Feykir


Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 14/1994 Sútunarverksmiðjan Loðskinn: Verksmiðja í burðar- liðnum sem sútar 200 þúsund f iskroð á ári Tilraunaverkeftii í sútun þorskroóa hefur gengiö vel hjá sútunarverksmiðjunni Loðskinni, en fyrst var byrjað aó súta þar fiskroð á árinu 1991. Sútaö fiskroó frá Loóskinni hefur undanfarin misseri verið notaö í ýmsa framleiöslu hjá leðuriðjum og handverksfólki í landinu og líkar þetta hráefni mjög vel, að sögn Karls Bjamasonar framleióslu- stjóra í Loðskinni. „Nú er unnió aö viðskiptaáætlun fyrir roðsútun í tengslum við verksmiðjuna hér sem gæti unnið úr 200 þúsund fiskroðum á ári og mundi veita 5 til 10 mönnum vinnu. Að hluta til er hægt aó nýta vélar og aó- stöóu sem fyrir er í húsakynnum Loðskinns en eitthvaó af vélum verður að kaupa sérstaklega fyrir þessa vinnslu", segir Karl. „Tilraunaverkefhið heíur eigin- lega gengið betur en menn bjugg- ust við í upphafi. Við reiknuðum ekki með að þetta yrði á fram- leiðslustigi hjá okkur fyrr en tím- ar liðu, en fljótlega fundum við ágætis aðferð við vinnsluna sem verið er að þróa frekar. Úr þessu hefur orðið vara sem selst hefur á- gætlega, og líkar framleiðendum hún vel. Roðin þykja mjúk og þægi- leg í vinnslu, en ennþá erum við að þróa betur áferðina", segir Gísli Eymarsson en hann er sá starfs- maður Loðskinns sem mest hefur unnið aö tilraunaverkefhinu. Rannsóknarráð ríkisins hefur styrkt verkefhiö og hafa áætlanir staðist mjög vel. Vonast er til að framhaldsstyrkveiting fáist og að fleiri aðilar komi þar inn í. Þeir Karl og Gísli segja góða möguleika á að nægur markaður sé fyrir þessa vöru. Innlendir framleiðendur taki henni vel og á erienda markaönum séu miklir möguleikar og ekki þurfi þar stór- an samning til að ársframleiðslan seljist og gott betur. I því sam- bandi má m.a. benda á að fram- Karl Bjarnason framleiðslustjóri Loðskinns og Gísli Eymarsson, sá starfsmanna sem mest hefur unnið að þróun roðsútunarinnar, á lagerloftinu í Loðskinni. Þeir virða hér fyrir sér hlýraroð, sem ásamt steinbýtsroðinu verður lögð mest áhersla á í sútuninni til að byrja með. boö og sala á slöngu- og krókó- dílaskinnum hefur minnkað, sem líklega má rekja til mótmælaað- gerða dýravemdunarsinna. Fisk- roó hefur komið í stað þessara vöru, en framleiðendur á vöru úr fiskroði virðast samt ekki stórtæk- ir enn sem komið er. Tilraunir Loðskinnsmanna hafa aðallega beinst að sútun roðs steinbíts og hlýra, einnig er verið að þróa sútun á þorsk-, lax- og ufsaroðum. Skinnin sem fást við sútun roðsins em notuð við gerð, veskja, taskna, í skógeró og áklæöi á húsgögn. Skóverksmiðjan Skref- ið á Skagaströnd hefur t.d. notað roð frá Loðskinni í sína fram- leiðslu, Leðuriðjan Tera á Greni- vík og fleiri aóilar. Til dæmis rákust þeir Loð- skinnsmenn á ferð sinni vestur á firði í síðustu viku á skrautmuni sem konur á Tálknafirði fram- leiða úr roði frá fyrirtækinu. Þess- ir mundir haft} selst vel, enda mjög fallegir og eigulegir. A undanfömum vikum hafa Loðskinnsmenn rætt við fiskverk- endur varðandi hráefnisöflunina, einkum vegna steinbíts- og hlýra- roóa. „íslenskir fiskverkendur eru mjög jákvæðir varðandi þessi áform okkar og reyndar má segja það um sjómennina líka og alla aðila. Fólki finnst þetta spennandi verkefhi. Hráefnisöflunin ætti ekki aó verða vandamál hjá okk- ur", sagði Karl Bjarnason fram- leiðslustjóri í Loðskinni. