Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 3
16/1994 FEYKIR3 Verður baráttan stutt og snörp? íslandsmeistarar Tindastóls í 8. flokki ásamt þjáifara sínum Ingvari Ormarssyni. Strákarnir urðu íslandsmeistarar Sýndu mikinn baráttuvilja í úrslitakeppninni Þá er mjög að styttast í það fyr- irbæri sem á sér stað á fjögurra ára fresti, að fólk kjósi sér fulltrúa til að fara með málcfni sveitarfélags- ins næstu árin. Reyndar voru margir orðnir uggandi um að núna yrðu óhlutbundnar kosninar í stærri sveitarfélögunum líka. Framboðin létu talsvert á sér standa. Einn af öðlingunum er sagður hafa haft á orði, að hann hefði nú eiginlega ætlað að kjósa framsókn, það er að segja ef þeir byóu fram. - En sem sagt nú hef- ur ræst úr málum og spekingam- ir segja að fyrst þetta fór svona seint af stað verði um stutta og snarpa kosningabaráttu að ræða núna. Hafi fólk einhvem tíma ástæðu til að taka sér penna í hönd og drepa á mál sem brennur á því, þá er það einmitt þessar vikumar. Mörgum ritstjórum þykja þessar síðustu vikur fyrir kosningar Forkólfar K-listans stóðu við það sem þeir voru búnir að segja, að framboðslista sinn mundu þeir birta á sumar- daginn fyrsta, og sól- skins- brosið sem þeir töluðu um að setja upp hefur kannski fylgt líka. Framboðslisti K-listans, óháðra kjósenda, fyrir bæjarstjórnar- kosningamar á Sauðárkróki 28. maí nk. lítur þannig út: 1. Hilmir Jóhannesson mjólk- urfræðingur. 2. Gunnlaug Kristín Ingva- dóttir forstöðumaður. 3. Brynjar Pálsson kaupmaður. 4. Freyja Jónsdóttirkaupmaður. 5. Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri. 6. Halldóra Hartmannsdóttir meinatæknir. 7. Dagur Jónsson rafvirkja- meistari. 8. Jóney Kristjánsdóttir skrif- stofumaður. 9. Sigurður Sveinsson síma- verkstjóri. 10. Hartmann Halldórsson út- gerðarmaður. Au-pair! Islensk fjölskylda í Frakklandi óskar eftir Au- pair á aldrinum 18-20 ára frá og með 1. júní. Þeir sem hafa áhuga skili inn umsóknum ásamt heintilisfangi og síma á skrifstofu Feykis og er umsóknarfrestur til 6. maí. óskatími, þá skrifi blöðin sig hreinlega sjálf. Ritstjóri Feykis hefur reyndar lítið fundir fyrir þessu og finnst alltof lítið unt að fólk láti í sér heyra. Ekki aðeins frambjóðendumir sjálfir, sem em allt of daufir að þessu leyti, held- ur líka hinn almenni kjósandi, sem á að hafa ákveðnar skoðanir á málum og óragur að setja þær fram. Hér er sem sagt skorað á fólk aó nýta sér blaðið fram að kosn- ingum. Og þá er um að gera, og reyndar nauðsynlegt, að hafa skrifin stutt og hnitmiðuð. í litlu blaði eins og Feyki er erfitt að koma „langhundum" fyrir, sér- staklega ef mikió framboð er af öðm efni. Frambjóðendur, kjósendur. Nú er tækifæri að láta í sér heyra. Skilafrestur á efni er til kl. 17,00 á föstudögum. 11. Guðmundur Brynjar Olafsson plötusmiður. 12. Bjöm Sverrisson húsa- smíóameistari. 13. Rúnar Bjömsson yfirsíma- verkstjóri. 14. Sverrir Valgarðsson húsa- smíðameistari. Strákarnir í 8. flokki Tindastóls í körfubolta stóðu sig frábær- lega um helgina þegar þeir urðu Islandsmeistarar í sínum flokki. I>essir strákar hafa undanfarin tvö ár verið mjög nálægt því að vinna titil. Sigurganga liðsins hefur verið mikil á fjölliðamót- um vetrarins og pressan var mikil á þeim þegar til úrslita- keppninnar kom á heimavellin- um, Síkinu. I>etta mikla tauga- álag kom berlega fram í síðasta leik liðsins í mótinu, þar sem úr- slitin réðust í framlenginu og í vítaskoturn á síðustu sekúndum hennar. Keppnin var æsispennandi og urðu þrjú lið jöfn að stigum: Tindastóll, KR og Skallagrímur, en Tindastólsmenn voru með mesta stigamun í innbyrðisviður- eignum þessara liða. Urslitin réð- ust samt ekki fyrr en í síðasta leik Tindastóls í keppninni þar sem lið- iö lék gegn Njarðvíkingum. Þenn- an leik varð Tindastóll að vinna til að tryggja sér Islandsmeistaratitil- inn, en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Leikurinn var mjög jafn allan tímann. Njarövíkingar voru þó með frumkvæðið og léku betur, enda engin pressa á þeim. Tinda- stólsmenn voru greinilega þrúgað- ir af taugaspennu og lokakafli leiksins var æsispennandi. Það kom í hlut Isaks Einarssonar að jafna metin úr vítakskoti þegar venjulegur leiktími var úti, þannig að til framlengingar kom. Njarð- víkingar byrjuðu betur í framleng- ingunni og náðu fimm stiga for- skoti, en Tindastólsmenn sýndu mikinn vilja og náöu að vinna þann mun upp. En tæpara mátti það ekki standa. ÞegarTindastóls- menn vom einu stigi undir og tvær sekúndur voru eftir varð einum Njarðvíking það á að brjóta af sér við miðlínu vallarins. Aftur var Isak mættur í bónusskot. Hann stóðst álagið og hitti úr fyrra skot- inu og það seinna fór einnig ofan í, og þar með var Islandsmeistaratit- ilinn tryggður. Mikill fögnuður braust út hjá leikmönnum og stuðningmönnum liðsins í leikslok, enda cngir sigrar sætari en þeir sem vinnast á loka- sekúndunum. Langþráðu tak- marki drengjanna var líka náð. Eflum skagfirskt atvinnulíf! 4% nafnvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga K-listinn birtist á sumardaginn fyrsta

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.