá Listskreytingar- sjóði Islands að upphæð eina milljón króna. Ætlunin er að verkunum verði komið fyrir í skólum bæjarins. Jóhannes Geir er Sauðkrækingur að ætt og uppruna, sonur Jóns Þ. Bjönissonar fyrrum skólastjóra. Þessi listaverkakaup hafa staðið til í nokkum tíma. Meiri- hluti bæjarstjómar og skólanefndar telur hér um einstæð myndverk að ræða sem muni sóma sér vel í skólum bæjarins. Einn nefndarmanna í skólanefhd gmnnskóla hefur gagnrýnt kaupin og talið þessum fjámiunum betur varið á annan hátt fyrir skólann. Gagnrýnistónn var í ntáli ntinni- hlutans á fundinum í gær. Fram- sóknarmenn tölu að eðlilegra hefði verið að leita til listamanna í bænum með skreytingar í skólunum. Fulltrúi G-listans taldi að þess bæri að vænta að á næstu ámm yrði betur stutt við skólana við kaup á gmnntækjum en hingað til. Frá æfhgu á Karlinum í kassanum, sem Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nk. sunnudag. Sæluvikustykkið lofar góðu Leikfélag Sauðárkróks frum- sýnir nk. sunnudag gamanleik- inn Karlinn í kassanum eftir þá Arnold og Bach. Leikritið er í þrem þáttum, sá fyrsti gerist í Reykjavík, en tveir honir síðari „heima í Krummavík“. I ein- stökum atriðum eru nefndir til sögunnar persónur úr bæjarlíf- inu á Króknum og nágrenni sem gerir sýninguna enn per- sónulegri og forvitnilegri fyrir vikið. Þótt leikritið sé orðið hálfrar aldar gamalt á það vissulega er- indi á fjalimar enn í dag, segir í tilkynningu frá leikfélaginu. Þrátt fyrir að fjölmargt hafi breyst em alltaf fyrir hendi sömu spuming- amar um siðgæði, blekkingar og almenn samskipti manna í mill- um. Leikstjóri hjá Leikfélagi Sauó- árkróks að þessu sinni er Jón Ormar Ormsson. Leikendur em 13 auk þess sem aóstoðarfólk er á annan tug. Eins og áður segir er fmmsýning við upphaf Sæluviku nk. sunnudag og leikurinn verður síðan sýndur nokkmm sinnum í Sæluvikunni. Framhaldið ræðst síðan af aðsókn, og er vonandi aó Króksarar og nágrannar veiti leik- félagsfólkinu smá umbun fyrir allt erfiðið sem það leggur á sig í viðleitni sinni til að auðga rnann- lífið í bænum. BlaðamaðurFeyk- is leit inn á æfingu eitt kvöldið og var að sjá sem stefhdi í ágæta sýn- ingu, þannig aó leikhúsgestir ættu að eiga góða skemmtun í vændum. „Óttast að vertíðin verði stutt" segir Smylli á Þorbjargarstöðum um grásleppuvertíðina „Miðað við árstíma lítur þetta ágætlega út, svo framarlega sem nienn komist til að vitja um. Þetta eru bölvaðar ógæft- ir og ég hef ekki einu sinni komist til að fara yfir fyrstu lögn hjá mér. En þetta eru svona 40-50 grásleppur í neti og mér heyrist að þetta sé svona svipað fyrir öllu Norður- landi. Sem sagt heldur betra útlit en síðasta vor, enda var þá mjög léleg vertíð“, segir Þorleifur Ingólfsson útvegs- bóndi á Þorbjargarstöðum í Skefilsstaðahreppi. Þorleifur, sem hefur ásamt Ingólfi Áka syni sínum fengió fimm tunnur á þessum tveim dagstundum sem þeir hafa kom- ist á sjó, segir að grásleppan líti mjög vel út. „Mér sýnist ástand- ið í náttúrunni og lífríkinu til sjávarins vera þannig að hún hrygni með fyrra fallinu núna. Vertíóin gæti því verið búin um miðjan maí. Því ríður á að gæft- imar lagist. Mér sýnist þetta vera mjög svipað og fyrstu vertíðina mína fyrir sjö árum. Hún byrjaði svona, en síðan var ekkert að fá nema hrygnur um 20. maí“. Verð á grásleppuhrognum er gott um þessar mundir. Rúmlega 50 þús. fást fyrir tunnuna nú, sem er heldur betra en í fyrra. —ICTch^í!! h£)|— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAXz 95-36019 Æa bílaverkstæði simi: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.