Feykir


Feykir - 13.04.1994, Side 2

Feykir - 13.04.1994, Side 2
2FEYKIR 14/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauóárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guöbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróóur okkar Jakobs Maríusar Sölvasonar Skagfírðingabraut 15 Sauðárkróki Kristín Sölvadóttir Kristján Sölvson Sveinn Sölvason Krabbameinsfélag Skagafjarðar heldur aðalfund að Löngumýri föstudaginn 15. apríl kl. 17,00. Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi Guðrún Agnarsdóttir læknir. Kaffiveitingar. Stjórnin. Reiðnámskeið! Reiðnámskeiö veróur haldið á Hólum í apríl og maí fyrir fullorðna og börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára. Kennt veróur tvisvar sinnum í viku í fjórar vikur alls, á þriójudags- og miðvikudagskvöldum fyrir fulloróna og um helgar fyrir böm og unglinga. Veró kr. 5000 fyrir fullorðna og kr. 3500 fyrir yngri en 16 ára. Nánari upplýsingar gefur Anna í síma 38229. Hólaskóli. Tveir þingmenn Norðulands vestra: Kannað verði með nýtingu rekaviðar til atvinnusköpunar Ragnar Arnalds og Stefán Guð- mundsson þingmenn Norður- lands vestra, hafa ásamt Jónu Valgerði Kristjánsdóttur þing- manni Vestfirðinga Iagt fram tillögu til þingsályktunar um að komið verði á fót starfshóp á vegum landbúnaðarráðuneytis, til að gera tillögur um nýtingu rekaviðar og markaðssetningu afurða úr rekaviði. Tillagan er lögð fram í ljósi þeirrar miklu þarfar sem nú er, að leitað verði leiða til atvinnusköpunar, ekki síst í sveitum landsins. Víða um land er nokkur viðarreki, en nýting hans í lágmarki nemaá örfaum stöðum. Nokkrir bænd- ur eru að leita leiða til að nýta þá auðlind sem rekaviðurinn er, en hafa naumast bolmagn við núverandi aðstæður til að fjármagna stofnkostnað og markaðssetja afúrðir. Fyrr á árum var mikil nýting viðarreka á sumum jörðum bæði á Ströndum og Skaga við að framleiða girðingarstaura til sölu, auk þess sem viðurinn nýttist bændum til allra hluta sem timb- urs þurfti við. Með þeim sam- drætti sem orðið hefur í hefð- bundnum greinum landbúnaðar, svo sem mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt, og minnkandi rækt- un graslendis í framhaldi af því, hefur sala girðingarstaura dregist mikið saman. Vegagerðin er þó ein af fáum stofnunum sem enn kaupir talsvert magn af girðingar- staurum. A síðari árum hafa ein- stakir bændur byrjað að nýta rekaviðinn til húsasmíöa í meiri mæli en áður. Rannsóknir sýna að rekaviður er vel til þess fallinn að nota í utanhússklæðningar þar sem hann er af náttúmnnar hendi fúavarinn með seltu sjávar. í greinargerð frumvarpsins segir ennfremur aó ótal möguleik- ar séu fyrir hendi í nýtingu reka- viöar. Til viðbótar er nefnt að ræt- ur trjánna séu oft hin sérstæðustu listaverk og eftirsótt til skreytinga í görðum. Ymsar smáspýtur sem finna má á rekaströndum séu til- valdar sem undirstaöa í vegg- myndir af ýmsum gerðum, bæði einar sér eða með öðm efhi, auk þess sem allt úrgangstimbur er oikugjafi til upphitunar húsa. Gert er ráð fyrir að starfshóp- urinn, sem tillagan leggur til að verði myndaður, verði skipaöur jafnt konum sem körlum. Þar eigi sæti m.a. fulltrúar frá bændasam- tökunum og búnaðarráðunautar, sérffæðingar í markaðsmálum og aðilar frá samtökum iðnaðarins. Starfshópurinn skili niðurstöðum og tillögum fyrir 1. janúar 1995. Leysingar við Vesturós Héraðsvatna. Nýja brúarstæðið er fyrir miðri mynd. Námskeið hjá Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar á Löngumýri Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar stendur um þessar mundir fyrir námskeiðum á Löngu- mýri, sem einkum eru ætluð óvígðum starfsmönnum innan kirkjunnar og er sérstaklega vænst þátttöku fólks úr safn- aðarnefndum og þeim sem veita forstöðu barna-, unglinga- og öldrunarstarfi innan kirkj- unnar. Á námskeiði sem verður á Löngumýri nk. laugardag verður tekið fyrir efnið, þjón- usta leikmannsins innan kirkjunnar. Leikmannaskóli Þjóðkirkj- unnar stafar á vegum Fræðslu- nefndarÞjóðkirkjunnar. Hlutverk hans er að gangast fyrir fræðslu og þjálfun fyrir leikmenn innan íslensku Þjóðkirkjunnar. Fræðsla skólans miðast almennt við prófastsdæmi, eitt eöa fleiri í senn. Þá veitir Leikmannaskólinn þjónustu við einstakar nefndir, stofnanir eða söfnuði Þjóðkirkj- unnar, og á samstarf við aðrar stofnanir og félagasamtök, m.a. með fræðslustarfi, sem miðast við sérhæfða markhópa, Ld. kennara og fóstrur, segir í tilkynningu frá Leikmannaskólanum. Ibúð til leigu! íbúð til leigu í Dvalarheimili aldraðra við Sauðá. Ibúðin er tveggja herbergja og leigist til hjóna eða tveggja einstaklinga. Upplýsingar gefur Guðmundur Guðmundsson í síma 35170 eða 35518. Verslun til sölu! Til sölu er verslun á Sauðárkróki í fullum rekstri ef viðunandi tilboó fæst. Um er aó ræóa verslun með barnafatnað og fleira. Verslunin hefur góð merki og vandaðar vörur. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni og í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Árnason lögmaður.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.