Feykir


Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 7
13/1994 FEYKIR7 Undir Borginni Rúnar Kristjánsson Líknarstarf krata á Skagaströnd Á Skagaströnd hafa kratar aö venju fyrstir kynnt framboð sitt til sveitarstjómar og samkvæmt her- fræðinni sem fylgt er, koma nýir menn þar til forustu. Það má með sanni segja, að síðustu 16 árin hafí verið mjög fmmlegur kafli í sögu krata á Skagaströnd. Sú var nefnilega tíðin að sléttheflaðir flokksmenn vom í framboði fyr- ir krata hér, menn sem urðu krat- ar í fmmbemsku og gengu hcils- hugar á flokksins vegum fram í andlátið. En fyrir 16 ámm eða svo varð mikil breyting á þessu áður fasta kerfi. Hugsanlega hef- ur framangreind manngerð þá verið talin svo til útdauð á Skaga- strönd. Algjör nauðsyn gerði því kröfu til þess, að hugtakið „flokksmaðui'* yrði víkkað vem- lega svo hægt yrði að bjóða fram áfram. Með þessu var ákveðinni þróun hmndið af stað. Afrek Elínar Þessi athyglisverða kerfis- breyting mun sennilega hafa leitt til þess að Elín H. Njálsdóttir fór í framboð fyrirkrata 1978 og sat á þeirra vegum í hreppsnefn í tvö kjörtímabil eða til ársins 1986. I ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur síðan í þessum mál- um, verður að telja það meirihátt- ar afrek af Elínu að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Hún gerði þó gott betur en það. Eftir fjögurra ára hvíld, fór hún aftur í slaginn og situr nú í hreppsnefnd Höfða- hrepps fyrir Sjálfstæöismenn. Fyrri reynsla hennar af sveita- stjómarmálum kemur henni því eflaust til góða. Eftir að Elín hætti í vistinni hjá krötum, var fundinn nýr fram- bjóðandi sem kom eiginlega óvænt inn á hið pólitíska svið. Þar var á ferðinni enginn annar en Axel Jóhann Hallgrímsson og sat hann næstu fjögur árin í hreppsnefnd fyrir krata. Hann hafði þó ekki úthald í tvö kjör- tímabil eins og Elín, en þess ber að gæta að pólitískur þrýstingur á kjörtíma hans var í meira lagi og því ekki nema eðlilegt að álags- hæfnin dygði skemur. Samkvæmt forriti krata var arreitnum. Þá kom nafn Þorvald- ar Skaftasonar upp á borðið. Hann var svo snarlega valinn til að gegna hlutverki óþekkta her- mannsins næstu fjögur árin. Axel hallaði sér hinsvegar að Alþýðu- bandalaginu, sem var klókt hjá honum því það bauð sjálfkrafa upp á eitt hvíldartímabil. Hann tók svo Verkalýðsfélagið upp á sína arma og hefur hafió ein- hverskonar rannsóknar blaða- mennsku á vegum þess. Axel er maður glúrinn og á vafalaust eft- ir að komast langleióina upp á einhvem hefðar tindinn. Hugsjónaríkur Allaballi En svo hugað sér að Þorvaldi Skaftsyni, þá var hann hugsjóna- ríkur alþýðubandalagsmaður hér á árum áður. Eftir það lá leið hans í framboð til alþingis fyrir Banda- lag jafnaðarmanna og síðan fór hann í framboð fyrir krata hér. Það er margt gott um Þorvald að segja, en nú í vor verður hann bú- inn að þjóna í fjögur ár og má gera svo vel að fara í hvíld. Hvar hann svo staðsetur sig í pólitík í framtíðinni er óljóst sem stendur, en ég treysti honum vel til þess að finna sér þar nýjan stað viö hæfi. Og nú er það Steindór Rúni- berg Haraldsson sem verður í framboði fyrir krata á Skaga- strönd í vor. Þar er fjölskrúðugur hæfileikamaður á ferð og nægir litrófið engan veginn til aö lýsa honum sem skyldi. Fyrir fjómm ámm var hann hægri hönd Sveins Ingólfssonar í framboði óháðra kjósenda, en virðist nú hafa sagt skilið við læriföður sinn, að minnta kosti í pólitískum skilningi. Steindóri til halds og trausts í öóm sæti er svo Þröstur Líndal, íyrrverandi lögreglumað- ur, sem var talinn manna líkleg- astur til að halda aftur af Stein- dóri, þegar hann tekur flugið, en hann er sagður hafa ríka tilhneig- ingu til að fara nokkuð hátt í hug- myndafræðilegu tilliti. Af framanskráðu má sjá, að full ástæða er fyrir því að halda fram þeim rökum, aó frambjóð- endur krata síðustu 16 árin hafi beini. Miklu frekar má ætla að þeir hafi litið á þessa þjónustu við krata hér sem einhvers konar líknarstarfsemi! Minnismerki krata Augljóst er að talsveróar líkur em á því að eftir tvö til þrjú kjör- tímabil, veröi allir hreppsneíhdar- menn annarra flokka á Skag- strönd jafnframt fyrrverandi hreppsnefndarmenn krata þar. Má því segja að kratar vinni hér ákveðið uppeldisstarf fyrir hina flokkana. Það er ákaflega virð- ingarvert, einkum með tilliti til þess að sæti