Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 20/1994 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 153. Þá töluðu til sumir menn ungir, aö veður væri gott og fagurt og nú sé gott að hafa glímur og skemmtun. Þeir kváðu það allráðlegt. Fóru menn þá og settust niður frá búðunum. Gengust þeir Þórðar- synir mest fyrir skemmtun. Þorbjöm öngull var upp- vöðslumikill og ruddi fast til gleði. Tók hann í herð- ar hverjum manni og hnykkti fram á völlinn. Nú glímdu fyrst þeir, sem ósterkastir voru og þá hver af öðrum og gerðist af þessu gleði mikil. 154. Þorbjöm öngull litaðist um og sá hvar mað- ur sat, mikill vexti, og sá óglöggt í andlit honum. Þor- bjöm þreif til hans og kippti honum fast. Hann sat kyrr og bifaðist hvergi. Þá mælti Þorbjöm: „Enginn hefur setið jafn fast fyrir mér í dag sem þú, eða hver er þessi maður?“ Hann svarar: „Gestur heiti ég“. Þorbjöm mælti: „Þú munt vilja skemmta nokkuð, og ertu aufúsugest- ur“. Þeir hétu honum griðum og báðu hann glíma vió einhvem. 155. Gestur kastaði nú kuflinum og öllum bol- klæðum. Þá leit hver til annars, því þeir þóttust kenna, að þetta var Grettir Asmundarson. Þeir ámæltu þá hver öðmm, en þeim mest sem fyrir grið- um um haföi sagt. Þá mælti Grettir: „Gerið greiðlegt fyrir mér, hvað yður býr í skapi, því að ekki sit ég lengi klæðlaus. Eigið þér miklu meira í hættu, en ég hvort þér hald- ið grið yóar eða eigi“. Þá mælti Hjalti Þóróarson: „Halda skulum vér grið vor, þó að vor hafi orðið hygginda niunur". 156. Nú gekk fram annar þeirra bræðra, Þórð- anna, og hljóp að Gretti sem snarast, og gekk Grett- ir hvergi úr sporum. Grettir seildist aftur yfir bak Þórði og tók svo í brækumar og kippti upp fótunum og kastaði honum aftur yfir höfuð sér, svo að hann kom að herðum niður, og varð það allmikió fall. Þá mæltu menn, aö þeir skyldu fara til báðir bræður senn, og svo var gert. Kosningavísur Ihaldið er afar þreytt, Þœr heita báðar norður og niður ennþá veldur trega. Það œtlar að gera ekki neitt og nánast hvorugfœr! eins og venjulega. Þó að kratar þennan heim þráfalt vilji bœttan Framsókn er á vinstri vœng, þá vofir alltaf yfir þeim verður þar og sefur öllum stundum undir sœng útrýmingarhœttan. eins og verið hefur. Svo allt hér gangi oss í hag ei að kjósa dragið. K-listinn á Króknum styður Þá einu von sem er í dag kunnar leiðir tvœr. Alþýðubandalagið. „Rétt“ hugsandi kjósandi. Tindastóll nálægt sigri fyrir vestan Það munaði ekki miklu að Tinda- stólsmcnn færu hcim l'rá Isafirði með þrjú stig í farteskinu eftir viðureignina gcgn BI vcstra á föstudagskvöldið. Lyktir lciksins urðu jafntefli 2:2, eftir að Tinda- stóll hafði haft forustu frá því snemma í lciknum. Jafntcfli á Isafirði gegn liði sem búast má við að verði ofarlega í dcildinni í ár, er svo sem ekki slæm byrjun, og sjálfcagt betri en flcstir spark- fræðingar hafa spáð Tindastóli í ár, en talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu frá liðnu sumri. I liðinu sem lék gegn BI voru fjór- ir leikmcnn scm lcku ekki með síðasta sumar, og að auki nokkr- ir sem voru ekki fasta menn í lið- inu í fyrra. Þaó viðraði vel til knattspymu- iðkunar á föstudagskvöldið og flugveður var frábært, cn það er ekki lítils virði fyrir fiughrædda leikmenn, eins og t.d. Guðbrand Guðbrandsson miðherja Tinda- stóls, en menn gerast vart flug- hræddari. Heiðskírt var báðar lcið- ir vestur og ákafiega tilkomumik- il og fögur sjón að fijúga yfir land- ið snæviþakið. Feróin tók ekki nema um 35 mínútur og hefði reyndar tekið aðeins skemmri tíma ef Fokker Flugleiða hcfði ekki haf- ið sig á loft í þann mund er vélin frá FN var