Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 3
20/1994 FEYKIR3 Framsókn - gegn glundroða og máttleysi í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa nokkrir bæjarfulltrúar meirihlutans og bandamaður þeirra úr Alþýðubandalaginu lagt heilu síðumar undir í skrifum gegn okkur framsóknarmönnum, frekar mátt- leysislegum. Allur málflutningur þessarra aðila hefur snúist um út- gáfu okkar Framsóknarmanna fyr- ir kosningamar og svíður mönnum þar á bæjum greinilega hversu ítar- lega við leggjum upp okkar baráttu- mál og þær upplýsingar sem við höfum leitt fram fyrir kjósendur. Fað er sjálfsagt eina leiðin að skrifa bara um það sem aðrir hafa að segja, þegar menn hafa ekkert fram að færa sjálfir. Ekki ætla ég að clta ólar við allt sem þar er skrifað, en tek þó hér á eftir nokkur átakanleg dæmi. Bjöm Bjömsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir í 18. tölu- blaði Feykis að þriggja ára áætlanir sem lögbundnar eru skv. sveitar- stjómarlögum hafi verið gerðar hjá Sauðárkróksbæ síðasta kjörtímabil. Sannleikurinn er sá að enginn þriggja ára áætlun hefur verið sam- þykkt í Bæjarstjóm Sauðárkróks. Annaðhvort veit bæjarfulltrúinn ekki um hvað þessar áætlanir snú- ast, eða þá að hann kýs að breiða yfir hið sanna til að slá ryki í augu kjósenda. Knútur Aadnegard, oddviti Sjálfstæðismanna síðasta kjörtíma- bil, ritargrein í 19. tölublaði Feyk- is og virðist á þeirri grein að oddvit- inn hafi verið í miklu uppnámi og hugaræsingi út af upptalningu minni á punktum úr atvinnumálum, síðasta kjörtímabil, í kosningablaði okkar Framsóknarmanna. Það sem oddvitanum virðist svíða mest er að þcir jákvæðu punktar sem ég tiltók eiga það allir sameiginlegt að vera komnir til fyrir frumkvæði og til- stuðlan annarra aðila en bæjaryfir- valda. Ekki var meining mín að gera lítið úr hlut bæjarins í þessum punktum, enda kemur í ljós við lest- ur greinar Knúts að um fjóra fyrstu punktana sem hann tiltekur erum við nokkuð sammála um framgang mála, þrátt fyrir að honum eðlilega sámi að horfa uppá að frumkvæði í atvinnumálum bæjarins var nánast ekkert af hálfu bæjaryfirvalda á kjörtímabilinu. Oflug atvinnufyrir- tæki og framsæknir einstaklingar hafa borið uppi fmmkvæði og ný- sköpun í atvinnulífinu hér og má segja að þaó sé gríðarlegur styrkur fyrir bæjarfélagið að eiga slíka að. I grein sinni gerir Knúturkröfur til þess að ég geri betri grein fyrir þeim alvarlegu sökum sem ég ber meirihlutann í Skjaldarmálinu svo- kallaða. Þaó væri að bera í bakka- fullan lækinn að rekja þá sorgar- sögu alla, enn á ný, en þó get ég áréttað það aö ábyrgð meirihlutans á sölu Skjaldar úr bænum er ótví- ræð. A leynilegum fundi sem hald- inn varog tók ákvörðun um söluna, var hópur manna sem jafnframt ber ábyrgð á meirihluta bæjarstjómar. Knútur Aadnegard, forseti bæjar- stjómar, Pétur Valdimarsson, for- maður Atvinnumálanefndar og varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Gísli S. Halldórsson varabæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, Björgvin Guðmundsson varabæjarfulltrúi K- listans og Erling Pétursson vara- maður bæjarins í stjóm Skjaldar hf., sátu allir fundinn/fundina þar sem þessi mál voru rædd og ákvörðun tekin. Ekki má gleyma Vilhjálmi Egilssyni, þingmanni, sem þá var formaður stjómar Skjaldar hf. Eg tel að þessir aðilar hafi borið hagsmuni