Feykir


Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 13. aprfl 1994,14. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Björn Sigurðsson með minkagildruna sem hann þróaði upp úr gyldru sem hann smíðaði tii að fanga villiketti. Vandræði vegna villikatta leiddu til minkagildru Björn Sigurðsson á Hvamms- tanga, eða Bangsi eins og hann er oftast kallaður, hefúr í haust unnið að hönnun og smíði á minkagildrum, sem eru mjög handhægar og þægilegar í notkun. Kveikjan að þessari hugmynd var sú að á tímabili var mikið af villiköttum á staðnum og um svipað leyti var haft eftir meindýraeyði í Reykjavík að best væri að skjóta dýrin á milli húsa. Þetta þótti Bangsa ekki nógu góður kostur og fór hann því að velta fyrir sér gildrusmíði fyrir villi- ketti. Bangsi útfærði og smíðaði nokkrar kattagildrur og nú hefur tekist að uppræta villiketti að mestu hér með hjálp gildranna og í samvinnu við dýralæknirinn Egil Gunnlaugsson, en hann sá um að svæfa dýrin eftir að búið var að veiða þau. Kattagildmmar urðu síðan kveikjan að minka- gildranum, en mikið hefur verið af mink í bænum að undanfömu og virðist honum fjölga stöðugt, að sögn Bangsa. Félagar Bangsa þeir Vilhjálm- ur Guðmundsson, Tryggvi Egg- ertsson, Magnús Annasson og Ellert Gunnlaugsson hafa fengið gildrur og hafa þeir ásamt Bangsa veitt 27 minka síðan í haust, og þó hefur þetta ekki verið stundaó nema fyrst í haust og svo núna eftir að tíð er farin að skána aftur, svo greinilega er mikil þörf á þessu verkfæri, en minkurinn er mikill vargur í öllu lífríki, sérstak- lega þar sem einhver fiskur er. Þaó er álit Bangsa að svona gildrar þurfi að vera til á hverjum bæ ef vel á að vera til að spoma gegn fjölgun minksins og er það honum og fleiram mikið áhyggju- efni hve mink virðist hafa fjölgað á undanfömum áram. EA. Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 35353 #A Isiands mmJSk Banki allra landsmanna Húnavakan á næsta leyti Húnavakan er á næsta leyti og er að vanda í umsjá Ung- mennasambands Austur-Hún- vetninga. Vakan hefst á síðasta vetrardag með kórakvöldi í fé- lagsheimilinu. Þar syngja Sam- kórinn Björk, Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps og Rökkur- kórinn. Síðan rekur hver dag- skrárliðurinn annan. Sumardagurinn fyrsti er hefð- bundinn á Húnavöku. Messa í Blönduóskirkju er fyrir hádegi, síóan skemmtun grannskólanema eftir hádegið og að henni lokinni fjölskyldudansleikur í félags- Settir upp 5 nýir sendar fyrir útvarp Hlustunarskilyrði vegna út- varps ættu að hafa stórlagast á flestum þeim svæðum í kjör- dæminu þar sem þau hingað til hafa þótt slæm, en nýlega voru settir upp fimm nýir 100 watta FM sendar fyrir Rás 2. Margir íbúar kjördæmisins hafa því komist í samband við „þjóðarsálina11 að undan- fornu, en Fljótamaður einn sagðist aðeins þekkja þann þátt af afspurn. Sendarnir voru m.a. settir upp í Fljótun- um. Sendamir sem komið var íyr- ir era fyrir Blöndudal og Svartár- dal á Tungunesmúla í Blöndudal, þar sem tíðnin er 99,7, og í Ból- staðarhlíð í Svartárdal, þar sem tíðnin er 93,2. Fyrir Sléttuhlíð og Fljót era sendar við Glæisbæ í Hofs- hreppi, þar er tíónin 95,8, á Straumnesi í Hofshreppi, tíðnin þar er 91,9 og við Haganesvík í Fljótahreppi er tíðni sendis 89,0. Hrafnahretið uppádag Ibúar í vestanverðum Skagafirði vöknuðu í norðvestan hríð í gær- morgun. Þetta hret stóð þó stutt, upp úr hádeginu stytti upp og sólin náði að gægjast gegnum skýin