Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 2
2FEYKIR 16/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHemiannsson, Siguróur Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Fram ályktar gegn banni á framsali veiðiheimilda Eins og fermingardrengir Þeir em aldeilis saklausir að sjá þessir piltai; en sjálfsagt vetður ekki sami gállinn á þeim þegar þeim verður hleypt út í íyrsta sinn, einhvem næstu daga vonandi, eða þegar tíðin batnar. - En þeir sem þekkja til í sveitinni vita að er oft ekki síðri atgangur þegar hrútunum er hleypt út á fyrsta sinn á vorin eins og þegar kýmar komast loksins undir ferskt loft. Þá er galsinn það mikill að þessi kyntákn í hjörðinni renna sam- an og reyna meó sér í þeirri íþrótt sem nærtækust er. Og þessum slags- málum fylgir gjaman blóðnasir, blæðingar með homum og önnur minni háttar meiðsl. Kannski er líka þama verið að gera upp gamlar eijur ftá vedinum, en atliaíharými til slíks uppgjörs er ógjaman til stað- ar í þröngri stíunni sem þeir hafa orðið að híiust í allan veturinn. Þetta em hrútamir hennar Erlu Lámsdóttur bónda á Nöfunum. Bia kallar þann til vinsdi Hiafn Gunnlaugsson, en Steinn Heimisson ertil hægri. Sá var íyrsta lambið sem fæddist á Nöfunum í fyiravor og er eins og nafriið bendir til sonur Heimis Steinssonar, sem Eiia heíúr sleg- ið af vegna aldurs sakir. Tindastólsstelpurnar bikarmeistarar „Komi ekki til lagfæringa á frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingar á stjórn fiskveiða, mun það vinna gegn þeirri hagkvæmni sem augljós er í rekstri ýmissa fyrir: tækja um þessar mundir. f frumvarpinu eru alltof mikil höft á framsali kvóta milli út- gerða og skipa. I»au munu leiða til þess að frystiskipum fjölgi, útflutningur á óunnum fiski í gámum mun aftur aukast og atvinna landverkafólks minnka að sama skapi“, segir í ályktun frá Verkalýðsfélaginu Fram í Skagafirði vegna sjávarútvegs- frumvarpsins. I ályktuninni segir cinnig að hvaða skoðanir svo sem menn hafi á núverandi kvótakerfi sem stjómtæki við fiskveiðar íslend- inga, þá sé það staðreynd að þau sjávarútvegsfyrirtæki sem skilað hafi bestum árangri og sýnt mest- Nýr ferða- málafulltrúi Jakop Þorsteinsson þrítugur ísfirðingur hefur verið ráð- inn til að taka við starfi ferða- málafulltrúa Skagafjarðar af Vigfúsi Vigfússyni sem lætur af því starfi í næsta mánuði. Jakop var valinn úr hópi 23 umsækjenda. Hann hefur MA próf í ferðamálafræðum frá háskóla í Kanada og BSC próf í landafræði frá Háskóla ís- lands. Jakop tekur við hinu nýja starfi í maílok. ar framfarir og þróun, séu þau sem lagað hafi sig að kerfinu og nýtt sér þann sveigjanleika sem það býður upp á tíl meiri hráefn- isöflunar og öflugri vinnslu í landi. ,J»að er lífshagsmunamál fyr- ir atvinnulífið á Islandi að sem mestur virðisauki verði til í land- inu við úrvinnslu á íslensku hrá- efni. Því skorar stjóm Verkalýðs- félagsins Fram, með stuóningi starfsfólk í fiskiðnaði við Skaga- fjörð, á stjómvöld að þau afgreiði þessi mál með hagkvæmni og þróun fiskvinnslunar í landi að leiðarljósi. Alþýðuflokksmenn á Sauðár- króki hafa ákveðið framboð sitt til bæjarstjórnarkosning- anna 28. maí nk. Listinn var birtur nú eftir helgina og voru kratar seinastir framboða á Sauðárkróki til að birta fram- boðslista sinn að þessu sinni, það er að segja svo frarlega sem óvænt framboð komi ekki fram á síðustu stundu. A-listi jafnaðarmanna á Sauðárkróki er þannig skipaður: 1. Bjöm Sigurbjömsson skólastjóri. 