Feykir


Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 20.04.1994, Blaðsíða 7
15/1994 FEYKIR7 Á að selja Rafveitu Sauðárkróks? Á fundi bæjarstjómar Sauð- árkróks sem haldinn var 5. apríl sl. kom fram í máli þeirra Stefáns Loga Haraldssonar fulltrúa Fram- sóknarflokksins og einnig hjá fulltrúa Alþýðubandalagsins, að rétt væri að kanna hvort selja ætti Rafveitu Sauðáriaóks og nota sölu- andvirðið til að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndir um sölu heyrast úr þessum herbúðum í bæjarstjóm. Það er ljóst að Rarik væri tilbúið að kaupa Rafveitu Sauðárkróks til að styrkja tilvist sína, hefur enda verið aó kaupa margar bæjar- og sveitarfélaga- veitur nú síðustu árin. Umræður fara nú fram um breytingar á rekstrarformi Rafmagnsveitna rík- isins. Margir telja að orkubú og svæðisveitur í sameign sveitar- félaga og/eða ríkisins sé það sem koma skal. Meirihluti bæjarstjómar Sauóárkróks telur að skoóa eigi stofnun svæðisveitu íyrir Skaga- fjörð. Fyrir nokkrum mánuöum kom til umræðu í bæjarstjóminni hug- mynd um að stofna svæðisveitu Skagafjarðar og hefur það mál m.a. verið kynnt í Iðnaðarráðu- neytinu og einnig í Héraðsnefnd Skagfirðinga. Veitustjóm Sauðár- króks stóð fyrir fundi með full- trúum sveitarfélaga í Skagafirði um þessi mál íyrir skömmu og þar kom ffam mikill áhugi fyrir því að halda málinu áfram og kanna hvaða möguleikar væra í stöðunni. Á að selja Rafveitu Sauðárkróks? I mínum huga kemur það vart til greina og er nánast tímasóun aó kanna málið. Þó svo að gylliboð komi um að greiða tvö til fimm hundrað milljónir fyrir veituna, og með því væri hægt að borga skuldir bæjarins upp, þá er ýmislegt fleira sem hangir á spýtunni. I fyrsta lagi: Allt ffumkvæði og ábyrgð væri frá heimamönnum tekið. Það er í andstöóu við yfirlýst markmió sveitarstjómarmanna þar sem megin áhersla er lögð á að efla sveitarfélögin, ábyrgð þeirra og sjálfstæði í sem flestum mála- flokkum. Á fundi stjómar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga þann 25. febrúar sl. var samþykkt til- laga um að setja af stað könnun á hagkvæmni sameiningar dreifi- veitna raforku eða stofnunar orkubúa í hérðuðum landsins. I öðru lagi: Þó svo að staða bæjarsjóös sé ekki sem best um þessar mundir, þá er vert að líta til þess að Raf- veitan er skuldlaus og leggur til bæjarins fjármagn til ýmissa framkvæmda m.a. dreifikerfið, lýsingu bæjarins o.fl. Á árinu 1993 stóð Rafveitan fyrir því að Kirkjustígurinn var endurbyggður og fleira mætti nefha sem veit- umar hafa unnið fyrir bæjarfé- lagið. í þriðja lagi: Sveitarstjómin ræður gjaldskrá fyrirtækisins. Það má sjá áþreif- anlegan árangur af því, en þrjár síðustu hækkanir á gjaldskrá Rarik á rafmagni hafa ekki komið til framkvæmda á svæði Rafveitu Sauðárkróks. I fjórða lagi: Með því að fyrirtækió sé í eigu heimaaðila og lúti þeirra stjóm tryggir það ákvörðun um fjölda starfsmanna. Ef stjómunin flyst frá heimaaðilum er meiri hætta á að með, jiagræðingu“ verði starfs- mönnum fækkað í Skagafirði og þjónustan komi annars staðar frá. I lokin mætti spyrja þá fúlltrúa sem vilja skoða sölu á rafmagns- veitu bæjarins til Rarik, hvort þeir vilji líka selja hitaveitu bæjarins, en Rarik hefur einnig verið að kaupa hitaveitur á landsbyggðinni. Bjöm Sigurbjömsson, fulltrúi jafnaðamanna í bæjarstjóm Sauðárkróks. Stuðningsfólk B-listans! Kosningaskrifstofan