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsluverðmæti úr 200 þús- und fiskroðum verði um 40 millj- ónir, og eins og áður segi skapi þessi framleiðsla 5 til 10 ný störf. Athyglisverð Alþýðulist Þessa dagana stendur yiir í Safhahúsínu á Sauðárkróki sýning sem nefhist Alþýðulist. Þar sýna níu handiðnaðarkon- ur úr Skagafirði muni, sem unnir eru úr ýmsum efnum. Þarna gætir margra grasa, marga afar glæsilega muni er að sjá og sýningin í heild er hin athyglisverðasta. Flestar nota konumar íslensk hráefni. Hafa margar þeirra stundað iðju sína lengi, en sjö haldið hópinn síðan veturinn 1991-1992. Þá fóm hannyrða- konur úr héraðinu að hittast í Laugarhúsinu í Steinsstaða- byggðinni einu sinni í viku. Síð- an hafa fleiri konur verið að bæt- ast í hópinn. Konur úr hannyrðahópnum hafa selt sumar hverjar talsvert af munum yfir sumarið, t.d. Anna S. Hróðmarsdóttir leirkerasmið- ur, sem er með gallerí í Lundi í Varmahlíö. Meðan markaðstjald- ið í Varmahlíð var við lýði seld- ist þar alltaf talsvert af munum, Alþýðulistarkonurnar frá vinstri talið: Sólveig á Uppsölum, Þórey í Keflavík, Elínborg í Hofstaðaseli, Marta á Stóra-Vatnsskarði, Anna á Víðimýri, Anna Sigríður í Lundi, Anna Margrét í Hátúni, Margrét á Ytrí-Mælifellsá og Sigurlaug í Varmahlíð. en nú eru uppi hugmyndir hjá hannyrðakonum að setja upp smá söluhorn á áningarstöðum ferðamanna í héraóinu: á Hólum, hjá Aningu á Sauðárkróki, í Varmahlíð og einnig stendur til að komið verði upp aðstöðu fyrir sölu minjagripa í Áshúsinu við Glaumbæjarsafh. Auk Önnu Sigríðar sem vinn- ur úr leir, eru á sýningunni mun- ir eftir Önnu Kristinsdóttur sjúkraliða á Víðimýri sem vinnur úr ull og endurunnum pappír, Anna Margrét Stefánsdóttir bóndi og kennari í Hátúni vinnur úr leðri, Elínborg Bessadóttir bóndi í Hofstaðaseli vinnur úr homi, beinum, ull og skinni, Margrét Ingvarsdóttir bóndi á Ytri-Mælifellsá vinnur úr hross- hári og ull, Marta Magnúsdóttir húsfreyja á Stóra-Vamsskarði vinnur úr ull, kanínufiðu og skinni, Sigurlaug Jónsdóttir hús- freyja í Varmahlíð vinnur úr greinum og tágum, Sólveig Amadóttir húsfreyja á Uppsölum vefur úr heimaunnu bandi og Þórey Jónsdóttir húsfreyja í Keflavflc vinnur úr homi, beinum og ull. Mjög góð aðsókn er á sýning- una. Fyrstu tvo dagana vom gest- ir á þriðja hundraði. I horni leirkerasmiðsins, Onnu Sigríðar Hróðmarsdóttur, voru margir fallegir og eigulegir munir sem og á sýningunni í heild. Munir sem Þórey Jónsdóttir í Keflavík hefur gert. Hún og Elín- borg Bessadóttir smíða fallega muni úr horni og beinum. Hornin hita þau í olíu í rúmlega 150 gráður og móta þau síðan eftir vild. Munir Elínborgar úr hreindýrshorni og beini eru margir hverjir afar fallegir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.