Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 16/1994 „Kveð sáttur við allt og alla" Fjölmenni kvaddi sýslumannsjón Húnvetninga „Þetta var mikil hátíð og viö hjónin emm mjög þakklát fyrir þá vinsemd og viróingu sem okkur var þama sýnd. Eg hélt nú annars aó maóur væri ekki svona merkilegur aó eiga allt þetta skilió. En þaó var gaman aö hlusta á ræðum- ar og maóur lyftist alveg í sætinu undan öllu þessu hóli. Héraðsnefndir beggja sýslnanna sem stóöu fyrir þessu og fólkið allt sem kom og átti þessa stund með okkur á mikl- ar þakkir skildar“, sagói Jón ísberg, sem nú er víst orðinn fyrrverandi sýslumaður Húnvetninga. Sýslumannshjónin, Jón og Þórhildur, taka við bókargjöf og blómum úr hendi bæjarstjórans á Blönduósi, Ofeigs Gestssonar. Myndir: Sigurður Kr. Jónsson. Karlakórinn Lóuþrælar sungu nokkur lög undir stjóm Ólafar Pálsdóttur. K-listinn, hvers vegna? Óháó framboð á Sauóárkróki hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn síóan þaó bauð fram fyrst 1982. Þetta sýnir að nokkur hópur kjósenda hér á Sauðárkróki hefur verið þeirrar skoðunar, aó í sveitarstjóm- armálefnum séu landsmálaflokkamir ekki besti kosturinn. Þaó er líka staðreynd að miklu fleiri en kosiö hafa K-listann halda því fram aó óháð framboð séu æskileg og bæjar- stjómarkosningar snúist miklu frekar um menn, en pólitískar stefnur og átök í landsmálum, þó svo að flokkshollustan ráði krossinum þegar í kjörklefann kem- ur. Vissulega hefur þessu sjónarmiði vaxið fylgi undanfarið. Víóa um land eru nú bomir fram listar sem merkja sig með öörum áherslum en, A- B- D- og G. Ljósasta dæmið er í Reykjavík þar sem allt í einu er komin á loft sú skoðun að í málefnum borgarinnar sé svo lítill mun- ur á stefnum að allir minnihlutaflokkam- ir ganga brosandi í eina sæng og annar ágreiningur hljóðlega lagður til hliöar og enginn í þeim hópi er uppi meó það slag- orð sem dunið hefur á K-listanum frá fyrstu tíó. „Þetta er fólk sem hefur hvorki skoóun né stefnu í pólitík!!“ Nú er allt í einu orðið gott aó starfa að málefnum sveitarfélagsins án þess aó vera fjarstýrt af Stóra bróóur. Það liggur auðvitað engin sönnun á boróinu um að þessi kúvending sé K-listanum aö þakka, en víst er freistandi að benda á aó mörg þau rök sem R-listinn dregur nú fram, eru löngu oróin úrelt slagorð í munni okkar K-lista manna. Meó þessu vonum vió aó afgreitt sé í eitt skipti fyrir öll sú staðhæfing, að vegna þess aó vió fjöllum aðeins um málefni Sauóárkróksbæjar, en ekki landsmálapólitík, þá séum vió óhæf til að leysa þau vandamál sem upp koma næsta kjörtímabil. Vió fögnum því inni- lega ef umræóan snýst eingöngu um frambjóðendur og hæfni þeirra, en ekki einhvern mjög óljósan og illa skilgreind- an bakgrunn sem listarnir hafa, af því aó þeir heita A, B, D, G eða V. K-listinn vill í þessum kosningaslag, sem framundan er, eingöngu tala um kosti frambjóðenda á hvaða lista sem þeir eru, því að það skiptir kjósendur mestu máli að fá upplýsingar um þetta. Raunar höldum við, aó einhverjir aðrir muni veróa til að finna og benda á þá stóru galla sem við vissulega höfum, þannig að háttvirtir kjósendur fái trú- verðuga lýsingu á okkur, og geti út frá því metió veröleika okkar til aö taka áfram þátt í að stjóma þessum bæ. K- fyrir Krókinn! Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka fram að þessi grein er auglýsing. Hilmir Jóhannesson. Um 400 Húnvetningar kvöddu sl. sunnudag sýslumann sinn Jón Isberg, eítir að hann hafði þjónað héraðsbúum í 43 ár, eða síðan Jón tók við starfi fulltrúa sýslu- manns hjá föður sínum, Guð- brandi Isberg 1951. Sýslumaður varð Jón síðan 1960. Með brott- hvarfi Jóns úr sýslumannsemb- ^ettinu má segja að þar með sé lokið ákveðnum kafla í sögu sýslmannsvaldsins í landinu. Jón er að mörgum talinn síðasti full- trúi gömlu sýslumannanna. Þeirra sem em tilbúnir að fara sínar eigin leiðir og láta ekki ráð- herravaldið knésetja sig. Jón er líka ákaflega þekktur fyrir að rækta mannlega þáttinn er lýtur að starfmu. „Lagabókstafurinn er þannig að það er bókstaflega stundum ekki hægt að fara alveg cltir honum. Hinsvegar verða all- ir að vera jafnir fyrir lögunum. Þetta er jú fólk sem við erum að þjóna“, segir Jón. Þeim Isberghjónum bárust margar gjafir á sunnudaginn. Héraðsnefndimar færðu þeim t.d. útskoma hillu með myndurn úr sýslunni og skjaldarmerkjum beggja héraðsnefndanna. „Þetta er ákaflega fallegur og merkileg- ur gripur. A honum er álctmn úr höfðletri og sjálfsagt vcróur þetta eftirsóttur gripur eftir einhver ár- hundmð. Okkur bámst margar fleiri góðar gjafir cn vitaskuld er það hugurinn sem skiptir þar mestu máli. Þetta er búinn að vera góöur tími héma. Ég kveð embættið sáttur við allt og alla. Okkur hjónunum hefur liðið hér vel og sjáum ekki ástæðu að flytja okk- ur til. Hér höfum við líka nóg að sýsla í ellinni'% sagði Jón í viðtali við Feyki, en í samtali í frétta- tíma RUV sagðist hann ætla að byrja á því að teygja úr sér og njóta lífsins. Jón fæddist á Möðmvöllum í Eyjafirði og snemma kom stjóm- kaénska hans í ljós þcgar hann fór að segja vinnumönnunum fyrir verkum, er Guðbrands fööur hans naut ekki við. Stúdent varð Jón frá MA 1946, Hann lauk embættisprófi í lögfræði við HI 1950 og stundaði nám í alþjóða- rétti við Lundúnarháskóla 1950- 51. Síðan tekur við samfelldur sfarfsferill á sýsluskrifstofúnum á Blönduósi, fullrúastaða fyrstu níu árin en síðan sýslumannsembætt- ið. Samhliða sýslumannsstarfínu hefur Jón m.a. stundað búskap í frístundum og safnari er hann mikill, á t.d. mikinn fjölda bóka. Eiginkona Jóns er Þórhildur Guðjónsdóttir og eiga þau sex böm: Amgrím héraðsdómara, Eggert Þór framkvæmdastjóra, Guðbrand Magnús prentara, Guðjón hagfræðing, Jón Olaf sagnfræðing og Nínu Rós mann- fræðing. Feykisbikar Sauðárkróksvöllur: Miövikud. kl. 19,30 Þrymur - KS Föstud. kl. 19,00 Tindastóll - Hvöt Laugard. kl. 14,00 Kormákur - KS Sunnud. kl. 17,00 Þrymur - Tindastóll Komið og sjáið spennandi leiki. Aðgangur ókeypis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.