að búa sig til lendingar. Tók þá Guðbrandur, sem sat í aó- stoðarflugmannssætinu, undir blótsyrði flugmannsins. Ekki voru liðnar nema sjö mín- útur af leiknum þegar Tindatóll náði forustunni í leiknum. Boltinn barst fyrir markið eftir innkast. Guðbrandur náói að spyma á markið, en vamarmaður BI varði með hendi á línunni. Fékk httnn aö líta rauða spjaldið fyrir vikió og ekki bætti úr skák fyrir hcima- mönnum að Guðbrandur skoraði af öryggi úr vítinu. En þar með var þátttöku hans í leiknum lokið. Meiðsli höfðu tekið sig upp og þurfti þessi ógnvaldur í framlínu Tindastóls að yfirgefa völlinn. ísfirðingar vom meira með boltann en gekk erfiðlega að skapa sér færi. Tindastólsmenn áttu sókn- ir af og til og það var úr einni slíkri sem þeir bættu við öðm marki um miðjan hállleikinn. Grétar Karlsson átti gott skot á markió, er hafnaði í stönginni. Boltinn barst út til hliðar og þar afgreiddi Sveinn Sverrisson knöttinn í fyrstu snertingu og hafn- aði fast skot Sveins í markinu. Skömmu síðar náóu reyndar BI- menn að klóra í bakkann með marki eftir snarpra sókn. Staðan í leikhléi var 2:1 fyrirTindastól. Síðari hálfleikur var síðan að- geróarlítill og lítið um markvissar sóknaraðgerðir hjá báðum liðum. Tindastólsmenn höfðu tögl og halgdir og það virtist stefna í þrjú stig þeim til handa, þegar vömin bilar átta mínútum fýrir leikslok. Öm Torfason miðherji ísfirðinga komst einn innfyrir. Dómarinn taldi Ingvar Magnússon hafa brot- ið á Emi þar sem hann féll í teign- um, og dæmdi vítspymu. BI jafn- aði úr vítinu, og Ingvari var vikið af leikvelli með tvö gul spjöld. Eftir þetta mátti Tindastóll þakka fyrir að halda fengnum hlut, cn Króks- arar héldu engu að síður haus út leikinn. Næsti leikur Tindastóls í þriðju deildinni verður gegn Völsungum á Sauðárkróksvelli nk. föstudags- kvöld. Þá verður Ingvar Magnús- son í leikbanni og Guóbrandur trú- lega ekki orðinn góður af meiðsl- unum. Þeir verða þá tilbúnir í slag- inn, Peter Pisanjuk og Helgi Már Þórðarson, miðvallarleikmaður sem kom ffá Einherja á Vopnafirði fyrir tímabilið. Þá er Sigurjón Ingi Sigurðsson tengiliðurinn sterki sem óóast að ná sér af meiðslum sem hrjáð hafa hann í tæpa tvo mánuði. KS og Hvöt byrja vel KS og Hvöt byrja vel í 4. deild- inni, en keppni þar hófst um helgina. KS sigruaði Þrym örugglega á Siglufirði, 5:0, og Hvöt sigraði Kormák 2:0 í Ieik sem fram fór á Skagaströnd. Leikur Hvatar og Kormáks var fremur jafii, cn Hvöt var þó sterk- ari aðilinn. Páll Leó Jónsson kom Hvatarmönnum yfir um miðjan fynri hálfleik, og Sveinbjöm As- grímsson gulltryggði síðan Hvöt sigur með marki úr vítaspymu um miðjan síðari hálfleik. Það vantaói marga af lykil- mönnum Þryms er liðið hélt til Siglufjarðar á laugardag og urðu Þrymarar aó sætta sig við stórtap. KS-ingar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu síðan við þrem í seinni hlutanum. HafþórKolbeins- son skoraði tvö mörk fyrir KS og þeir Agnar Sveinsson, Dagur Gunnarsson og Steindór Birgis- son sitthvort markið. Neisti sat yfir í fyrstu umferð, en mætir Hvöt á Hofsósi í kvöld. Þrymsmenn leika á sama tíma gegn HSÞ b á Laugum, sem vann Hólmvíkinga 7:2 um helgina. Hefur þú áhuga á Aupair! Þú sem sendir inn bréf vegna auglýsingar um Aupair í Frakklandi nýlega ert beóin aó hafa samband á skrifstofu Feykis sem allra fyrst. Síminn þar er 35757. Góð blokkaríbúð til sölu! Til sölu er þriggja herbergja mjög góó íbúó að Víðigrund 14 á Sauðárkróki. Ibúðin er björt og rúmgóð og í afar góðu standi. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Amason lögmaóur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.