Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 7
20/1994 FEYKIR7 Undir Borginni Rúnar Kristjánsson Allaballar blása til sóknar í þessum pistili skal farið nokkrum orðum um þriðja fram- boðslistann á Skagaströnd sem er listi Alþýðubandalagsins. Það er óvenjulegt að ekki komi fram nema þrjú framboð til sveitar- stjómar hér á Ströndinni og meiga menn hálft í hvoru skammast sín íyrir að hafa þetta ekki líflegra. A ýmsuni fámennari stöðum, svo sem í Hrísey er ólíkt hressilegar að málum staðið og jafnvel Blönduósingar eru famir að vera skemmtilegir á þessu sviði. Spáð í stöðuna En víkjum þá að framboði Al- þýðubandalagsins hér og spáum ofurlítið í þær línur sem þar em markaðar. I fyrsta sæti er Jón Ingvar Valdimarsson yfirkennari, sem ólst upp á Skagströnd og er Skagstrendingur í húð og hár, þó hann hafi víða verið síðan hann óx úr graxi. Flest ættfólk Jóns hér mun að vísu tilheyra bláu línunni, sem reyndar er blágræn að þessu sinni, en hinsvegar er vitað að fylgi Alþýðubandalagsins á Skagaströnd dugir vel fyrir einum fulltrúa, ef í frambiði er maður sem heldur því saman. Svo illa tókst til fyrir fjómm ámm, að mikill innanskömm herjaði Al- þýðubandalagið og leiddi það ásamt öðm til þess að frambjóð- andi þess féll og fall hans var mik- ið. Áður hafði Alþýðubandalagið verið í stöðugri sókn og náð afger- andi fomstu á vinstri væng stjóm- mála hér í bæ. Þótti því mörgum innan þess þetta bakslag hið versta mál, en óeining getur nú komið upp á bestu heimilum eins og allir vita. Spuming er þá jafnan hvemig unnið er úr málum. Það liggur þó á ljósu að nú á vordög- um 1994 er Alþýðubandalgið á Skagaströnd að blása til sóknar á ný og er talsverður hugur í liði því sem lista þess skipar. Líkur benda til þess að fyrri styrkur verði end- urheimtur að miklu leyti, þar sem margt vinstri sinnað fólk viróist ákveðið í að fylkja sér um listann. Sumir hafa tekið þá afstöðu til að lýsa andstöóu við bandalag sjálf- stæðismanna og Framsóknar. Með tilliti til þess bandalags og svo þess að nýr maður er í kjöri fyrir Alþýðubandalagið, getur einnig svo farið að menn sem áður höfðu horfió frá stuðningi við G-listann, muni veita honum brautargengi í vor. Frændur eru........? Það er skemmtileg tilviljun að frændi Jóns Ingvars, Steindór Haraldsson, er að þessu sinni frambjóðandi krata, en afar þeirra voru bræður og kunnir borgarar hér í bæ á árum áður. Það er von- andi að góð samvinna takist með þeim frændum í hreppsnefnd, ef þeir ná kjöri sem líklegt er, þó hið fomkveðna segi „frændur eru frændur verstur“. Þar sem telja má að búið sé að stofna til meirihluta fyrir kosning- ar, bendir flest til þess að Jón Ingvar og Steindór þurfi á því að halda aó standa saman meó sæmi- legt brúarland undir fótum. Illa er þeim í ætt skotið ef þeim tekst ekki að fóta sig á þeim gmndvelli. Annars væri mest um að vert, að hreppsnefndin í heild næði góðri samstöðu í málum til heilla fyrir Skagaströnd. Að sjálfsögðu mun í þeim eíhum reyna á hæftii og lip- urð manna. Ekki síst þeirra sem þegar hafa tekið höndum saman. Það þarf heldur ekki að efast um það að Jón Ingvar og Steindór munu báðir opnir fyrir allri sam- vinnu, sem á heilbrigðum for- sendum verður fyrir hendi, eftir kosningar, um hagsmunamál Skagastrandar. Nái þeir kjöri, fá þeir tækifæri til aó sanna viíja sinn og getu í þeim efnum, báðir