Feykir


Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 18/1994 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á mióvikudögum vikulega. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Anna Kristín Gunnarsdóttir í 1. sæti G-lista skrifar: Órökstuddar árásir og sjálfshól Framsóknar Áskorun á Gunnar Braga Sveinsson Rúmgott einbýlishús til sölu! Til sölu er stór og rúmgott einbýlishús vió Háuhlíó á Sauöárkróki, ef vióunandi tilboó fæst. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason lögmaður. „Orða sinna á hver ráð”, sagói Grettirsterki Asmundarson. Þessi ummæli hafa komið upp í hugann við lestur greina framsóknar- manna í Einherja og Feyki þar scm þeir hafa látið ganga töluna um eigið ágæti og ábyrgan mál- flutning. Sjálfshólið, sem jafnan gengur háði næst, læt ég mér í léttu rúmi liggja enda stappar nærri oflofi og aðhlátri í þessum sknfum. I skrifum Gunnars Braga Sveinssonar koma hins vegar fram ásakanir í minn garð sem ég lilýt að krefjast skýringa á. Opin, ábyrg og lýðræðisleg umræða um bæjarmál gerir kröfur til þess að frambjóðendur og bæjarfulltrúar færi rök að máli sínu og fari ekki með staðlausa stafi. Ég hef gagn- rýnt starfshætti í bæjarstjóm út frá því sjónarmiði að rökin á bak við ákvarðanir séu ekki leidd í ljós og þar hef ég verið að ræða uni ákveðin tilvik, sem bæjarbúar þckkja, en ekki fjasað almennt um hlutina. Óskað rökstuðnings Gunnar Bragi setur fram fjölda K-listinn, kosningaloforð! Kosningaloforð óháðra er bara eitt og raunar margnotaó og lítið frumlegt: Vió lofum aó gera okkar besta. Þessi málefnafátækt stafar ekki af því aó draumar okkar um framtíð Sauðárkróks séu smávaxnir, síöur en svo. Við munum á öðrum stað koma stefnumálum okkar á fram- færi, og hvemig okkur finnst best aó raða því sem ógert er, en vilji menn heyra fögur orð og fyrirheit er eng- inn skortur á slíku hjá landsmála- flokkunum. Kosningaloforó eru eins og gervi- beita, lítur lokkandi út, en er létt í maga og sá sem freistast til aö trúa þeim gæöum sem þar eru í boði iór- ast þess oft þegar öngullinn er fast- ur. Vissulega er óvíst hvort K-listinn fái fulltrúa í bæjarstjóm, það getur oltió á örfáum atkvæöumm, en þrátt fyrir þaó tökum við ekki þátt í lof- orðauppboðinu, þaó er fyrir neöan okkar virðingu og óvirðing vió kjós- endur aó bjóða slíkar trakteringar, en þaó skal skýrt tekió fram, að viö erum fullfær um aó ljúga upp á okk- ur sjálf og aóra, ef því er aö skipta. K-listinn eignar sér hvorki menn eöa hugmyndir. Það sem vel er gert veróur eign okkar allra um ókomin ár. Á þessum vettvangi erum vió ein á báti. Það sjáum vió best á mynda- blöóum flokkslistanna sem gleója augu kjósenda núna upp á síókastió. Samkvæmt þeim hafa þeir fengiö allar hugmyndir og gert allt síöustu fjögur árin. Þeir sem þessu trúa kjósa auóvitað þessa „supermenn og kjamakonur“. K-listinn býóur fram samhent og áhugasamt fólk til aö taka þátt í verkefnum bæjarstjómar Sauóár- króks. Fólk sem veit fullvel að sú vinna sem þar er unnin er miklu hversdagslegri en lítur út fyrir á skrautsíóum áróöursbæklinga. Þessvegna viljum vió ítreka aö, K-listinn lofar að gera sitt besta. P.s. Bærinn okkar stækkaói mikió vió lýsinguna út á Alexandersflug- völl. Geymið auglýsinginguna. órökstuddra fullyróinga um starf mitt sem bæjarfulltrúa og er það aö sjálfsögöu í hrópandi mótsögn við sjálfshólið um ábyrgan mál- flutning. Ég gcri þá einföldu kröfu til Gunnars Braga aö hann rökstyðji mál sitt: 1. Hvaða dylgjur er hann að tala um? 2. Hvað á hann við meó fálm- kenndum vinnubrögðum? 