Feykir


Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 3
19/1994 FEYKIR3 "Hafa skal það sem sannara reynist." í blaði B-Iistans sem bæjarbú- um barst fyrir skömmu var á- varp efsta manns listans þar sem hann segir m.a. “I»ó fram- tíðin sé verðugra verkefhi en fortíðin er hollt að staldra við og reyna að meta líðandi kjör- tímabil sem stýrt var af A- D- og K listum. Rétt er að reyna að sýna fram á bæði jákvæða og neikvæða punkta innan málaflokkanna og mun ég halda mig við staðreyndir í málunum.” Tilgangurinn helgar meðalið. Við lestur greinarinnar kemur í Ijós í hvaða hugarangri viökom- andi frambjóóanndi er því í öllum málaflokkum cr ýmsu “viljandi” sleppt sem efsti maður listans veit betur um. “Tilgangurinn helgar meðalið” er greinilega einkunnar- orð framsóknarmanna þessa dag- ana. Kosningavélin er farin af stað, nú skal engu eirt. Ég hef þekkt og starfað með efsta manni B-listans í mörg ár að félagsmál- um og ALDREI reynt hann að öðru en sanngimi og heilindum. Ég starfaði með honum í mörg ár í stjóm Ungmennasambands Austur-Húnvctninga þar sem ég var formaður en hann gjaldkeri. I bæjarstjóm s.l. 4 ár var hann góó- ur samstarfsmaóur og oftast sann- gjam. Hann var ætíð tilbúinn til að ræða og meta tillögur meiri- hlutans opnum huga. Oftar en ekki vomm við í bæjarráði sam- mála um lausnir mála og var þá ekki spurt hver fyrstur var með hugmyndina að lausninni. Nú .Mikill ánægjustraumur fór um mig er ég las hið ágæta blað Feyki s.l. miðvikudag. Ég var satt að segja farinn að halda að þessi kosningabarátta ætti að fara fram í kyrrþey. Það væri kannski réttast að hún færi fram í kyrrþei, því K - lista, Alþýðuflokks- og Sjálf- stæðismenn virðast sætta sig við að falla úr meirihluta bæjarstjóm- ar í kyrrþey. I blaðinu s.l. mið- vikudag em þrjár pólitískar grein- ar, ein eftir efsta mann Alþýðu- bandalags og sín hvor greinin eft- ir skólastjóra bama- og gagn- fræöaskóla. Eina grein las ég af mikilli ákefð og það var greinin sem setti af stað áðumefnda á- nægjustrauma, það var grein Önnu Kristínar. Hún byrjar á því að líkja mér við Gretti sterka og þakka ég henni það. Síðan fjasar hún um sjálfshól og það sem hún kallar “lýðræðislega umræðu um bæjar- mál” en hún gleymir því að und- irritaður flutti á síðasta kjörtíma- bili einu tillöguna sem laut að “lýóræðislegri umræóu um bæj- armál” Það var tillaga um að út- varpa frá bæjarstjómarfundum. bregður öóm við “umskiptingur “ er á meðal vor. Pólitíkin getur greinilega fyrrt bestu mcnn ráði og rænu. Ekki svífur yfir vötnunum í fyrmefndri grein hið foma boð- orð Ara fróða að “hafa skal það sem sannara reynist”. Missagnir leiðréttar. Það væri að æra óstöóugan að ætla sér að leiðrétta allt það sem missagt er, eða það sem viljandi er látió ósagt í greininni. En samt er rétt og skylt að geta hér nokkurra atriða til að upplýsa bæjarbúa um gang mála. Eg mun aðeins taka örfá atriði fyrir þó að af mörgu sé að taka. Tækifæri gefst síðar að taka upp þráðinn. Atvinnumál: Bæjarstjóm samþykkti að kaupa Saumastofuna Vöku þegar þáverandi eigendur vom komnir í þrot. Það var gert til að halda at- vinnu fyrir 17 starfsmenn þegar yfirtakan átti sér stað. Ekki er á þetta minnst. Bæjarstjóm ákvað að setja á stofri sérdeild við Gagnfræðaskól- ann. Þar em í dag 7 stöðugildi. Ekki er á þetta minnst. Sett var á stofn vistheimili fyr- ir nemendur úr deildinni í sam- starfi við Félagsmálaráðuneytið og Svæðisstjóm fatlaðra á Norð- urlandi vestra. Þareru 4 stöðu- gildi. Ekki er á þetta minnst. Rétt er að geta þess að Sauðár- króksbær á einn 33 % í Stjóm- sýsluhúsinu og 60% af 33% hlut Héraðsnefndar. I greininni lætur fulltrúi B-listans liggja að því aó Þetta kallar hún víst sjálfshól, en þá verður sannleikurinn að kallast það. Anna Stína, eins og Hilmirkall- ar hana, biður mig að rökstyðja fullyrðingar mínar um starf henn- ar sem bæjarfulltrúa. Skiptir hún því sem ég á að hafa skrifað í 5 liði. 1. Hvaða dylgjur á hann við? 2. Hvað á hann við með fálm- kenndum vinnubrögðum? 