tveir, og sama gildir um fulltrúa S-list- ans. Eg vona því að þær tíu hendur sem koma inn í hreppsnefndina í vor verði ekki hver upp á móti annarri, heldur leggist allir á eitt að vinna heilshugar að framtíðar- málum Skagastrandar sem era vissulega mál okkar allra. Skagaströnd 10. maí 1994. Rúnar Kristjánsson. Ahugafólk um heilbrigði og útivist! Göngu- og skokknámskeið. Fyrirhugað er að halda þriggja vikna göngu- og skokknámskeiö hér á Sauðárkróki. Byrjað veröur mánudaginn 30. maí meó kynningarfundi á Hótel Mælifelli. Skokkað veróur á mánudögum og fimmtudagum kl. 21- 22 frá Líkamsræktarstöóinni Kúnst. Kennarar veróa: Lýður B. Skarphéóinsson íþróttakennari og Ingvar Magnússon íþróttakennari. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 35966 í Kúnst líkamsrækt frá kl. kl. 9,00-14,00 fram að námskeiói. Sjáumst hress! Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þús. km., mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu tveir alíslenskir hvolpar. Upplýsingar í síma 35383 eftir kl. 18,00. Til sölu Commodore "64 talva, rúmlega 400 leikir fylgja, verð krónur 10 þúsund krónur. Á sama stað er til sölu hjól, Eurostar fjólublátt og hvítt að lit fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára. Verð kr. 9000. Upplýsingar í síma 95-35225 (Sandra). Til sölu Hoover turbo master ryksuga. Upplýsingar í síma 36076. Til sölu Marsey Ferguson MF-4, árgerð 1988. Upplýsingar í síma 95-24496. Til sölu nýr svartur mótorhjólaleðurjakki, stærð L. Upplýsingar í síma 95-35571. Atvinna óskast! Er að verða 11 ára og hef áhuga á að passa böm í sumar. Á heima í Dalatúni. Upplýsingar í síma 35402 eftir kl. 19 á kvöldin. 15 ára piltur fæddur í sveit og vanur öllum sveitastörfum, óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 95-24325. Hlutir óskast! Dagmömmu vantar úti- og innileikföng, sem hæfa aldrinum 1-3 ára. Get bætt við mig bömum eftir hádegi í sumar og næsta vetur. Upplýsingar í síma 35867. Sófasett óskast, mjög ódýrt eða gefins. Útlit skiptir engu máli. Upplýsingar í síma 35968 á kvöldin. íbúð óskast! Góð þriggja herbergja íbúð óskast til leigu á Sauðárkróki sem fyrst. Upplýsingar í síma 36076. Góðir áskrifendur! Vinsamlegast greiðiö gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hið fyrsta. Enn eru nokkrir áskrifendur sem skulda eldri áskriftir. Þeim skal bent á að hafi þeir glatað gíróseðli geta þeir lagt upphæðina inn á reikning nr. 1660 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki, eða haft samband vió ritstjóm Feykis í síma 35757. Sauðárkróksbúar! Sameiginlegur framboósfundur vegna bæjarstjómarkosninga verður í Bifröst í kvöld (miðvikudagskvöld) kl. 20,00. Fundinum veróur útvarpaó á fm 93,7. Frambjóðendur. Landsbankahlaupið Hió árlega Landsbankahlaup fer fram laugardaginn 28. maí 1994 kl. 11,00. Öllum krökkum, sem fædd eru 1981-1984, er heimil þátttaka. Skráning og afhending rásmerkja er í útibúi okkar Artorgi 1. Landsbanki Islands S auðárkróksútibú Frá kjörstjórn Sauðárkrókskaupstaðar Kjörfundur vegna bæjarstjómarkosninga verður haldinn í Safnahúsinu vió Faxatorg laugardaginn 28. maí nk. og hefst kl. 9.00 árdegis og stendur til kl. 22,00. Talning atkvæóa hefst aó kjörfundi loknum. Kjörstjóm Sauóárkróks: Jón Hallur Ingólfsson, Reynir Kárason, Gunnar Þ. Sveinsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.