bæjarins fyrir borð, í þágu eigin hagsmuna og með það eitt sem sameiginlegt markmið að Fiskiðjan og Skagfirðingur tækju ekki yfir reksturinn. I niðurlagi kaflans um Skjaldarmálið brýgslar Knútur mér um að vera með skæt- ing í garð Dögunar hf. og Steinull- arverksmiðjunnarhf. I>etta erómak- legur áburður og bendi ég honum á að áhersla okkar framsóknarmanna er sú að yfirráð í sjávarútvegi séu trygg hér heima og sjá menn þá strax að Steinullin erekki sambæri- legt dæmi og útgerðarlýrirtækin. Hins vegar má segja að CÍögun falli undir þessa áherslu okkar og hef ég grun um að þeir aðilar sem eiga í Dögun hér heima fyrir séu sammála um að meirihluta yfirráó þeirra í fyrirtækinu séu heillavænlegust fyr- ir það og byggðarlagið. Bjöm Sigurbjömsson, oddviti Alþýðuflokksins, ritar grein í 19. tölublað Feykis, sem ber þess eink- um vott að greinahöfundur hefur lesið fyrrgreind skrif mín rækilega. Bjöm byrjar grein sína á því að fara lofsamlegum orðum um undirritað- ann og samstarfi okkar. Vil ég þakka honum hlý orð í minn garð. Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, ritargrein í 18. tölublaó Feykis, þar sem hún biður einn frambjóðanda okkar framsóknarmanna að fram- kvæma “naflaskoðun” á sér og sín- um vinnubrögðum, sem hún telur að séu hnökralaus. I næsta tölu- blaði á eftir þarf hún síðan að afsaka fyrri grein og lýsa því hvemig vinnubrögð hennar komu henni sjálfri í koll. I öllum sínum skrifum velur Anna Kristín að ráðast á fram- sóknarmenn og láta þannig líta út að við höfum öllu ráðið á líðandi kjörtímabili. Ekki verður annað séö en að Anna Kristín sé búin að hreiðra um sig í hjónasænginni sem henni er svo tamt að tala um og bíði þess að Ihaldið hoppi upp í að lokn- um kosningum með einn frelsingja með sér, eins og næstum varð raun- in fyrir fjórum árum síðan. Stefán Ixigi Harakkson, skipar 1. sæti á B-lista Um hafnarmál á Sauðárkróki Á síðasta kjörtímabili hefur verið unnið mikið uppbyggingar- starf við Sauðárkrókshöfn í nánu samstarfi við Vita- og hafnar- málastofnun. Höfnin hefur verið dýpkuð og með byggingu Suður- garðs hefur viðlegurými togara og báta verið stóraukið. Aðstaða til lestunar og losunar gáma á gárna- svæðinu hefur verið stórbætt. Umhverfísmál hafnarinnar hafa verið í fyrirrúmi. Stór hluti hafn- arsvæðisins hefur verið lagður bundnu slitlagi og bærinn gerði samninga við fyrirtæki á hafnar- svæðinu um að þau gengju frá lóðum sínum. Til hafnarfram- kvæmda hefur verið varið 112 milljónum króna á kjörtímabilinu. Þeir fTamsóknarmenn sem set- ið hafa í hafnarstjóm á þessum tíma hafa ekki haft undan að fylgjast með þeim framkvæmda- áætlunum og framkvæmdum sem unnar hafa verið við höfnina á síðasta kjörtímabili. Þeirra helsta áhugamál varðandi höfnina er að stokka upp rekstur hennar, með þaó aó leiðarljósi að segja upp hafnarvörðum og færa rekstur hafnarinnar frá bæ til hagsmuna- aðila í bænum. Margt er nú skrítið í kýrhausnum. Oddvita þeirra framsóknar- manna og einu af þeirra bæjar- stjóraefnum, Stefáni Loga Har- aldssyni, virðist um megn að fylgjast mcð bæjarmálefnum, líkt og hafnarstjómarmönnum fram- sóknar. Sér í lagi ef fylgt er eftir markvissum áætlunum og fram- kvæmdir eru miklar. Stefán Logi skrifar í einn af kosningapésum Framsóknar, að ekki hafí neitt verið athugaður rekstur hafnarinnar þrátt fyrir ósk- ir