Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Afleiðingar óbreytts sjávarútvegsfrumvarps: Fjöldi fiskverkafólks við Skagafjörð missa vinnuna „Ef þetta frumvarp um framsal kvóta fer í gegnum þingið er ljóst að það mun kollvarpa öllu því sem okkar afkoma hefur byggst á síðustu árin, og binda enda á það sem við höfum ver- ið að gera með að fá aukið hrá- efni til vinnslu í húsunum hjá okkur, sem hefur orðið til þess að auka til muna atvinnu hér á svæðinu. í dag stöndum við frammi fyrir því að þurfa ann- aðhvort að stytta vaktirnar úr átta tímum í sex, eða fella niður vaktafyrirkomulagið og taka upp átta stunda vinnudag, sem mundi þýða verulega fækkun starfsfólks. Þessir kostir hafa verið kynntir starfsfólki á fund- um og forsvarsmönnum verka- lýðsfélaganna“, segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Ljóst er að sjávarútvegsfrum- varpið sem nú liggur fyrir Alþingi er stórmál fyrir atvinnulíf við Skagafjöró. Frumvarpiö gerir ráð fyrir banni á framsali kvóta, en hráefnisöflun Fiskiðjunnar hefur einmitt byggst á tonn á móti tonni aðferðinni við framsal kvótans. Með þessu hefur Fiskiðjan tvö- faldað mögulegthráefni til vinnslu og náð þannig að drýgja stórlega þann þorskkvóta sem fyrirtækið hefur til ráðstöfunar, en þorsk- kvóti Fiskiðjunnar/Skagfirðings hefur verið skertur um rúm 60% síðustu sex árin. Þá hefur tilhögun veiði togara Skagfirðings verió sniðin að kvótakerfínu og framsali kvótans. Að sögn Einars Svansson- ar í Fiskiðjunni hafa útgerðir og skipshafhir þeirra báta sem fyrir- tækið hefur haft í viðskiptum not- ið góðs af tonn á móti tonni reglunni. Það em ekki aðeins útgerðar- menn sem segja að fari sjávarút- vegsfrumvarpið óbreytt gegnum þingið muni það stórlega bitna á atvinnu landverkafólks. Ymsir forsvarsmenn veikalýðsfélaga taka í sama streng, svo sem Jón Karls- son formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauóárkróki. Jón segir að bann við íramsali kvótans á þenn- an hátt ranga aðferð til að ganga frá samningum við sjómenn, sem tilgangur frumvarpsins augljós- lega sé. „Við emm vitaskuld á móti kvótabraski en teljum eólileg þessi viðskipti sem hérhafa átt sér stað“, segir Jón. Á aðalfundi Kaupfélags Skag- flrðinga, sem haldinn var sl. laugardag, kom fram að halli varð á samstæðureikningi KS og dótturfyrirtækja þess upp á 28 milljónir á síðasta ári. Iretta tap er tilkomið vegna útkomu sjávarútvegsfyrirtækjanna. I»ar varð tap upp á 48 milljón- ir, en hagnaður á KS varð 28 milljónir. „Útkoman er mjög svipuð milli ára. Það birtir hægt upp, vextirnir eru lægri nú í ár en á móti kemur aukinn samdráttur í þjóðfélaginu“, segir Þórólfúr Gíslason fram- kvæmdastjóri KS. Ástæða fyrir 48 milljóna tapi sjávarútvegsfyrirtækjanna á síð- asta ári er aðallega rakin til geng- isfellingar um mitt árið og verð- falls á framleiðsluvömm, en þeg- ar það gerðist átti Fiskiójan mikl- ar birgðir. Rekstur einstakra deilda KS gekk vel á síðasta ári, ef undan em skilin sláturhús og gras- kögglaverksmiðjan í Vallhólmi, sem vom rekin með tapi á árinu. Á öðmm deildum félagsins varð hagnaður. Eiginfjárhlutfall félags- ins er um 50% eða svipað og það var árið áður, en veltufjárhlutfall hefur aukist lítillega. Hjá einstökum deildum Kaup- félags Skagfirðinga starfa nú rúmlega 200 manns. Rúmlega sá fjöldi starfar hjá dótturfyrirtækj- um félagsins, og því mun láta nærri að um 500 manns hafi at- vinnu af samvinnurekstrinum við Skagafjörð. Flökun og frysting bol fisks með rækjunni Hjá Meleyri á Hvammstanga Að undanfornu hefúr verið unnið að uppbyggingu fisk- vinnslu hjá Meleyri hf á Hvammstanga. Þar er um að ræða flökun og frystingu á bol- fiski með útflutning í huga. Ás- berg Pétursson eigandi og framkvæmdastjóri í fiskvinnsl- unni Leiti hf í Hnífsdal hefur verið hjá Meleyri nú um tíma með þrjá starfsmenn sína og hefúr Ásberg ásamt þessu starfsfólki unnið að því að miðla af þekkingu sinni varð- andi rekstur fiskvinnslu, upp- setningu á tækjum, handtök við flökun, pökkun o.fl. sem vinnslunni viðkemur. Ekki er reiknað með að farið verði út í neinar fjárfestingar vegna þessa þar sem hluti af tækjunum sem til þarf var til fyr- ir og einnig átti Leiti hf eittlivað af tækjum sem það lánar Meleyri fyrir þetta verkefni. Verður þetta því hrein viðbót við reksturinn og mun að öllum líkindum styrkja hann mjög. Einnig er hér kær- komin viðbót við atvinnulíf svæðisins, því reiknað er með að þetta geti skapað 15-25 manns at- vinnu og munar mikið um slíka viðbót í svo litlu byggðarlagi sem Vestur-Húnavatnssýsla er. Búast þeir Guðmundur og Ás- berg við að hægt verði að vinna um 1500-2000 tonn af bolfiski á ári í vinnslunni, en miðað er við að fá handflakara á staðinn og er einn þeirra starfsmanna sem hafa verið hjá Meleyri hf að undan- fömu, vanur handflakari frá Englandi og mun hann kenna fólki á staðnum handbrögðin. Isfang á ísafirði hefur haft milligöngu um útflutning fyrir Leiti hf og mun þaó einnig sjá um útflutninginn fyrir Meleyri hf. Hráefni verður keypt á mörkuð- um á Suður-, Vestur- og Noður- landi, auk þess sem afli sem berst að landi með rækjubátunum vcrður nýttur í vinnslunni. EA. Vorboðarnir hafa gert vart við sig hjá bændunum á Nöfúnum. Fyrsta kindin bar þar 17. aprfl sl. Það var Botna hennar Erlu Lárus- dóttur og skilaði hún þrem fallegum lömbum. Eria telur þetta mjög vænlegt bankaráð en deilt hefúr verið um bankamálin undanfarið. Kaupfélagsfyrirtækin í Skagafirði: 28 millj. halli í fyrra —KTen$ítf — Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æl bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviögeróir • Hjólbarðaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.