annað slagið. Sagt er að hrafninn verpi níu nóttum fyrir sumar. Gamlir menn töluðu um að gjaman gerði hret um þetta leyti og var það kallað hrafna- hretið. Ef fara á efdr vísdómi þeirra sem reynsluna hafa, gömlu mann- anna, má segja að í þetta sinn hafi hrafnahretió komið upp á dag, a.m.k. í vetanveróum Skagafirói. Uikoma mun hinsvegar hafa verið lítil annars staðar á svæóinu, en heiðar lokuðust á vestanverðu landinu. heimilinu. Á föstudagskvöld mun Leikfélag Hofsóss sýna Rjúkandi ráð í félagsheimilinu og jretta sama kvöld verður einnig ýmis- legt að gerast á Hótelinu. Þar leik- ur átta manna dixilandhljómsveit, m.a. annars skipuð tónlistarkenn- uram í héraóinu, og einnig verður á dagskrá tískusýning á vegum KHÁ Skagstrendingar tengjast nú Húnavöku í fyrsta sinn, en tón- leikar KK-bandsins í Kántríbæ á laugardagskvöld er meðal dag- skrárliða á Húnavöku. Að þessu sinni veróur engin Húsbænda- vaka á Húnavöku og er ástæöa þess mikið tap sem var á skemmt- uninni á síðasta ári. I ráöi mun þó vera að halda Húsbændavöku næsta ár. „Það hafa margirkomið að tali við mig og spurt af hverju skemmtunin sé ekki núna. Það er alveg ljóst að USAH getur ekki staðið fyrir Húsbændavökunni með stórtapi ár eftir ár. Eg er hins- vegar vongóður að við fáum stuðning til að halda hana á næsta ári“, segir Valdimar Guðmanns- son hjá USAH. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks: Úrslitin á skemmtun í Bifröst annað kvöld Það verður væntanlega mikið líf og fjör í félagsheimilinu Bif- röst annað kvöld (fimmtudags- kvöld) en þar fer fram úrslita- keppni dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, sem nú hefúr verið enduvakin eftir 23ja ára hlé. Þetta verður mik- il skemmtun í Bifröst, auk úr- slitalaganna 10 sem flutt verða, er ýmislegt fleira til skemmtun- ar, m.a. koma fram Islands- meistarnir í samkvæmisdöns- um, stúdentakórinn syngur undir stjórn Hilmars Sverris- sonar, tískusýning verður ffá öllum tískuverslunum bæjarins og Sekuritas hópurinn sýnir ffjálsan dans (free style). Kvenfélag Sauðárkróks stóð á áranum 1956-1971 fyrirdægur- lagakeppni, sem ætíö var haldin á skemmtidegi félagsins, á sjálfum nýársdag. Keppni þessi öðlaðist miklar vinsældir og þótti mörgum miður þegar hún lagðist af. Það var síðan við upphaf undirbún- ings fjölskylduhátíðar og sumar- sæluviku á Sauðárkróki á sumri komanda sem hugmynd kviknaði um að endurvekja þessa keppni. Sigurlagið í keppninni veróur not- að sem einkennis- og kynningar- lag fjölskylduhátíðarinnar, en textahöfúndum var lögð sú skylda á herðar að upphefja héraðs- stemmningu með því að láta kveðskap sinn fjalla um Skaga- fjörð. Það er ósk kvenfélagsins að úrslitakvöldið megi verða góð skemmtun fyrir alla sem áhuga hafa á aö efla og auka fjölbreytni í dagskrá Sæluvikunnar. Hljóm- sveitin sem leikur lögin er skipuð mörgum af bestu hljóðfæraleikur- um á svæðinu. Uppistaðan er úr hljómsveitinni Herramönnum, en einnig mun hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar flytja tvö laganna. Meðal söngvara má nefna: Kristján Gíslason, Ingvar Grétarsson frá Akureyri og tvær ungar söngkonur úr fjölbrauta- skólanum. Kynnirkvöldsins verð- ur hinn kunni útvarpsmaður og Króksari Bjami Dagur Jónsson. Forsala aðgöngumiða verður í Biíföst ífá kl. 11 -13 á fimmtudag. Oddvitinn Þær eru víst magnaðar Bangsagildrurnar. Gæðaframköllun BggggÚÐ BPSYlOcIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.