Feykir


Feykir - 13.04.1994, Page 1

Feykir - 13.04.1994, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Það var unnið kappsamlega á snæviþöktum knattspymuvellinum á Króknum sl. laugardag. Þar vom mætt stúdentsefhi Fjölbrautaskólans og hlóðu þau upp hverjum snjómanninum á fætur öðmm. Þegar dagur kom að kvöldi var orðið mannmargt á norðurhluta vallarins, þyrping rúmlega 100 snjó- karla og keriinga. Astæða þessa uppátækis stúdentsefha er sú að þama vom þeir að afla sér með áheit- um Qár til útskrifitarferðarinnar, sem verður farin til Algarde í Portúgal að loknum prófum í vor. Er hér um afar nýstárlega fjáröflunarleið að ræða og heppnaðist hún ágætlega að sögn nemenda. Góð aðsókn að Sæluvikunni Hrossaræktendur í kjördæminu kynna afurð sína í Noregi Góð aðsókn hefur verið að dag- skrárliðum Sæluviku, sem hófst sl. laugardag. Sýningar vom Ld. mjög vel sóttar á sunnudag. Húsfyllir var á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Karl- inum í kassanum á sunnudags- kvöld og leikendum og leik- stjóra mjög vel tekið og þeir hylltir í lok sýningar. Fjölmenni sótti sýninguna Alþýðulist í Safhahúsinu, tónleikar í tónlist- arskólanum voru vel sóttir og einnig var fjölmenni á Kirkju- kvöldi í Sauðárkrókskirkju á mánudagskvöld. I gærkveldi var Heimiskvöld í Bifröst og síðan rekur hver dag- skrárliðurinn annan. Skákþing Norðurlands hefst í Safnaðar- heimilinu á morgun (fimmtudag) og um kvöldið verður stór- skemmtun í Bifröst, þar sem úrslit dægurlagakeppninnar fer ffam. A föstudagskvöld verður Skagfirska söngsveitin með tónleika í Iþrótta- húsinu og að þeim loknum verður eldridansaklúbburinn með dans- leik í Bifröst. Sæluvikunni lýkur síðan á laugardag. Þá verður ým- islegt um að vera: unglingadans- leikur og lokadansleikur í Bifröst og í Miðgaiöi verða stórtónleikar, þar sem fram koma Karlakórinn Heimir, Rökkurkórinn, Skagfirska söngsveitin og Karlakórinn Þrestir. Þess má geta að í byrjun Sælu- viku komu ný sæti í Bifröst. Gömlu sætin þóttu óþægileg fyrir kvikmyndaliús- og leikhúsgesti. Nýju sætin, sem reyndar eru not- uð og voru áður í Stjömubíói í Reykjavík, þykja notaleg og ætti gestum Biffastar að líða vel í þeim meðan á sýningum stendur, en misbrestur mun hafa verið á því um tíðina. „Iætta er gullvægt tækifæri fyr- ir okkur að kynna íslenska hestinn og nýta áhuga þann sem fyrir honum er í Noregi, og reyndar mun um þessar mund- ir gæta vaxandi áhuga Norð- manna að kynnast íslandi. Ég á von á því að ef vel tekst til geti þetta orðið góð auglýsing fyrir okkur“, segir Jón Friðriksson hrossaræktandi á Vatsnleysu um samstarf Norsk-íslenska hestafélagsins annarsvegar og Jóns hinsvegar, um kynningu á íslenska hestinum í Noregi á næstu mánuðum. Forsaga þessa er sú að nýaf- staðið landsþing félaga um ís- lenska hestinn í Noregi ákvað aó efna til þessa samstarfs við Is- lendinga. Ástæðu þess að Jón á Vatnsleysu var valinn til þessa samstarfs, má rekja til þess að hann hefur verið umsvifamikill útflytjandi á íslenska hestinum til Noregs. Á síðasta ári flutti hann út um 80-90% þeirra hrossa sem til Noregs vom seld. Kynning íslenska hestsins verðureingöngu tengd sýningum í Noregi. Jón snéri sér strax til einstaklinga og félagasamtaka á Norðurlandi vestra, sem hann seg- irhafa sýnt málinu mikinn áhuga og verði þessir aðilar þátttakend- ur í stómm sýningarbás. Verður Islandskynningin helguð Norður- landi vestra og mun kynningin snúast um ýmsa þætti er lúta að íslenska hestinum, svo sem ferða- mál, þekkingu, þjónustu og iön- að. Má m.a. geta þess að Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal hefur ráðist í það stórvirki að láta þýða á norsku bókina „Hestar í norðri", sem fjallar um hrossaræktendur í Skagafirði og Húnaþingi. Verður bókin til sýnis og sölu í umrædd- um sýningarbás. Á sýningunum verður hesta- sýningin byggð á þrem þáttum, sem em: í starfi með fötluðum, en í Noregi er hesturinn ekki síður vinsæll til notkunar á þessu sviði, sem fjölskylduhestur og síðan sem keppnishestur. Hestamir sem koma fram í sýningunum em að mestu í eigu Norðmanna. „Fyrirhugað er að fara með til Noregs 4-6 keppnishesta. Við emm famir að líta í kringum okkur eft- ir þeim og stefnum að því að fara með hross af þessu svæði. Gerðar verða miklar hæfniskröfur til þeirra. Kaupendur em í Noregi að þessum hrossum. Við þurfum að vanda valið vel, til að auglýsingin nýtist okkur sem skyldi“, segir Jón. Fyrsta sýningin verður í Osló í maí nk. Á þessari sýningu fara einnig fram vinsælustu og fjöl- mennustu kermkappreiðar í Nor- egi og er búist við 12 þúsund áhorf- endum auk þess sem sjónvarpað verður beint í Norska sjónvarp- inu. Næstu sýningar verða haldn- ar í Ósló og Seljord á tímabilinu júní-september og er búist við allt að 100 þúsund áhorfendum á þessar sýningar. Refaskyttur í Austur- og Vesturdal: Hafa feílt 24 dýr í vetur ,Jú við höfúm verið að því og sú 24. Iá í nótt“, sagði Birgir Hauksson bóndi í Valagerði, en hann hefúr ásamt Kára Gunn- arssyni í Flatatungu stundað nokkuð stíft tófuveiðar í vetur. Þeir félagar hafa legið á annan tug nátta fyrir lágfótu, oftast í gangnamannakofanum við Norð- urá við rætur Öxnadalsheiðar, en einnig hafa þeir skotið út um stofugluggann á eyðibýlinu Skatastöðum í Austurdal. Mest hafa þeir Birgir og Kári skotið sjö tófur á einni nóttu, var það við Skatastaði aðfaranótt ann- ars janúar. Veiðin var síðan treg um tíma en seinni part vetrar hafa dýrin sótt í ætið, hross sem lagt var út, og féllu þau flest yfir fengji- tímann sem nýlega er afstaðinn, en þá em dýrin mikið á ferðinni. „Okkur þótti ansi athyglisvert að finna lambamerki í eyru einnar tófúnnar sem við skutum, sem bendir til að sem yrðlingur hafi hún komist undir manna hendur, en síðan látið sig hverfa. Tófan er svikul eins og við vitum“, sagði Birgir. Dýrin sem skotin hafa ver- ið em frá yrðlingum upp í harð- fúllorðin dýr. Kjálkamireru send- ir suóur til aldursgreiningar. —ICTeHgílf — Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jffMffIbílaverkstæöi /f t M I ■ Sæmundargata I b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgeröir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.