3. Hvemig eiga bæjarfulltrúar að hafa verið svertir? 4. Um hvaóa hagsmunapot er að ræða? 5. Hvað á hann við meó ein- strengingslegum vinnubrögðum í bæjarstjóm? „Orða sinna á hver ráð" Ég skal ekki deila urn þaó við Gunnar Braga hvort það sem ég segi í bæjarmálum sé gáfulegt. Þaó er að sjálfsögöu smekksatriði og ég deili ekki um smekk. A hitt hljóta allir bæjarbúar að fallast að Gunnar Bragi Sveinsson er mað- ur að minni ef hann finnur orðum sínum ekki stað. Ég hef átt prýði- legt samstarf við hann að bæjar- málum og þess vegna finnst mér miður að hann skuli fara offari í skrifum sínum. Ef til vill má segja að Gunnari Braga, og þó einkum bæjarfúlltrúum framsókn- ar, sé nokkur vorkunn að vakna nú upp með andfælum hafandi kúrt í hjónasæng nicirihlutans allt kjörtímabilið. Orvæntingarfull skætingarskrif bera vott um líðan- ina og sannast þar enn að sann- leikanum er hvcr sárreiðastur. En „orða sinna á hver ráð” og ég er reiðubúina að mæta Gunnari Braga á livaða vettvangi sem liann kýs til þess að ræða starfs- hætti í bæjarstjóm. Að endingu vil ég benda bæj- arbúum á að árásir Framsóknar- manna í minn garð ber ef til vill fyrst og fremst að skoða sem stað- festingu á því að kröfur okkar um breytta starfshætti í bæjarstjóm em nauðsynlegar. Margt er vel gcrt í bæjarstjóm Sauðárkróks en starfsháttum og starfsstílnum þarf að breyta. Kjósendur geta lagt áherslu á kröfuna um opnari og lýðræðislegri stjómarhætti á Sauðárkróki með öflugum stuðn- ingi við G-listann. Vegna fækk- unar bæjarfulltrúa þarf meira til en síðast þegar kosið var. 28. maí, 1994 Undirrituð leggur til að endur- skoðunamefnd verði nú þegar falið að taka til endurskipulagn- ingar starfssvið Iþróttaráðs og Fé- lagsmálaráðs með það markmið í huga að stofnsett verði Tóm- stundaráð sem hafi með höndum núverandi verkefni Iþróttaráðs og þau verkefni Félagsmálaráðs er lúta að tómstundaiðkun og félags- starfsemi barna og unglinga. íþróttaráð verði lagt niður. Hinu nýja ráði verði ráðinn starfsmað- ur, tómstundastjóri, er annist framkvæmdastjóm ráðsins og jafnframt því starfsemi félagsmið- stöðvar unglinga. Gerðar verði kröfur um menntun á sviði upp- eldismála er svari til kennaraprófs, hið minnsta. Nefndin hraði störfúm sínum með tilliti til þess að nú em til meðferðar í bæjarstjóm endur- skoðaðar samþykktir bæjarins. Frestað verði að auglýsa eftir starfsmanni til félagsmiðstöðvar uns nýtt fyrirkomulag liggur fyrir en þess jafnframt gætt að hraða áðumefndum undirbúningi. Hvað tekur við.....? Framhald af 3. síðu. cndur til fylgis við sig. Þessar baráttuaðferðir em menn sem betur fer famir að þekkja, og því munu þær ekki duga lengur. Kjósendur á Sauðárkróki vita að á undanfömum átta ámm hef- ur bænum verið vel stjómað, á málum hefur verið tekið af festu og þau til lykta leidd þannig að þeir geta óhræddir leyft núverandi minnihlutaflokkum að vera þar áfram. Það er góð reynsla af leiðandi meirihlutastarfi Sjálfstæðisfiokks- ins í bæjarstjóm og undir forystu Jónasar Snæbjömssonar oddvita sjálfstæðismanna mun hvert at- kvæði greitt D-lista, tryggja áfram- haldandi uppbyggingu og velferð. Björn Björnsson. íbúð til sölu! Til sölu er 3ja herbergja mjög góö íbúó að Víóigrund 14 á Sauóárkróki. Ibúóin er björt og rúmgóó og í afar góöu standi. Nánari upplýsingar gefur undirritaóur í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason lögmaóur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.