Feykir


Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 5
14/1994 FEYKIR5 Meðan fæturnir bera Steina Birgis Þeir eru víst þónokkuð marg- ir sem þekkja til Þorsteins Birgissonar Siglfirðings, sem bjó á Króknum í mörg ár, en flutti suður á síðasta sumri. Steini Birgis er einn af þessum karakterum sem menn komast ekki hjá því að verða varir við. Ekta „gálgi" sem lætur einskis ófreistað að velgja félögunum inidir uggum. Nýlega barst Feyki umslag sem hafði að geyma grein úr fréttabréfi Hitaveitu Reykjavíkur, en þar starfar Steini nú. Greinin lýsir höfundinum vel, en er jafn- framt ágætt innlegg í þá um- ræðu um aukna heilbrigði sem átt hefur sér stað síðustu árín. Greinin heitir Líkamsræktar- spekulasjónir, og gefum við nú Steina Birgis orðið. Fyrir skömmu áttum vió tal saman ég og Skúli starfsmanna- stjóri, um íþróttir, útivist og fleira. Skúli hafði nefnilega fregnað það að ég hafi tekið upp á því að skoða Grafarvoginn gangandi og mæta í vinnuna á mínum tveimur jafnfljótum. Því spurði hann mig: Hvernig í ósköp- unum nennir þú þessu? Svar mitt var einfalt, á meðan fæturnir bera mig nenni ég þessu. I framhaldi að viðræðum okkar Skúla bað hann mig að skrifa í blaðið sitt, ég mætti ráða efninu, t.d. um trimm eða hvað sem er. Eins og allir vita er Skúli ágætis- maður, því jánkaði ég bón hans og tók hann því loforð af mér að skrifa. Angandi eins og fílahjörð „Á meðan fætumir bera mig". Þessi setning á ekki bara við um mig, heldur um þig, hvort sem þú ert langur, lítill, magur, feitur, ljótur, fagur, stúlka eða kona, drengur eða maður. Við þurfum öll á hreyfingu að halda, en hversu mikilli er alltaf spuming- in. Vissuð þið að sú vegalengd sem venjuleg manneskja gengur á ævinni samsvarar því að ganga tvisvar í kringum hnöttinn. Er þá nokkur ástæða til að bæta við þá göngu? Til hvers að hlaupa sig sveitt- an og koma angandi eins og heil fflahjörð, og til hvers á maður að vera að pína sig. Mér var hugsað til þess í sumar er ég kom heim eftir hálftíma hlaupatúr og í and- dyrinu var mættur gamall kenn- ari minn frá Danmörku ásamt fé- laga mínum. Þá sagði Daninn við kunningja minn mikið hneyksl- aður er hann sá mig „han má være ein selvpiner". Jú, auðvitað er þetta smá •""""......«¦* -*** ¦:¦¦ «» Hér er enn ein konan að fara fram úr Steina. sjálfspíning, en hvað er það á móti því sem þetta gefur okkur. Við ættum öll að vera miklu virkari að halda okkur í formi og gefa okkur meiri tíma til að hugsa um heilsu okkar. Örlítill göngutúr á hverjum degi géfur meira en nokkurn grunar. Sextugu kerlingarnar brunuðu framúr Ég lít svo á að ákaflega nauð- synlegt sé að við setjum okkur markmið og virkjum síðan allan okkar eldmóð og kraft til að ná því. Eg setti mér markmið í sum- ar að skokka 10 km í Reykjavík- urmaraþoninu. Það er í sjálfu sér ekkert þrekvirki að skokka 10 km, en gallinn var sá að ég hafði mest skokkað 3-4 km í einu. Ég ákvaó það með aðeins dags fyrir- vara að fara í 10 km hlaupið. Ég kláraði hlaupið og náði því mark- miði sem ég setti mér. Þetta var mér erfitt en mikil upplifun, sérstaklega þegar ca 60 ára kerlingar brunuðu fram úr mér, brostu kampakátar og buðu góðan daginn. Það var þá sem ég gerði mér ljóst hversu þreklítill ég var. Eg veit að við erum alltof mörg sem nennum ekki að rækta okkur sjálf. Við erum líka mörg sem höldum að trimm: ganga, skokk og fleira sé svo leiðinlegt að það sé ekki mönnum bjóð- andi. Eg hef sannfært sjálfan mig og ég vil sannfæra aðra að smá trimm er öllum hollt. Þó veit ég að ég næ ekki að frelsa heiminn með þessum skrifum mínum. Að lokum: Taktu fram létta skapið og gönguskóna strax í dag og fáðu þér smá heilsubótar- göngu, ekki fyrir mig, heldur fyr- irþig. ## Stessuð, frek og ákveðin ## Lýsingarorð sem gætu lýst Valdísi Guðbrandsdóttur vel Fullt nafn: Valdís Guðbrands- dóttir, Artúni 4, Siglufirði. Fædd: 27. apríl 7977. Foreldran Guðbrandur Gústafs- son og GunnjónaJónsdóttir. Systkini: Tvö, Rut og Gústaf. Deild í FNV: Náttúrufrœði- braut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Stressuð,frek og ákveðin. Hvar finnst þér best að vera: A skíðum á góðum degi. Hvernig líkar þér að vera héma í skóla: Mjög vel, kennsl- an er mjög góð. Uppáhaldsnámsgrein? Stœrð- frœði. Hvað finnst þér best við skólann: Gott félagslíf og auðvelt að kynnast krökkunum. Hvaöa viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastun Arshátíðin. Hvað finnst þér verst við Sauð- árkrók: Hvað bœrinn bœrinn er langur og óskipulagður. Helstu áhugamál? Skíði, söngur fásarínn ogflestar íþróttir. Uppáhaldsmatun Hamborgara- hryggur að hœtti pabba. Besta kvikmynd sem þú hefur séð: Alive. Hvaða þekktri persónu vildurðu helst kynnast: Alberto Tomba, ítalska skíðakappanum. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: Missa vini mína eða einhvern nákominn. Hvað gleður þig mest: Góðar einkunnir. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg. Hvaða íþróttamann tekurðu þér helsttilfyrirmyndan Guðbjörgu Andrésdóttur. Em félagsveræ Já tvímælalaust. Skrítnasti félaginn: Gugga, ekki spurning. Uppáhalds tónlisC Ég er alœta á tónlist. Uppáhalds teikni- myndapersóna: Droopy. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: Steingrímur Hermannsson. Lífsregla: Að borða aldrei mat sem mérfinnst vondur. Hvað mundurðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: Bjóða öllum vinum mínum til Austurríkis á skíði. Draumatakmark: Að klára skólann með því aðfalla ekki í neinufagi. SÆLUVTKA í tilefni SÆLUVIKU bjóðum við 10% afslátt af fatnaði og snyrtivörum á föstudag og laugardag. Sjáið fatnað frá SKAGFIRDINGABÚD á tískusýningu í Bifröst á fimmtudagskvöldið. Félagar í Leikfélagi Sauðárkróks verða í Skagfirðingabúð föstudaginn frá kl. 16,45 og koma öllum í Sæluvikuskap Skagfiröingabúö

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.