Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 1
25. maí 1994, 20. tölublað 14. árgangur. Óháö fréttablað á Noröurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Heimasætan á Hæli, Berglind Heiðarsdóttir, með lömbin liiniii. Móðir lambanna horfir stolt á. Frjósöm ær á Hæli Ærin Litla-Anna á Hæli í A.-Hún. bar fimm lömbum í vikunni. Voru þau ágætlega stór og lifa öll. Ekki er algengt að ær beri svona mörg- um lömbum, en þessi ær er sérlega frjósöm, hefiir á fimm vetrum skilað 17 lömbum. Fyrstu þrjú árin var Litla-Anna fjórlembd og nú fimmlembd. Það er Kristín Jónsdóttir sem á þessa afurðasömu á, en Krístín býr á Hæli ásamt manni sínum Heiðari Kristjánssyni. MÓ. Enn gífurleg í Fljótum Enn er mikið fannfergi í Fljót- um, og aðeins hólar og hæðir komnir upp úr snjónum. Kúfur er á túnum, jafht yfir, og er útlit fyrir að ekki verði borið á fyrr en seint í júní, nema mikil hlý- indi geri á næstunni og þá helst með vætu, en varla hefur kom- ið dropi úr lofti í rúman mánuð í Fljótum. Án efa eru Fljótin snjóþyngsta sveit landsins nú og fyrir vegfarendur sem fara um þjóðveg eitt, blasir við annar heimur þegar komið er í Fljótin úr Sléttuhlíðinni, munurinn á snjóalögum í þessum tveim sveitum er slíkur. Búfénaður allur er ennþá á gjöf, og fóður tekið að minnka hjá bændum. Að sögn oddvita Fljóta- hrepps, Amar Þórarinssonar í Ökrum, munu fóðurmálin bjarg- ast. „Um mánaóamótin verður sjálfsagt orðió fóðurlítið á tveim til þremur bæjum, en ég hef ekki nokkra trú á öðru en þetta bjargist og nægt fóður sé innan sveitar", sagði Om í Ökrum. Bændur í Fljótum reikna með að hafa búpening hátt í mánuö í viðbót á gjöf, þótt einhver beit verði komin þá, verði það ekkert til að skepnur hafi í sig. Þá er hætta á kali talin mikil. Snjórinn, sem raunar er farinn að meyrna nú, hefiir verið mjög þéttur, og því hætt á að öndun hafi verið lítil á túnin. Fannir hefur tekið mjög seint upp í Fljótum, enda voru næturfrost fram yfir miójan maí. Myndaðist skel yfir nóttina þannig að snjórinn var mannheld- ur að morgni. Þrátt fyrir ískyggilegt ástand segjast Fljótamenn hafa séð það svart áður, og ekki lengra síðan en 1989 að fannalög hafi verið svip- uð og nú. En þrátt fyrir það er ljóst að hér er með snjóameiri vorum í Fljótum að ræða, og hefur vorið 1949 verið nefnt næst í tíma þess- um tveimur vorum, 1989 og 1994. Tveir listar boðnir fram í Skarðshreppi Tveir listar komu fram í Skarðs- hreppi fyrir hreppsnefhdar- kosningarnar sem þar fara fram 11. júní nk. og eru þeir að mestu skipaðir sama fólki og voru á þessum listum fyrir síð- ustu kosningar í hreppnum. Þá var mjótt á munum. H-Iistinn fékk þrem atkvæðum lleira en L-listinn. Á kjörskrá í Skarðs- hreppi eru 80. Þaö eru Úlfar Sveinsson á Ing- veldarstöðum sem ber fram H- listann og Andrés Helgason í Tungu er forsvarsmaður L-listans. Eins og áður er helsta ágreinings- efhi þessara framboða afstaða til sameiningarmála. „Jú við teljum okkur vera opn- ari fyrir hugsanlegri sameiningu Skarðshrepps við önnur sveitarfé- lög og munum taka vel viðræðum um þá hluti og skoða vel alla möguleika. Það ræðst svo vita- skuld af meirihlutavilja hreppsbúa hvort til sameiningar komi. Úlfar Sveinsson telur þá til- burði sem forsvarsmenn Sauðár- króks hafa haft í sameiningarmál- unum hingað til líkari því að þeir vilji innlima Skarðshrepp í bæinn, frekar en ræða um sameiningar- mál, sem Skarðshreppingar séu í sjálfu sér tilbúnir að skoða finnist skynsamlegur flötur á því, en sameining verði aldrei til samein- ingarinnar vegna, eins og leit út fyrir að ætti að verða með kosn- ingunum síðasta haust. Næstur Ulfari á H-listanum kemur Jón Eiríksson á Fagranesi, þá Sigurður Guðjónsson Borgar- gerði I, Heiðbjört Kristmunds- dóttir Borgargerði og Edda Har- aldsdóttir Sjávarborg. Næst Andrési á L-listanum kemur Sigrún Aadnegard Berg- stöðum, þá Sóley Skarphéðins- dóttir Tröð, Einar Guómundsson Veðramóti og Helga Haraldsdótt- ir Sjávarborg. Það eru aðeins hólar og hæðir sem eru komnar upp úr snjónum í Fljótunum og búpeningur allur á gjöf. Hér er Þorgrímur Bjarnason í Neskoti í Flókadal að reita tuggu í hrossin. HCTch??»» Hi^l— Aöalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍIASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Slm£ m bílaverkstæði ÆJLMMJM. sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauíórkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.