3. Hvemig eiga bæjarfulltrúar að hafa verið svertir? Síðan bætir hún við og gerir mér upp tvo liði. 4. Um hvaða hagsmunapot er að ræða? 5. Hvaó á hann við með ein- strengislegum vinnubrögðum í bæjarstjóm? Þessir tveir síðustu liðir koma fram í grein minni en em alls ó- tengdir umfjöllun minni um full- trúa Alþýðubandalagsins. En vilji hún taka þá til sín er mér sama. Frú Anna bað um rökstuðning og hann skal hún fá. 1. liður: Dylgjur. A bæjarstjómarfundi 19. apríl Sauðárkróksbær hafi hvergi kom- ið að málinu. Fulltrúar Átaks h.f. kynntu málið fyrir bæjarráðs- mönnum og vom allir mjög hvetjandi til þess að haldið yrði á- fram. Reyndar kom upp í huga nokkurra, að enn væri verið að bjarga Kaupfélagi Skagfirðinga með því að kaupa húseignir af því. Að bæjaryfirvöld hafi algjör- lega bmgðist því hlutverki að laða opinbera starfsemi til bæjarins í hið nýja Stjómsýsluhús þá má spyrja hvað með Héraðsdóm Noróurlands vestra? Er minni greinarhöfundarins að gefa sig ? Éða er sem mig gmnar að efsti maður listans sé ekki höfundur- inn? Man hann ekki eftir ferðum bæjarráðs til Reykjavíkur á fund ráðamanna? Fundur var með Þorsteini Pálssyni dómsmálaráð- herra vegna samninga um leigu á húsnæði fyrirhéraðsdómstólinn ? Rætt var við Össur Skarphéðins- son umhverfismálaráðherra um skipulag ríkisins oftar en einu sinniogoftarentvisvar. Greinar- höfundurinn (?) var á fundi með Össuri hér á Sauðárkróki þar sem þessi mál vom rædd, en þegar gerð var sérstök ferð til ráöherr- ans til Reykjavíkur hafði hann ekki tök á því að fara með. Einnig hefur verið rætt um þessi mál við þingmenn kjördæmisins og leitað aðstoðar þeirra. Man greinarhöfundurinn ekki eftir ferð til Reykjavíkur þar sem bæjarráð ræddi við forstöðu- mann Húsnæðisstofnunar ríkisins en þar var rætt um að stofna svæðisskrifstofú (útibú) Húsnæð- 1994 setur frú Anna Kristín fram bókun, þar segir m.a. "Umræddir tveir nefndarmenn virðast hvorki gera sér grein fyrir valdsviði nefnda né almennri meðferð mála innan bæjarkerfisins, þrátt fyrir að bæjarfulltrúi sé að verki.” Þetta em dylgjur og aftur dylgjur. Þá reynir hún að sverta bæjarfulltrú- ann með þessum þvættingi. 2. liður: Fálmkennd vinnubrögð. Á fundi bæjarstjómar 26. okt. 1993 segir Anna Kristín orórétt í ræðustóli : “ Og síðan verói í- þrótta og æskulýðsráð minnt á það að það er ekki í þess verka- hring að samþykkja eitt eða neitt um fjárútlát bæjarins að öðm leyti en því, að þeir hafa nokkur - ja, tvö hundmð þúsund eða eitthvað slíkt til umráða árlega. Aó öðm leyti er það ekki þeirra verk, eftir því sem ég best veit, að ákveða um framkvæmdir eða fram- kvæmdahraða á verkum bæjar- ins.” Þetta sagði bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins orðrétt og vilji isstofnunar fyrir N-vestra á Sauð- árkróki með aðsetri í Stjómsýslu- húsinu. íþrótta- og æskulýðsmál. Ég get ekki skilið þetta eilífa nöldur um frumkvæði. Ég hef alla tíð álitið að bæjarfulltrúar eigi aó vera vakandi um það sem betur má fara og styðja breyting- ar sem horft geta til bctra mann- lífs. Ég skammast mín ekkert fyr- ir þaó að hafa hlustað á fulltrúa frjálsíþróttadeildarTindastóls þar sem Gísli Sigurðsson benti á ým- islegt sem betur mátt fara. Ég lagðisíðarmittaðmörkum viðá- kvarðanatöku í bæjarráði og bæj- arstjóm. Þegar rætt var um breytingar á aðstöðu