Feykir


Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 5
15/1994 FEYKIR5 „Fólk bjó sig sérstaklega undir Húnavökuna" segir Njáll Þórðarson sem leikið hefur mörg hlutverkin á Húnavöku Fyrir rúmum 50 árum haföi Ungmennasamband Austur-Húnvetn- inga forgöngu um að haldin yrði skemmtivaka að vorinu, eins og dæmi voru um að haldnar væru í öðrum byggðarlögum. Húna- vaka var þessi hátíð nefnd og árlega síóan hefur svo USAH stað- ið fyrir þessari vöku. Þeir em margir sem komið hafa viö sögu við þá iðju að skemmta gestum Húnavöku. Þegar blaðamaóur Feyk- is fór að rifja það upp hver gæti einna helst sagt frá einhverju skemmilegu í kringum Húnavökuna fyrr og nú, kom fljótlega upp nafn Njáls Þórðarsonar stórleikara og frjótæknis á Blönduósi. Símtólið var tekið upp og slegið á þráöinn til Njáls. Njáll var einmitt að fara að sinna skylduverkunum viö sæóingamar skammt vestan sýslumarkanna á Vatnsskaröi og það lá því beinast vió að mæla sér mót vió hann í fjósinu í Artúnum í Svínavatnshreppi. Njáll Þórðarson í hlutverki Skugga-Sveins. Feykir óskar lesendum sinum Gleöilegs sumars Njáll var fljótur að afgreiða kúna í Artúnum og eftir að við höfðum báðir þegið kaffi og meðlæti hjá húsbændum í Artúnum var sest út í fijótæknibílinn og byrjað að spjalla um Húnavökuna. „Ég er Vestfirðingur, úr Amarfirðinum, og lít á mig sem Vestfirðing þóég sé búinn að vera lengur á Blöndu- ósi en fyrir vestan. Eg fluttist til Blönduóss árið 1960, kom hingaó sem rennismiður og byrjaði að vinna í Vél- smiðju Húnvetninga, sem þá var verið að byggja upp. Þrem árum seinna hætti ég síðan í rennismíðinni og fór í sæðingamar og hef hangið í því síðan, eða í 31 ár. A þessum ámm upp úr 1960 var ennþá full reisn yfir Húnavökunni. Þá vom þetta 6-7 dagar með dagskrá upp á hvem dag. Fólkið kom úr sveitinni, alveg framan úr fremstu dölum og það var mikil þátttaka í hátíðinni. Mað- ur heyrði fólk rifja upp minningar frá Húnavökunni, sem vom á þann máta að sveitafólkið bjó sig sérstaklega und- ir að fara á Húnavökuna til að vera þar og skemmta sér. Þá fór það niður á Blönduós og var kannski ekkert að flýta sér heim. Hélt þá bara til hjá vinum og kunningjum alla vikuna. Og þetta var aðalskemmtun ársins og Húnavak- an var varla liðin þegar fólk var farið að hlakka til þeirrar næstu. Áhuginn virðist dofna jafnt og þétt En það hefur margt breyst síðustu árin og Húnavakan líka. Ahuginn fyrir þessari hátíð virðist dofna jafnt og þétt legum stykkjum, svo sem Ævintýri á gönguför, Skáld- Rósa, Kristnihald undir jökli og Þið munið hann Jömnd. Jömndur er sjálfsagt erfiðasta en jafnframt skemmtileg- asta sýning sem ég hef tekið þátt í. Þar lék ég Charly Brown, afskaplega skemmtilegan náunga“. Njáll forfallaðist skyndilega veturinn 1984 þegar til stóð að Ireikfélag Blönduóss setti Skugga-Svein á fjalim- ar. Það varð til þess að hætt var við leikritið, þar sem leik- félagsfólk gat ekki hugsað sér neinn annan en Njál í hlut- verki'Skugga-Sveins. „Við vomm búin að hittast einum tvisvar sinnum og lesa yfir handritið. Þá lenti ég klessu má segja, eiginlega frá toppi til táar. Það var ekkert annað en bílbeltió sem bjargaði mér frá því að bíða bana í þessu bfislysi. Andlit- ið á mér fór í mask, öxlin, handleggurinn og skrokkurinn alveg niður á rist var meira og minna í maski. Læknamir og hjúkmnarfólkið raðaði þessu saman eftir bestu getu og beinin og sárin grém ótrúlega fljótt. Ég var farinn að vinna aftur eftir hálft ár, sem er einstakt miðað við hvað ég slas- aðist mikið“. En Leikfélag Blönduóss verður ekki með neitt á fjöl- ununi nú í þessari Húnavöku? „Nei og það má eiginlega skrifa það á að leikstjórinn sem við vomm búin að ráða forfallaðist á síðustu stundu, þannig að íyrirvarinn var of skammur til að unnt yrði að útvega annan leikstjóra. í staðinn er stefnt að veglegri af- mælssýningu næsta haust, en þá verða 50 ár liðin frá stofnun Leikfélags Blönduóss“, sagði Njáll að endingu. Frjótæknirinn Njáll búinn að afgreiða kúna í Artúnum. eins og eðlilegt má teljast. Það þarf ekki að fara nema 30 ár aftur í tímann, að þá var þetta nær eina skemmtunin yfir árið, en nú er ffamboðið á skemmtun af öllu tagi orðin svo mikil“. Byrjaðir þú fljótlega í leiklistinni og þátttökunni í Húnavökunni eftir aó þú komst hingað? „Ég tengdist Húnavökunni og leiklistinni fyrst vegna þátttöku í kórsöng. Karlakórinn Vökumenn var starffækt- ur hér um tíma. A söngskemmtunum kórsins þótti einnig við hæfi að sýna smá leikþætti og það var í þessum sýn- ingum sem ég byrjaði að leika. Fyrsta hlutverkið var falska frænkan úr þætti sem við sýndum og var brot úr Frænku Charles. Síðan hef ég verið mikið viðloðandi sviðið bæði í söng og leik. Hjá Leikfélagi Blönduóss lék ég fyrst 1973 eóa ‘74 í Þrem skálkum sem Tómas R. Jónsson leikstýrði. Tómas leikstýrði lengi vel hjá leikfé- laginu meðan heilsan entist til starfa. Hann var eiginlega faðir leikfélagsins á þessum tíma, aðaldriffjöðrin í starf- inu ásamt Bjama Einarssyni vélstjóra, Margréti Jónsdótt- ur, Helgu Guðmundsdóttur og fleirum. Það er alltaf á- kveðinn kjami sem leikstarfið byggist á og sem betur fer verður alltaf viss endumýjun í hópnum. Hún verður líka að eiga sér stað. Lenti í klessu frá toppi til táar Ég veit ekki hvað hlutverkin em orðin mörg sem ég hef leikið, en maður hefúr tekið þátt í mörgum skemmti-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.