í Framsóknarhúsinu verður opin fyrst um sinn alla daga frá kl. 16-19. Síminn á skrifstofunni er 35374 og myndsími 36757. Ávallt heitt á könnunni. Kosningastjóri er Magnús Rögnvaldsson. Vinnueftirlit ríkisins Tímabundin eftirlitsstörf Vinnueftirlit ríkisins auglýsir eftir starfsmönnum til tímabundinna starfa við skoðun vinnuvéla og tækja fyrir umdæmisskrifstofurnar á ísafirði, Akranesi og Sauðárkróki. Viókomandi þurfa að hafa góóa tæknimenntun og helst réttindi á farand- vinnuvélar. Einnig þurfa þeir að hafa bifreið til afnota til notkunar við starfió. Ráðningartími er 4,5 mánuóir. Upplýsingar um starfíð veitir Stefán R Stefánsson umdæmisstjóri á Sauðárkróki í síma 95-35015. Laun eru samkvæmt launakerft opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkisins Skagfirðingabraut 21 fyrir 24. apríl 1994. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Harmonikkuunnendur! Mynd- bandsupptökur frá síóasta lánds- móti SIHU til sölu hjá Sigurði Bjömssyni Raftahlíð 34 Skr. og ASH Keramik Varmahlíð. Til sölu notaðir varahlutir í margar eldri gerðir dráttarvéla og sex hjóla vörabíla. Einnig öxlar og grindur í vagna og kerrur. Upplýsingar í síma 38055. Tjaldvagn til sölu, Combi Camp árgerð 1992, með fortjaldi. Upp- lýsingar gefur Birgir í síma 24002 ákvöldin. Til sölu alíslenskir hvolpar og skagfirskir í þokkabót. Upp- lýsingar í síma 35383 eftir kl. 18. Til sölu Galant árgerð 1988. Allar upplýsingar fást hjá Efemíu í síma 35846 fyrir hádegi og í síma 36010 eftir hádegi. Til sölu Emmaljunga bama- kerra, með skenni og svuntu. Einnig á sama stað til sölu bambílstóll og bamarúm úr fúra. Upplýsingar í síma 95-36627. Færiband til sölu ásamt mótor. Upplýsingar hjá Guómundi Bjömssyni Tjamarkoti Miðfirði í síma 12951. Til sölu rúllubaggar og notað þakjám á góðu verði. Upplýs- ingar í síma 38258 á kvöldin. Til sölu tvíbreitt rúm, 160x200 sm með hvítum krómgöflum. Upplýsingar í síma 35929. Atvinna óskst! Nítján ára hálfmenntaður vé]- vikjanemi óskar eftir atvinnu. Er ýmsu vanur og getur hafið störf strax. Nánari upplýsingar í síma 38281 (Pétur). Tapað - fundið! Gullhringur fannst á Skagfirð- ingabraut. Upplýsingar í síma 35466. Fæst gefins! Hvolpar fást gefins. Upplýsingar í síma 35530. Veiðileyfi! Veiðileyfi í Flókadalsá fást hjá Guðbrandi í síma 35156. Stórmarkaður! Til sölu Range-Rover árgerð 1973, góður bíll, Lada sport árgerð 1987 skoðaður 1994, tvær dráttarvélar af David Brown-gerð 880, önnur með ámoksturstækjum. Einnig á sama stað til sölu tveir skjóttir graðfolar undan Sokka 1060 og Röðli 1053, og nokkrar fylfullar hryssur, velættaðar. Upplýsingar í síma 22619. Au-pair! Islensk fjölskylda í Frakk- landi óskar eftir Au-pair á aldrinum 18-20 ára frá og með 1. júní. Þeir sem hafa áhuga skili inn umsóknum ásamt heimilis- fangi og síma á skrifstofu Feykis og er umsóknarfrestur til 6. maí. Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1994 í Fellsborg Skagaströnd og hefst kl. 13,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 11. grein samþykkta félagsins. 2. Onnur mál, löglega borin upp. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi, skulu komnar í hendur stjómarinnar eigi síóar en sjö dögum fyrir aóalfund. Dagskrá og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Stjóm Skagstrendings hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.