fyrir knattspymumenn var ekki spuming hvort meirihlut- inn ætti frumkvæði heldur nauð- syn verkefnisins. Ég lýsti því yfir úr ræðustóli bæjarstjómar að á- kvörðun mín í því efni byggðist m.a. á því að Tindastólsmenn ætl- uðu sjálfir að vinna verkið og með því lækka erfiöa skuldastöðu félagsins. Menn verða að vera sann- gjamir og gera sér grein fyrir því að sömu krónunni er ekki eytt nema einu sinni og ekki er hægt að gera alla hluti á sama tíma. Ábyrgð verður að vera í fyrirrúmi í störfum bæjarfulltrúa og þó að draumurinn sé að komast í hrein- an meirihluta þá ber að sýna drenglyndi og gæta hófs. Kosn- ingamar nálgast og áróðurinn veróur greinilega þyngri og Gróa á Leiti er farin af stað. Sögur em sagðar um frambjóðendur, sannar einver vita meira um það sem hún sagði þá getur hann haft samband vió undirritaðan því hann á út- skrift á því sem hún sagði á um- ræddum fundi. Til að koma í veg lyrir frekara fálm af hennar hendi ætla ég að láta fylgja 6. grein 5. lið sam- þykktar fyrir íþrótta- og æsku- lýðsráð Sauðárkróks. „Hlutverk íþrótta og æsku- lýðsráðs en 5. Að gera tillögu til bæjar- stjómar um staðarval og gerð nýrra mannvirkja og gegna starfi byggingamefndar á byggingar- tíma þeirra mannvirkja sem ætluð em til íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Þá skal ráðið gera tillögur til bæj- arstjómar um meiriháttar endur- bætur á eldri mannvirkjum, að höfóu samráði við tæknideild bæjarins.” Vona ég svo Anna mín að þú lesir það sem þú samþykk- ir í bæjarstjóm. 3. liður: Svertir bæjar- fulltrúar. Ég vitna í fyrsta lagi í svar mitt í lið I. þar sem hún svertir með dylgjum þann bæjarfulltrúa sem hún nefnir í bókun sinni. I öðm lagi vil ég vitna í grein þá scm frú Loksins, loksins, Anna mín Björn Sigurbjörnsson. cða upplognar. Ágæti eigin manna dregið fram en andstæð- ingurinn svertur. Þetta er hluti af leiknum, því miður. Allir em þó að berjast fyrir framgangi síns bæjarfélags og yfirleitt næst breið samstaða í 4 ár um lausn mála. Aðeins á hálfum mánuði á fjög- urra ára fresti berast menn á bana- spjót og vega mann og annan. Ágæti kjósandi! Þegar þú kemur að kjörborð- inu láttu þá hugann reika til þess sem gert hefur verið á Sauðár- króki s.l. ár og berðu það saman við hvemig til hefur tekist hér og svo víða annars staðar. Hér er greinilegur uppgangur, mikil fólksfjölgun og mikið byggt. Ef þú vilt halda áfram í sókn fyrir Sauðárkrók þá setur þú X við A. X-A tryggir öryggi, festu og framfarir í stjórnun bæjarfé- lagsins. Bjöm Sigurbjömsson, efsti mað- ur á A-listanum við bæjarstjómar- kosningamar á Sauðárkróki. Anna Kristín skrifaði í Feyki s.l. miðvikud og skorar á mig. Þar segir orðrétt.” ...og þó einkum bæjarfulltrúum framsóknar, sé nokkur vorkunn að vakna nú upp....hafandi kúrt í hjónasæng meirihlutans...” Þetta kallast að sverta bæjarfulltrúa og vera með dylgjur. Ef Alþýðubandalagið hefði unnið meö hag bæjarbúa fyrir brjósti eins og fulltrúar Framsók- arflokksins þyrfti frú Anna Krist- ín trúlega ekki að kvíða framtíó- inni. En vinnubrögð hennar sem ég hcf lýst hér að framan knýja mig til að skora á hana að finna sér annan vettvang fyrir slík vinnubrögð en bæjarstjóm Sauð- árkróks, því þar hafa menn verk að vinna. Að lokum Anna mín vil ég biöja þig að lesa grein sem ég skrifaði fyrir stuttu í eitt kosninga- blað okkar framsóknarmanna því þar færðu aðra ástæðu til að skora á mig. Ég mun varla nenna að svara þér því ég hef annað þarfara að gera. Við aðra lesendur vil ég segja: Sýnum ábyrgð og kjósum B fyrir betri bæ. Gunnar “Grettir” Sveinsson (skipar 4. sæti B-listans, baráttu- sætið).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.