Feykir


Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 15/1994 Frá afhendingu verðlauna fyrir vinningslagið. Frá vinstri: Bjarni Dagur Jónsson kynnir, Lovísa Símonardóttir formaður undirbúningsnefhdar, Guðbrandur Guðbrandsson formaður dóm- nefhdar, Bjöm Hannesson höfundur vinningslagsins og Heiðrún Jónsdóttir sem gerði texta við lagið. Dans systkinanna, Árna þórs og Erlu Sóleyjar Eyþórsbarna gerði stormandi Iukku. Húnvetningar með vinningslagið í dægurlagakeppninni „Ég átti svo sem ekki von á aö mér tækist aó gera miklar rósir hér í þessu vígi skagfirsku sveiflunnar, þar sem Geir- mundur og Hörður hafa borió ægishjálm yfír lagasmiði og tónlistarmenn á svæóinu síóustu árin. En þaö er gaman að taka þátt í svona keppni og ég vona aö lag mitt eigi eftir að skila sér í þeim tilgangi sem þaó veröur notaó, sem kynn- ingarlag fyrir Skagafjörð á fjölskylduhátíð í sumar“, segir Bjöm Hannesson tónlistarmaður á Laugarbakka, en lag hans „Skagfirska mannlífiö“, bar sigur úr býtum í dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Úrslitakeppnin fór fram á mikilli skemmtun sl. fimmtudagskvöld. Mikil og góó stemmning var í Bifröst. Er mál manna aó keppnin hafi heppnast ákflega vel, og voru lögin í úrslitunum hvert öðm betra. Undirbúningsnefnd keppninnar telur aö fjár- hagslega hafi endar nokkum veginn náð saman og því séu sterkar líkur til að leikurinn veröi endurtekinn að ári. Dæg- urlagakeppnin var nú haldin að nýju eftir 23 ára hlé, en hún var alltaf haldin á nýársdag á ámnum 1956-1971. Já, það var Vestur-Húnvetn- Sigurvegarinn Bjöm Hannesson ingur sem samdi vinningslagið. Textann við Skagfiska mannlífið samdi Heiðrún Jónsdóttir hús- freyja á Litlu-Ásgeirsá, sem er einnig í Vestur-Húnavatnssýslu, og lagið var flutt af öðmm ná- granna Skagfirðinga, Ingvari Grétarssyni á Akureyri. í öðm sæti í keppninni varð lag Geir- mundar Valtýssonar „Nú skal ég í Skagafjörð“. Tcxtann við lagið gerði Kristján Stefánsson. í 3.-4. sæti uröu síðan lög eftir þá Hörð Olafsson og Hilmar Sverrisson. Lag Harðar heitir I ljósi dags og nætur, og var við texta Erlings AmarPéturssonar. Meistaraverk- ið, hét hinsvegar lag Hilmars Sverrissonar við texta Þorleifs Konráðssonar. Alls bámst rúmlega 20 lög í keppnina og vom 10 valin til úr- slita. Flest laganna í úrslitunum vom eítir Skagfirðinga, sjö af 10. átti einnig annað ágætt lag í keppninni, og eitt lag eftir höfund frá Hólmavík var í úrslitunum. Meðal annarra lagahöfunda má t.d. nefna Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem átti tvö lög í keppn- inni, eins og Geirmundur Valtýs- son. Einnig átti Gunnar Gunnars- son bóndi í Ytra-Vallholti lag í keppninni, og var það við texta Erlendar Hansen. Höfundar lags og texta vinn- ingslagsins hlutu 100 þúsund í verðlaun. Gert verður myndband vió lagið og það flutt sem kynn- ingarlag á Sumarsæluvikunni, sem væntanlega verður mikil fjöl- skylduhátíð. Þá er í ráði að lögin í úrslitakeppninni verði öll gefm út á hljóósnældu og yrði þeirri út- gáfu sjálfsagt vel tekið, enda vora mörg laganna í úrslitunum mjög góð, og dómnenfndin var ekki öf- undsverð að kveða upp úrskurð Kristján Gíslason, Vigdís Gýgja Ingimundardóttir, Róbert Óttarsson og Valdís Guðbrandsdóttir á ftillri ferð í einu laganna 10, sem voru hverju öðru betra og gáfii evróvisjonlögunum ekkert eftir. sinn, en vægi hennar var 60%, á móti 40% áhorfenda úr sal. Minnst gömlu góðu daganna í Bifröst Skemmtunin í Bifröst var stór- kostleg. Húsið var troófullt, allir miðar seldust í forsölu og varð fólk frá aó hverfa. Meðal skemmti- atriða var dans Islandsmeistar- anna í samkvæmisdönsum, systk- inanna Ama Þórs Eyþórssonar og ErluSóleyarEyþórsdóttur. Vakti dans þeirra mikla hrifningu áliorf- enda og ætlaði lófaklappinu seint að linna eftir að þau yfirgáfu dansgólfið í Bifröst. Securitas dansflokkur stúlkna úr gagn- fræðaskólanum sýndi frjálsan dans og stúdentakórinn söng und- ir stjóm Hilmar Sverrissonar. Heilmikil tískusýning var einnig á dagskrá og þar vom sýnd föt fiá öllum tískuverslunum bæj- arins. María Mjörk Ingvadóttir var þar kynnir en hún átti líka sæti í undirbúningsnefnd dægurlaga- keppninnar ásamt Lovísu Símon- ardóttur. Áttu þær stöllur mjög annríkt, sérstaklega síðustu dag- ana fyrir úrslitakvöldið. Kynnir kvöldsins var hinsvcg- ar Króksarinn kunni og útvarps- maðurinn Bjami Dagur Jónsson, eða Bjami Syðribæingur eins og hann var alltaf kallaður á Krókn- um. Bjami Dagur var bara nokk- uð skemmtilegur í kynningum sínum. Minntist þar óspart gömlu góðu daganna úr Sæluvikunni og sagði skemmtilegar sögur af gömlu hetjunum. I upphafi minntist Bjami Dag- ur, Hauks heitins Þorsteinssonar, sem hann sagði hafa verið helstu driffjöður dægurlagakeppni kven- félagsins um árabil. Mannsins sem gcrði nær alla hluti sem gera þurfti svo unnt væri aó halda keppnina. Heiðmðu gestir minn- ingu Hauks með því að rísa úr sætum, en heiðursgestur kvöldins var ekkja Hauks, Helga Hannes- dóttir. Feykisbikar Sauðárkróksvöllur sumardaginn fyrsta: Tindastóll - Kormákur kl. 13,00 Þrymur - Hvöt kl. 19,00.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.