Feykir


Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 3
14/1994 FEYKIR3 „Að búsetan byggist á kostum byggðarinnar" Skefilsstaðahreppur, einn fámennasti hreppur landisins, lætur kanna möguleika í atvinnumálum Höfiiin í Selvík veitir íbúum Skefilsstaðahrepps ákveðna möguieika í atvinnumálum. „Að sýna og sanna að búseta hér byggist á kostum byggðar- innar en ekki á þrákelkni fólks- ins, því er nauðsynlegt fyrir okkur að takast á við nýja möguleika í atvinnumálum“. Segja má að þessi orð Bjarna Egilssonar oddvita Skefils- staðahrepps, sem hann lét falla á borgarafundi í hreppnum fyrir skemmstu, sé mergur málsins í því verkefhi í atvinnu- málum sem Karl Sigurgeirsson á Hvammstanga hefúr unnið að undanfarið í samvinnu við íbúa Skefilsstaðahrepps. „I>etta svæði hefúr yfir ýmsum hlunn- indum að ráða sem nýtast íbú- unum með sauðfjárræktinni. Til að mynda skapar höfúin í Selvík góða möguleika og ef vel tekst til getur grásleppuvertíð- in ein gefið meira en sauðfjár- rækt. Fjöldi veiðivatna hefúr gefið einstökum bónda hund- ruðir þúsunda í sölu veiðileyfa, og möguleikar eru á frekari nýtingu vatnanna, umtalsverð dúntekja er á einum bænum og þannig mætti áfram telja“, seg- irKarl. Það vekur óneitanlega athygli þegar jafúfámennt samfélag eins og Skefilsstaðahreppur sýnir þá miklu sjálfsbjargarviðleitni sem felst í því að ráðast í verkefúi sem þetta. Ibúamir eru innan við 50 og sveitafélagið það fámennasta í Skagafirði. Vilji stendur til sam- einingar við önnur sveitarfélög í héraðinu. Sameining var sam- þykkt í hreppnum og framundan em viðræður sex sveitarfélaga um hugsanlega sameiningu. Eins og hver önnur útkjálkasveit? „Mér finnst fólk mjög raun- sætt í Skefilsstaðahreppi. Þama sér það nauðsyn þess að reyna aö styrkja byggðina og nýta þá möguleika sem hlunnindin bjóða upp á áður en sveitarfélagið sam- einast öðmm, til þess væntanlega að styrkja stöðu sína, frekar en að verða eins og hver önnur út- kjálkasveit í stærri byggð. Hlunn- indi em þama mikil bæði til sjós og lands, sem sjálfsagt yrðu ekki nýtt nema í mjög litlum mæli ef byggð legðist af. Sveitin hefúr t.d. skapað sér mikla möguleika með byggingu hafnarinnar við Selvík, sem unnið hefur verið að á síð- ustu ámm. Þaðan em gerðar út sjö trillur, og í tengslum við höfú- ina hefúr verió byggt fiskverkun- arhús og matvælavinnsla á landi Hvalness, sem mun öðlast leyfi til útflutnings", segir Karl Sigur- geirsson. Það er Skefilsstaðahreppur og Búnaðarfélag Skefilsstaðahrepps sem standa straum að þessu vcrtc- efni, sem áætlað er að kosti um 350 þúsund. Smáverkefúasjóóur landbúnaðarins styrkti verkefnið, og Byggðastofnun hefur þegar styrkt það með því að leggja til aðstöóu starfsmanns á skrifstof- unni á Sauðárkróki. Verkefúið hófst með fundi hreppsnefndar Skefilsstaðahrepps og verkefnisstjóra, sem síðan fór á hvert hinna 12 heimila í hreppn- um, og ræddi við íbúana um nýt- ingu á auólindum jarðanna og framtíðarsýn fólksins varðandi byggð og búsetu í hreppnum. Upp úr þessum heúnsóknum samdi Karl tillögur og greinar- gerð, sem send var á heimilin til skoðunar og umsagnar. Næsta skref var að efúa til borgarafúnd- ar í hreppnum. Var vel mætt á þann fúnd, fulltrúar einn eða fleiri komu frá öllum bæjum í sveit- inni. A þessum fundi var m.a. kosin ferðamálanefnd fyrir sveit- ina, en ein af þeim hugmyndum sem rætt er um, er að efla ferða- mannaþjónustu í sveitinni, þar eð svæðið þykir bjóða upp á góða möguleika með fjölda veiðivatna og náttúmperla s.s. Ketubjörg og Glerhallavík. Áformað er að huga að hrossarækt, tamningum, hesta- ferðum, og þessa þætti alla ásamt veiðimennsku mætti samtvinna. Félagsheimilið í sveitinni mundi einnig nýtast sem miðstöð ferða- þjónustunnar. Karl er þessa dagana að ljúka verkefninu. Þar leitast hann við að koma einföldum hugmyndum á framkvæmdastig, skilgreina flóknar hugmyndir nánar, leita samstarfs um framkvæmdir, koma málum á ákvörðunarstig og skila greinargerð um vericefúið. Leikhúsgestir í Bifröst nutu frumsýningar á „Karlinum í kassanum“ sl. sunnudag- kvöld í nýjum sætum félagsheimilsins. Þakka ber það sem vel er gert Fátt er mér geðþekkara á þessum fallega vor- morgni í upphafi Sælu-viku en að koma á fram- færi nokkrum þakklætisprðum til hússtjómar Bifrastar og húsvaróar. í leikskrá Leikfélags Sauðáikróks lét ég falla nokkur orð um illan aó- búnað áhorfenda í Bifföst og taldi hann eina að- alorsök þess að fólk hummaði það ffam af sér að sækja leiksýningar í því húsi. Nú hefúr heldur skipast veður í loffi. Aðfara- nótt sunnudags var komið fyrir í Bifföst 84 nýj- um stólum. Þessir stólar eru hin ágætustu hús- gögn og munu áöur hafa þjónað í Stjömubíói. Og það var ánægjulegt að fmmsýna í Bifröst á sunnudagskvöldið. Áhorfendum virtist Hða vel Og þeir vom fleiri en oft áður og virtust skemmta sér á þann veg að gamlar stundir í þessu húsi rifj- uðust upp. Og ungir hæfileikaríkir leikendur stóðu sig með mikilli prýöi þótt meðfædd hóg- væið aftri mér ffá að ræða sýninguna frekar. En sem sagt sætin í Bifröst em ekki lengur afsökun fyrir slakri aðsókn. Og enn vil ég þakka það framtak hússtjómar Bifrastar aó gefa út myndarlega dagskrá fyrir þessa Sælu-viku og dreifa um bæinn. Þetta var myndarlega gert. Það er ein hlið mála að gagn- rýna, önnur hlið mála og miklu ánægjulegri er að þakka það sem vel er gerL JOO STÖR-tónleikar í Miðgardi laugardaginn 16. apríl 1994 kl. 20.30 KARLAKÓRINN HEIMIR Söngstjóri: Stefán R. Gíslason Undirleikarar: Tómas Higgerson og Jón St.Gíslason RÖKKURKÓRINN Söngstjóri: Sveinn Arnason Undirleikari: Tómas Higgerson SKAGFIRSKA SÖNGSVEITIN Söngstjóri: Björgvin Þ. Valdimarsson Undirleikari: Sigurður Marteinsson KARLAKÓRINN ÞRESTIR ✓ Söngstjóri: Eiríkur Arni Sigtryggsson Undirleikari: Bjarni Jónatansson Dansleikur að lohnum tónleikum, með Hljómsveit Illuga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.