framsóknamianna þar um. Hið rétta er að núverandi meirihluti tók rekstur hafnarinnar og hafnar- hússins til gagngerðar endurskoð- unar. Vaktafyrirkomulagi starfs- manna var breytt og leiddi það til spamaðar í launakostnaði. Einnig hefur veriö rætt um aukin verk- efni sem hafnarverðir gætu sinnt. Áform okkar sjálfstæðismanna eru ekki þau að láta deigan síga, þótt umferð um höfnina hafi minnkað og tekjur hafnarinnar hafi að sama skapi dregist saman. Við viljum halda uppbygging- unni áfram, sækja fram og gera Sauðárkrókshöfn aðlaðandi fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Að aðstoða þau fyrirtæki á Sauðár- króki sem vilja auka þjónustu vió skip og báta með það að mark- miði að efla atvinnulífið í bænum. Sauðárkrókshöfn veiði eins og vcrið hefur, lífæð atvinnulífsins hér í bænum. Árni Egilsson 4. maður á D-lista Sjálfstæöisflokksins og hafnar- stjórnarmaður. Grettir átti gæfuspor Svar til Gunnars Braga Sveinssonar Við höfum skipst á orðum hér í Feyki ég og Gunnar „sterki” Sveinsson. Hann virðist hafa mis- skilið það að ég væri að líkja hreystimennsku hans við styrk Grettis Ásmundarsonar. Eg var bara aó minna hann á þau um- mæli Grettis aó hver réði orðum sínum. Þau er að finna í 19. kafla Grettissögu þar sem kemur fram óvænt hlið á persónu kappans og miklu mýkri og umhyggjusamari en við eigum aö venjast. Barði konur og börn Þar beitir hann fýrst tungulip- urð, svo kænskubrögðum og loks afli til þess að verja konur og böm fýrir fólskuverkum ribbalda sem Þórir þömb og Ögmundur illi fóm fýrir. Þeir kumpánar létu sér “nagg kvenna” í léttu rúmu liggja en Grettir snerist þeim til vamar. Þetta var áður en Grettir glímdi við Glám og á þeim tíma snerist flest honum til gæfú. Mér finnst að karlmenn nú- tímans, og Framsóknarkarlar þar með taldir, mættu taka sér fram- göngu Grettis sér til fýrirmyndar. Og það er umhugsunarefni hvers- vegna aðrir atburðir og ógæfu- legri em mönnum hugstæðari úr Grettissögu en þessi. Ekki ástæða að kveinka sér Kannski ræðum við Grettis- sögu áfram eftir kosningar, enda af nógu að taka, en um orðaskipti okkar Gunnars Braga er það að segja að mér þykir lítið leggjast fyrir kappann. Eg fæ ekki annað séð en að það sem hann leggur mér til lasts séu pólitískar skeytasendingar í ræðum. Þær má ræða frekar, henda á lofti og senda til baka eða hrekja með rökum. Stjómmálamenn þurfa oft að taka hressilega til orða eða grípa til myndmáls í því skyni að vekja athygli á gagnrýni. Sjálfhefég mátt þola fjölmargar skeytasend- ingar af þessu tagi frá bæjarstjóm- armönnum og öðmm pólitískum aðilum. Ég hef ekki kveinkað mér og ætla ekki að gera meðan gagnrýni á mig sjálfa er sett fram fyrir opnum tjöldum á heiðarleg- an hátt. Og hafi þaó ekki verið annað sem Gunnar Bragi “hafði á mig” get ég sett punkt hér með góðri samvisku. Anna KrLstín Gunnarsdóttir, 1. sæti á G-lista. Einbýlishús til sölu! Til sölu er þægilegt einbýlishús við Hólmagrund á Sauðárkróki. Húsió er á einni hæó ca 120 fermetrar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason lögmaður. Nú rýmum við fyrir sumarið! 30% afsláttur af skóm og fatnaði flðeins í nokkra daga. Pessu sleppir enginn. flllt nýjar vörur. GREIÐSLUKORTfiÞJÓNUSTfi. Opið múnud. - föstud. kl. 10-12 og 13-18. laugardaga kl. 10-12. SKÓR/FATNAÐUR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.