Feykir


Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 13/1994 Heilir og sælir lesendur góóir. Ekki pjentaöist rétt í síðasta þætti vísa Jóns Ama um tamningafolann. A þriöja hend- ingin að vera þannig Mín í þína síast sál. Magnús Guðmundsson bóndi á Staö- arbakka brást vel við áskoruninni hann segir svo. Dorgveiði hefúr nokkuð venð stunduð í vötnum á Tvídægru í vetur. I sambandi við hana var einnig boðið upp á heitt baó við Síkár-hveri, en þeir eru vestan í Slétta- felli. Þáer alltaf talsvert um snjósleðaferð- ir á heiðina. Vegna þessara heiðarferða urðu til eftirfarandi vísur. Hraustir kappar halda á dorg, hefja för upp dalinn. Streyma menn úr byggð og borg beint ífjallasalinn. Bíður heiðin björt og hrein, brött er leið tilfjalla. Ferðin greið þó glitti á stein gynnir veiðin alla. Enginn mun þó efa það að menn kunna að meta. Við Síkár-hveri beint í bað búast þeir sem geta. Og Magnús sendir boltann til Böóvars Sigvalda Böðvarssonar bónda á Mýrum II mcð þessari vísu. Tími er naumur þó til þess þyrfti Ijóð að slípa. Mýra-bóndinn Böðvar S, boltann nœst tnun grípa. í 159. þættinum sá Jóhannes á Laugar- bakka um pistilinn. Vegna síðustu vísu hans kemur hér eftirfarandi athugasemd frá Heiðrúnu á Litlu-Asgeirsá. Það ífjórum línum les ég leikið hafi áJóhannes. Hann þófyrir þakkar pent þarna, að komast loks á prent. Afsökunar ekki bið upp þó lyfti penna. Þetta gráa gamanið var Guðmundi að kenna. Þetta mundi vera kallað aó dreifa ábyrgðinni og lætur undirritaður sér það nokkuð vel líka. Margir hafa eflaust fylgst með þeirri hörðu dcilu sem ríkt hefur undanfarið í landbúnaðamefnd Alþingis. Mun hafa heyrst á Gísla fulltrúa krata í nefndinni á Rás 2, þar sem hann gerðist talsmaður bændastéttarinnar og taldi hana á hungur- mörkum. Ótrúlegt þykir mér að dreifbýl- isfólk taki slíkt gaspur alvarlega, þó slík- ar yfiflýsingar geti orðið yrkisefni. Það er hagyrðingurinn snjalli Kristján Stefáns- son frá Gilhaga sem yrkir svo. Oft mundi bóndans œvi kröpp að ösla í lífsins slörkum. Víst munufá þeim veitast höpp sem veslast á hungurmörkum. Hákon Aðalsteinsson hefur kannski verið með sömu kræsingar í huga er hann orti svo. Kratar gata manna mest málskrafsbullan gengur. Afgangsmannorð ekki sést í jteim flokki lengur. Þá er næst að hlusta eftir afsögn stjór- ans í borg Davíðs. Það er aldraður Kópa- vogsbúi Gunnar Eggertsson sem yrkir svo. Markiís fágœt markar spor, metinn hátt í stríði. Sigurvilja, sœmd og þor sýndi hann ogflýði. Bóndi einn hér í Húnaþingi brá sér til borgarinnar nú í vetur. Fór hann þar á dansleik og sótti nokkuð fast eftir að ná ömggu faðmlagi við dætur borgarinnar. Eftir að hafa dansað við eina stórglæsi- lega konu nokkuð lengi kvöldsins varð til eftirfarandi vísa. Okkur tveim ífjölda fans flest um tökin semur, þó ég kysi þrýstidans þegar nóttin kemur. Þar kom að dansleiknum lauk og vom þá kveikt nokkur vióbótarljós í samkomu- húsinu. Varð bónda þá litið á aðra hönd vinkonu sinnar og skreytingar á henni urðu tilefni næstu vísu. Um viðskipti vonin deyr, vanmáttar ég kenni. Gegnum húmið glitra tveir gullhringar á henni. Það mun hafa verið Karl Friðriksson sem orti svo. Oft mitt þynnir amaský og að hlynnir vonum að lifa ogflnna unun í endurminningonum. Haustið 1947 urðu miklar verðhækk- anir eins og þeir sem eldri em eflaust muna. Þá orti Gísli Ólafsson frá Eiríks- stöðum þessa vísu. Ennþá hefur hækkun skeð hart er við þann kost að una. Hvar er Eysteinn annars með áburðinn á verðbólguna. Næst þessi kunna vísa Rakelar Bessa- dóttur frá Þverá. Vetri hallar vorið senn vekur alla trausti. Blómin vallar blómgast enn blöðin falla að hausti. Og þá verður síðasta blómið í þessum þætti ákall til komandi vors. Höfundur Geir Gígja. Ó indæla vor með þittylríka Ijós þá endaður lífs míns er vetur. Þú ræður hvort arfa eða ilmandi rós með ástiið á leiðið mitt semr. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Petrea Guðmundsdóttir Víðigrund 24 Sauðárkróki f. 14.5.1902, d. 17.9.1993 Mig langar að minnast hennar Petu ömmu með nokkmm síð- búnum kveðjuorðum. Hún fædd- ist að Mælifelli í Skagafirði. For- eldrar vom Guðmundur Amason og Þóranna Friðriksdóttir. Móður sína missti amma aðeins tveggja ára gömul, eftir það var henni komið í fóstur hjá móðursystur sinni, Katrínu á Hömmm í Lýt- ingsstaðahreppi. Amma byrjaði snemma að vinna og sjá fyrir sér. Var hún vinnukona m.a. á Framnesi og Víðivöllum og víðar. Á Víðivöll- um fæddi hún móður mína og þegar mamma var eins árs fluttust þær að Holtastöðum í Langadal. Dvöldu þær þar í fimm ár. Marg- ar góðar minningar áttu þær mæðgur úr Langadalnum. Eftir það fóm þær að Efri-Mýmm í Engihlíðarhreppi til Bjama og Ragnhildar. Á Efri-Mýmm má segja að þær hafi eignast sitt heimili. Þau heiðurshjón Bjami og Ragnhildur reyndust þeim ein- staklega vel og vom mömmu sem aðrir foreldrar. Það var jafn- framt mannmargt að Mýmm og oft var amma Peta að rifja upp margt skemmtilegt frá þessum tíma. Alla tíð vann amma erfiðis- vinnu og eftir að hún flutti til Sauðárkróks vann hún hjá Fisk- iójunni, allt til 78 ára aldurs. I fiskinum vann hún við pönnu- þvott og fleira. Ekki er ég í vafa um að margir muna eftir þegar Peta gekk um bæinn og kallaði inn í húsin hjá fiskverkakonun- um: „átta í fyrramálið". Amma var létt í skapi og sá oftast spaugilegu hliðina á lilutun- um og er ég viss um að það hef- ur oft létt henni lífið. Hún kunni líka ósköpin öll af ljóðum og vís- um sem hún hafði gaman af að fara mcð. Öllum frístundum sín- um sat amma og prjónaði sokka og vettlinga og em það margir sem átt hafa sokka og vcttlinga gerðaafPetu. Við systumar þrjár vorum einu bamabömin hennar ömrnu og vom langömmubömin henni afar hjartfólgin og bar hún mikla umhyggju fyrir þeim. Ámma bjó lengst af á Krókn- um hjá Maríu ljósu, eins og hún var alltaf kölluð, en eftir að mamma og pabbi fluttu af Freyjugötunni og suður á Víði- gmnd flutti amma í litla íbúð í sömu blokk og þau, þá 80 ára að aldri. Hún var bamslega glöð yfir fyrstu og einu íbúðinni sem hún bjó í út af fyrir sig og undi sér vcl innan um blómin sín og prjónana. En er heilsan fór að gefa sig flutti hún inn til forcldra minna, þar sem hin amma mín bjó einnig og dvaldi þar til þær fóm saman upp á sjúkrahús þá orðnar mjög las- burða. Það varó stutt á milli þeirra. Hrefna amma dó í janúar en Peta amma í septcmber á liónu ári. Síðustu mánuðina hennar ömmu hugsaði hún oft til nýrra heimkynna og talaði um það hvað hún hlakkaói til að hitta mömmu sína sem hún aldrei þekkti, cn saknaði sárt. Elsku amma, nú er komin kveðjustund og við Finnur og dætumar okkar þökkum þér alla þína elsku og umhyggju alla tíð. Far þú í friði. Fríður guðs blessi þig. Hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. Jónasar- limrur á bók Komin er út hjá Hörpuútgáfúnni ný bók eftir Jónas Árnason. Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva Jónasar og vinsældir hans eru alltaf jafn miklar. Færri vita að undanfarið hefúr hann fengist við að yrkja limrur, sem nú eru komnar út á bók. Limruformið nýtur vaxandi vinsælda og mörgum mun eflaust þykja forvitnilegt að kynnast Jónasi Ámasyni á þessum vettvangi, en bókin hefur að geyma 140 limrur eftir hann. Meðal annars þessar tvær. Snillingur kominn til himnaríkis Af angri og undrun hann stundi er hann loks náði Lausnarans fundi og sá við fótskör hans sitja í dýrðarglans hana Guðrúnu gömlu frá Lundi Ráðkænska Þegar krankur hjá katólskum lá hann margan kviðskurðinn stóran og smáan undirgekkst Eddi minn uns uppgefinn læknirinn rimpaði rennilás á hann. Hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. Guðbjörg Ólafsdóttir. Neisti til Danmerkur Knattspyrnulið Neista frá Hofs- ósi hcldur áleiðis til Danmcrkur nk. föstudag í níu daga æfinga- ferð. Neistaliðið mun dveljast í Árósum við æfingar og keppni. Neisti hefur nýlega gengið frá ráðningu þjálfara. Heitir sá Kristján Kristjánsson fyrrum Ieikmaður ÍBV og Hauka. Áætlað er að Nesti leiki tvo eða þrjá leiki í ferðinni, m.a. gegn Isfán, liði Islendingafélagsins í Árósum og nágrenni, en það þjálfar Páll Brynj- arsson fyrmrn þjálfari Neista. Með Isfán leikur einnig fyimefndur Kristján. Hann mun stjóma æfing- um meðan NeisUimenn dvelja í Danmörku og taka síðan við liðinu er hann kemur til landsins um miðjan júní. Ekki er frágengið hver stjómar æfingum Neista þangað til. Það em 15 Neistamenn sem fara til Danmerkur og í hópinn bæUist síðan þrír-fjórir þcgíir til Árósa kemur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.