krata í sveitarstjóm hefúr verið nokkuð valt, kjörfylgi þeirra ekki nógu traust og sveifl- ur varasamar. Því er gott til þess að vita, að alltaf sé til fólk sem fær útrás í því að hjálpa upp á þann aðilann sem staðið hefur veikast að vígi. Steindór mun þó að öllum líkindum eiga ömgga kosningu vegna marghæfni sinn- ar og stórsambanda í heimi vald- ins á suðurslóðum! En ef til vill kemur samt að því að andkratísk þróun mála verður ekki stöðvuð. Einn frábær öldungur í liði krata hér, sem er framsýnn í besta lagi, hefur gert sér það ljóst að ekki verður enda- laust hægt að finna óþekktan her- mann til að ganga hina pólitísku vígaslóð fyrir krata á Skaga- strönd. Því hefur hann hafió framkvæmdir miklar á húslóð sinni og reist þar minnismerki óþekkta hermannsins, en sú nafn- gift er hugsuð sem samheiti yfir frambjóðendur krata á Skaga- strönd síðustu 16 árin. Engin áletmn er komin á minnismerki þetta ennþá, enda bíður það síns tíma. Þó má ætla aó þar verði innan tíóar komið fyrir þeirri áletmn sem einna forvitnilegust verður fyrir þá sem koma til með að heimsækja Skagaströnd á tím- um komandi aldar! Skagaströnd 20. mars 1994. Rúnar Kristjánsson. Veiöileyfi! Forsala veiðileyfa í Kolku og Hjaltadalsá í Skagafirði hefst 5. apríl og stendur til 5. maí.. Einnig veróur tekió vió pöntunum vegna veiðihúss í Hjaltadal. Allar upplýsingar eru gefnar í Söluskálanum Sleitustöðum í síma 95-37474. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Akaso leðurjakki, alveg ónotaður, og Nasa sjónvarps- leikjatalva með 150 innbyggðum leikjum. fylgt getur 29 leikja spóla Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 95-24234. Til sölu bamagolfsett, Hogan, tveggja ára gamalt. Á sama staó fást gefins bamareiðhjól, BMX og Euro star. Upplýsingar í síma 35734. Miðvikudagskvöldið 30. mars sl. var aðalfundur Ungmenna- félagsins Víðis í Víðidal haldinn í Víðihlíð. Hápunktur fundar- ins var val íþróttamanns ársins og veiting viðurkenninga fyrir ástundun og góðan árangur á síðasta ári. Formaður félagsins Steinbjöm Tiyggvason og gjaldkeri Þorbjöm Ágústsson fluttu skýrslu stjómar og þar var hlaupió á því helsta sem gert var á síðasta ári. Síðan Til sölu um það bil 1000 baggar af þurrheyi. Einnig svipað magn af lausu súgþurrkuóu heyi. Upplýsingar veitir Þórarinn í síma 38247. Til sölu rússajeppi UAZ-469 b húddbíll, árgerð 1981, á 36 tommu dekkjum. Upplýsingar í síma 95-27151 eftirkl. 20,00 . Hlutir óskst! Brio eða Sims bamakerra með skermi og svuntu. Upplýsingar í síma 95-22891. Veiðileyfi Veiðileyfi í Flókadalsá fást hjá Guðbrandi í síma 35156. var komið að tilkynningu um val íþróttamanns ársins, sem að þessu sinni var Olafúr Benediktsson. Fyrir góða ástundun og árangur í frjálsum íþróttum hlutu viður- kenningar Þorsteinn OskarBene- diktsson, Bjöm Vignir Sigurðs- son, Hrafnhildur Víglundsdóttir, Vilmar Þór Víglundsson og Júlí- us Þ. Sigurbjartsson. Þá halut Guðrún Ósk Steinbjömsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í hestaíþróttum. EA. svo leitað að nýjum frambjóð- ckki verið neinir kratar í raun og anda sem hefði hliðstæða kosti Veru og allra síst frá blautu bams- og forverar hans höfðu á byrjun- Smíða eldhús-, bað- og fataskápa. Annast einnig hvers konar viðhalds- og nýsmíði. Hjörtur Ingason húsasmíðameistari Barmahlíð 6 sími 35825 Góðir áskrifendur! Vinsamlegast greióið gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hið fyrsta. Enn eru nokkrir áskrifendur sem skulda eldri áskriftir. Þeim skal bent á aó hafi þeir glatað gíróseðli geta þeir lagt upphæðina inn á reikning nr. 1660 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki, eða haft samband vió ritstjóm Feykis í síma 35757. Áhugaverð störf: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir störf við nýtt sambýli á Sauðárkróki. Þroskaþjálfar: Tvær stöður deildarþroskaþjálfa. Starfsmenn: Nokkrar stöður almennra starfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða góða reynslu af störfum fyrir fatlaða. Starfið krefst innsæis í mannleg samskipti og hæfileika til samstarfs. Umsóknareyðublöð fást á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Ártorgi 1 Sauðárkróki sími 95-35002. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. íþróttafólki í Víðidal veittar viðurkenningar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.