Feykir


Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 1
20. apríl 1994, 15. tölublað 14. árgangur. Óháö fréttablað á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Veturinn er nú á enda samkvæmt almanakinu og vonandi að vorveðráttan lát i ekki á sér standa. Það var greinilegur vorhugur í fólki í síðustu viku þegar hlýnaði í veðri og gerði nokkra milda daga. Nemendur skólanna brugðu á leik og hér eru grunnskólanemar á Sauðárkróki að hlaupa í skarðið á Borgarsandi. Borað eftir fersk- vatni á tveim bæjum í Nesinu Ferskvatnsöflun hefur Iengi verið vandamál í Hegranesi í Skagaflrði. Hefur vatnsskortur yfirleitt gert vart við sig á bæj- um í þurrkatíð og í frostaköfl- um að vetrinum. Bændur á tveim bæjum í Nesinu hafa nú tekið sig til og látið bora eftir köldu vatni í landi sínu, með ágætis árangri. Bændurnir í Keldudal riðu á vaðið síðasta sumar og eru nú komnir með mjög góða borholu sem gefur 60-70 tonn á sólarhring og er það fjórfalt það magn sem þörf er á í Keldudal. Nú fyrir helg- Frammarar og íhald í eins sæng fyrir heppsnef ndarkosningar á Skagaströnd „Þessar viðræður tóku frekar skamman tíma. í upphafi var meiningin að vera með víð- tækara framboð hér, en alþýðu- flokks- og alþýðubandalags- menn vildu frekar stilla upp sérlistum", segir Magnús Jóns- son sveitarstjóri á Skagaströnd, en framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn á Skagaströnd hafa komið sér saman um sameigin- legan lista fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. Eins og staðan er í dag er reiknað með þremur framboðslistum á Skagaströnd fyrir kosningarnar. Þeir hafa allir komið fram, og Ijóst er að Magnús Jónsson sveitarstjóri er sá eini núverandi hreppsnefnd- armanna sem kemur tÚ með að sitja í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili. Þessi sameiginlegi listi stuðn- ingsfólks B- og D-lista frá síðustu kosningum, mun sækja um bók- stafinn S, sem er hugsaður fyrir Skagaströnd. Listinn er skipaður eftirfarandi fólki: 1. Adolf H. Bemdsen, fram- kvæmdastjóri. 2. Magnús Jónsson, sveitar- stjóri. 3. Gylfi Guðjónsson stýrimaður. 4. Hallbjöm Bjömsson raf- virki. 5. Hrönn Arnadóttir húsmóðir. 6. Jensína Lýðsdóttir skrif- stofumaður. 7. Guðlaugur Hjaltason bif- reiðarstjóri. 8. Sigríður 0. Ásgeirsdóttir húsmóðir. 9. Bjöm Ingi Óskarsson verk- stjóri. 10. Sólveig Eiðsdóttir verka- kona. Friðfinnur K. Daníelsson bormaður og verkfræðingur við bununa sem kom úr holunni við húsvegginn á Ríp. ina var síðan borað eftir köldu vami 40 metrum frá húsvegg á Ríp og fékkst úr þeirri holu tvö- falt það magn sem þörf er á. „Við töldum besta kostinn að reyna borun, bestu og öruggustu leiðina. Þama er trygg vatnsöflun og besta varn sem völ er á. Það hafa verið skiptar skoðanir um vatnveitumálin í sveitinni. Akveðn- ir aðilar vilja fara út í vatnsveitu fyrir sveitina en við töldum þaó bæði dýrari og ótryggari leið. Þá verður ekki séð hvemig það er framkvæmanlegt að fara með lagnir langar leiðir hér um í gegn- um klappir og hörð jarðlög", seg- ir Leifur Þórarinsson bóndi í Keldudal. Það er Friðfinnur K. Daníels- son verkfræðingur úr Eyjafirði, nú búsettur á Seltjamamesi, sem hefur framkvæmt boranirnar. Friðfinnur hefur stundað boranir og vatnsveiruframkvæmdir hátt í annan rug ára og nú síðustu árin með eigin tækjum. Hann segir verð á borunum hafa lækkað mjög á síðustu árum og nú sé það orðið mjög viðráðanlegt fyrir bændur að láta bora eftir vatni. Algent verð fyrir frágengið vatas- ból með dælu sé á bilinu 3-400 þúsund. Hann sagðist t.d. búast við að vatnsbólið á Ríp fullfrá- gengið með dælu og öðrum nauð- synlegum búnaði muni kosta um 350 þúsund, en það tók tvo daga að bora holuna og var hún 104 metrar að dýpt. Til stendur að Friðfinnur fari á næstunni í Lýtingsstaðahreppinn að bora eftir heitu vami á tveim bæjum. Þá mun hann þegar snjóa leysir framkvæmda boranir fyrir Vatasveitu Sauðárkróks viö Veðramóts v irkjun. H0fen?ifi w£h- Aðalgötu 24 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði ÆMMjKlM sími: 95-35141 Sæmunáargala Ib 550 SauSárkrókur Fax: 36140 Bílaviógerðir • Hjólbarðaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.