Feykir


Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 1
18. maí 1994, 19. tölublað 14. árgangur. Oháö fréttablað á Norðurlandi vestra raísjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Álit efstu manna framboðslista: Björn Sigurbjörnsson A-llsta: Hér er aöeins um skoðanakönn- un aö ræða. Alþýðuflokkurinn spyr að leikslokum 28. maí, og ég vona að sjálfsögðu að útkoman verði ekki lakari út úr kosningunum en könn- uninni. Stefán Logi Haraldsson B-lista: Af því úrtaki sem gert var finnst mér svörunin lítil, og hlutur óákveð- inna talsvert stór. Könnunin sjálf er vísbending um að við séum stærsti flokkurinn áfram og ég hef trú á að við munum bæta við okkur miðað við þessa könnun. Mér sýnist fjórði maðurinn innan seilingar. Jónas Snæbjörnsson D-lista: Skoðanakönnun í litlu samfélagi eins og okkar getur aldrei gefið marktæka niðurstöðu. Sjálfstæðis- flokkurinn gerir sér vonir um enn betri úrslit í kosningnum en skoð- anakönnunin gefur til kynna. Anna K. Gunnarsdóttir G-Iista: Þetta er því miður allt of lítið úr- tak til aö könnunin geti verið mark- tæk. En ef hún gefur einhverja vís- bendingu, sem ég tel samt ekki, þá sýnir það sig að Alþýðubandalagið er líklegast minni framboðanna til að ná inn manni. Við þurfum samt á öllu okkar að halda. I lilniir Jóhannesson K-lista: Ég álít að skoðanakannanir ætti ekki að taka nær kosningum en tveim vikum fyrir kjördag, vegna þess að þær geta verið skoðana- myndandi. Hins vegar get ég engu ráðið um þetta og verð að sæta mig við þær reglur sem í gildi eru. Ég er í rauninni ánægður með að K-listinn er með og á sama máta mun ég verða ánægður með það fylgi sem K-listinn fær út úr kosningunum því það er það fylgi sem við eigum skilið. Skoðanakönnun Feykis vegna bæjarstjórnarkosninga á Sauðárkróki: Útkoman svipuð og í síðustu kosningum Alþýðubandalgið bætir við sig miklu fylgi, en K-listinn nær ekki inn manni samkvæmt könnuninni Skoðanakönnun Feykis um fylgi framboðslista fýrir bæj- arstjórnarkosningarnar á Sauðárkróki 28. maí nk., gefur niðurstöður sem eru ótrúlega líkar úrslitum síðustu kosn- inga. Helstu breytingar eru þær að G-listi Alþýðubanda- lagsins bætir við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnuninni, en K- Iistinn tapar talsvert Sem kunnugt er verður nú kosið um sjö sæti í stað níu í bæjar- stjórn áður. B-listinn lilyti þrjá menn nú samkvæmt könnun- inni, D-listinn tvo og G-listinn og A-listinn sinnhvorn iiilllrú- ann. Könnunin var framkvæmd um síðustu helgi, frá laugardegi til mánudags. Gert var 10% úr- tak úr kjörskrá og reyndist tím- inn of skammur til að unnt reyndist að ná í um fjórðung þeirra sem lentu í úrtakinu. Af þeim 137 sem náðist í tóku af- stöðu 71 eða rúmlega helmingur. Spumingin sem lögð var fyrir þá sem hringt var í var eftirfarandi: Hvem framboðslista á Sauðár- króki mundir þú kjósa ef kosið yrði í dag? Atkvæðin skiptust þannig að A-listi Alþýðuflokks hlaut 8 at- kvæði, B-listi Framsóknarflokks fékk 25, D-listi Sjálfstæðisflokks 21, G-listi Alþýðubandalags 12, K-listi óháðra 5. Óákveðnir voru 37 og 29 neituðu að svara. Samkvæmt könnuninni verða næstu bæjarfulltrúar á Sauðár- króki þessin Stefán Logi Har- aldsson B, Jónas Snæbjörnsson D, Bjami R. Brynjólfsson B, Anna K. Gunnarsdóttir G, Stein- unn Hjartardóttir D, Herdís Á. Sæmundardóttir B og Bjöm Sig- urbjömsson A. Næsti maður inn er Bjöm Bjömsson af D-lista og þarf hann um 20 atkvæði frá krötum