2. Pétur Valdimarsson kaup- maður. 3. Eva Sigurðardóttir banka- maður. 4. Guðmundur Guðmunds- son framkvæmdastjóri. Unglingaflokkur kvenna í Tindastóli tryggði sér um helgina bikarmeistaratitil í körfubolta. Stelpurnar töp- uðu síðan naumlega fyrir KR í úrslitum Islandsmóts- ins, en í fyrra urðu flestar 5. Jón F. Hjartarson skóla- meistari. 6. María Gréta Olafsdóttir bankamaður. 7. Dóra Þorsteinsdóttir bóka- safnsvörður. 8. Guðbrandur J. Guðbrands- son tónlistarkennari. 9. Kolbrún L. Hauksdóttir kaupkona. 10. Agústa Ingólfsdóttir tækniteiknari. 11. Bjamey Sigurðardóttir verslunamiaður. 12. Þórhallur Fillipusson myndlistarmaður. 13. Jóhannes Hansen bif- reiöastjóri. 14. Jón Karlsson form. vcrka- lýðsfélagins Fram. þessara stúlkna bæði ís- lands- og bikarmeistarar. Arangur stúlknanna er hreint frábær og ljóst að Tindastóll þarf ekki að kvíða framtíðinni í kvennaboltanum. Tindastóll sigraði Keflavík í úrslitum bikarkeppninnar, með fjögurra stiga mun, en tapaði síðan fyrir KR í úrslitum ís- landsmótsins með þriggja stiga mun. Þjálfari stúlknanna er eins og í fyrra Kári Marísson. Af götunni Bruggað undir lög- regluvernd Það kom mörgum Skagfirð- ingnum spánskt fyrir sjónir, þeg- ar það fregnaðist á dögunum að lögreglan hafi gómað landa- bruggara og gert „verksmiðju" hans upptæka. Það hefur nefni- lega ríkt um að það þegjandi sam- komulag á svæðinu, milli lögregl- unnar og þegnanna, að það væri allt í lagi að bragga áfenga drykki til heimilisnota, eins og kallað er, það er ef menn fara ekki að koma miðinum í peninga. Sá skilningur hefur verið að þessi gjömingur sé leyfilegur innan þessara marka. Meira að segja hefur þessi sátt öðlast slíkt gildi, að í einstökum tilfellum hefur verið talað um að „menn bragguðu undir lögreglu- vemd". Það er því von að taka bragg- arans hafi þótt tíðindi. Rækallinn í þessu máli mun hinsvegar ekki hafa verið braggunin sjálf, enda hafi sannast að hún væri eingöngu til heimilisnota, heldur að maður- inn framdi umferðalagabrot, und- ir áhrifum gambra, auk þess að nokkrar flöskur fundust í bíl hans og meira magn heima hjá honum. Áróðursstríðið að byrja Jæja, þá er kosningaáróðurinn farinn að berast inn um lúgumar hjá fólki og vænta má margra slíkra sendinga fram að kjördegi 28. maí nk. Fyrsti vísir þess kom inn um hurðarrifumar um síðustu helgi. I norðanffæsingnum bárast sumarkveðjur frá framsókn, með fögram oröum og fyrirheitum frá oddvita listans Stefáni Loga Har- aldssyni. Mun framsóknarmönn- um hafa hlýnað um hjartarætum- ar við þessa sendingu, en sami kuldahrollurinn verið til staðar í hinurn sálunum, sem bíða vor- komunnar enn um sinn. Bíóa þess að vorið komi svífandi á vængum yfir flóann eins og sagði í dægur- legatextanum sem Raggi Bjama söng svo fallega, texti Theódórs Einarssonar á Akranesi við lag Bandaríkjamannsins Pat Boone. * Askrifendur góðir! Vinsamlegast dragið ekki aó greióa gíróseólana fyrir áskriftargjöldum. Þeir sem hugsanlega hafa glataó gíróseólum er bent á reikningsnúmer blaösins nr. ✓ 1660 í Búnaðarbanka Islands á Sauöárkróki. Auglýsið í Feyki Björn leiðir A-listann á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.