til að ná kosningu. Framkvæmd könnun- arinnar Úrtakið var framkvæmt þannig, að kjörskrá var reituð í hólf með tíu nöfhum. Útbúin var talnaröð með tölum frá eitt til tíu, og tölunum víxlað eins og ætla mætti að gerðist ef teningi væri varpað. Nöfh kjósenda voru síð- an valin eftir þessari talnaskrá. Það var Helgi Már Þórðarson kennari frá Vopnafirði sem ann- aðist framkvæmd könnunarinn- ar að mestu og var hún fram- kvæmd á eins trúverðugan og heiðarlegan hátt og frekast var unnt. Ymsir kunna að spyrja hvort að ekki hefði verið nær að fá ein- hvem þeirra aðila sem sérhæfa sig í gerð skoðanakannana til að framkvæma könnunina. Svar við því er að stærri blöð en Feykir hafa ekki treyst sér til að leggja út í þann kostnað sem því fylgir. Fljótlega var ljóst að stór hluti þeirra sem hringt var í voru óá- kveðnir eða vildu ekki gefa svar. Voru þeir spuróir hvort þeim fyndist óþægilegt að aðili tengd- ur svæðinu eins og Feykir gerði þessa könnun, hvort svörin hefðu verið öðruvísi ef Gallup, Skáís eða félagsvísindastofnun hefðu gert könnunina? Fólk sagði hiklaust að það skipti ekki neinu máli, það væri einfaldlega ekki búið að gera upp hug sinn. Hinsvegar stóð ekki á svari hjá þeim sem höfðu tekió afstöðu, enda var fólki gerð grein fyrir að engu persónulegu væri haldið eftir varðandi könnunina, aðeins merkt við listabókstaf. Áhugaleysi kjósenda? I samtölum við fólk sem var óákveðið kom fram að þeim fyndist stefnuskrámar seint á ferðinni hjá framboðunum. Það hefði ekki lesið blöðin sem flokkamir hafa borið í hús og y f- irhöfuð virtist áhuginn fremur lít- ill fyrir kosningunum hjá þessum hluta úrtaksins. Svör í þessum dúr voru ótrúlega algeng, og svo virðist sem talsverð breyting þuríi aö veróa á til að kosninga- þátttaka verði ekki eitthvað minni í kosningunum 28. maí, en verið hefur í undangengnum kosningum. I síðustu kosningum voru gild atkvæði rúm 82% þeirra er voru á kjörskrá. Ef gert er ráð fyrir að skiptíng atkvæða verði eins í komandi kosningiun og í skoðanakönnuninni og að þátttaka í kosningunum 28. maí verði sú sama og 1990 munu atkvæði skiptast þannig inilli flokka: Könnun Feykis Kosningar 1990 A Alþýðuflokkur.........171........11,27%.............149........10,17% B Framsó1cnarflokkur..535.........35,21%..............532.......36,34% D Sjálfstæðisflokkur...450.........29,58%.............424........28,96% G Alþýðubandalag......257.........16,90%..............148........10,11% K Óháðirborgarar.......107...........7,04%..............154........10,52% Ungir bæjarlistamenn Eitt af því sem bryddað hefur verið upp á vegna væntan- Iegrar Sumarhátíðar á Sauðárkróki er að ungum og efhi- legum listamönnum verði boðið að gera útilistaverk í bænum. I gær voru undirritaðir samningar milli Fiskiðjunnar, ungra listamanna og umsjónarmanns Sumarhátíðar um gerð mynd- verka á veggi Skjaldarhússins. Verða myndirnar málaðar í súlnabilin í bakgrunni myndarinnar, og eiga þær að tengjast fiskii i um og því sem skagfirskt er. Á myndinni eru frá vinstri talið: Örn Ingi Gíslason umsjónarmaður sumarhátíðar, Sverrir Bergmann Magnússon, Pálmi Jónsson og Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar. HCfen?nt H>- Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SfMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði Æ^ÆÆMJmT sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviögeröir • Hjólbaröaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.