Feykir


Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 25.05.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 25. maí 1994,20. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! am Landsbanki Sími35353^4 's'ands Banki allra landsmanna Um 60 nemendur brautskráðust hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sl. laugardag. Fjölbrautaskólanum slitið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 15. sinn við há- tíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Að þessu sinni brautskráðust 60 neinendur frá skólanum, 44 af stúdentsprófsbrautum, þrír af atvinnulífsbraut, sjö af sjúkra- liðabraut, þrír með almennt verslunarpróf og fimm af iðn- námsbrautum. A nýliðnu skólaári stundaði alls 501 nemandi nám við skól- ann. I yfirlitsræðu aðstoðarskóla- meistara Olafs Jóns Ambjöms- sonar kom frani að skólinn hefur farið ört vaxandi og megi með sanni segja að hann sé nú kominn í hóp stóm skólanna. Nemendur á haustönn vom 455 og á vorönn 450, á alls 17 brautum: 23 vom í iðnnámi, 50 stunduðu nám á starfstengdum brautum, 128 vom á tveggja ára brautum og 235, eða rétt um helmingur, var skráður til stúdentsprófs. Þá vom starfræktar tvær fram- haldsdeildir við skólann. Á Blönduósi var boðið upp á al- mennt bóknám og vom ncmend- ur þar 24. Á Siglufirði var kennsla í tveim deildum, annars vegar sjúkraliðanám þar sem í vom 16 nemendur, og á haustönn luku átta nemendur námi og braut- skráöust af vélstjómarbraut. Reynslan af þessu formi hefur verið góð og er fyrirhugað að halda starfseminni áfram. Þá er kennsla nemenda með sértæka Tómas Dagur Helgason hafði orð fyrir 10 ára brautskrár- nemum, sem komu færandi hendi með peninga í fiygils- sjóð skólans. fötlun komin til að vera, en hún hefur farið fram í skólanum síðan 1991 í samvinnu við Svæðisskrif- stofu fatlaðra, undir stjóm Önnu Dóm Antonsdóttur sérkennara. Þá hóf Farskóli Norðurlands vestra öfluga starfsemi víða í kjör- dæminu á síðasta ári. Rétt um helmingur nemenda skólans vom frá Sauðárkróki og úr Skagafirði, 135 komu úr Húna- vatnssýslum og 70 ffá Siglufirði, en nemendur komu annars hvaðanæva að af landinu. Á heimavist dvöldu um 160 nem- endur og mun vistin vera orðin ein sú stærsta á landinu. Kennsla fór fram á sex stöðum í vetur, en það horfir til bóta með kennsluað- stöðu er nýja bóknámshúsið verð- ur tekið í notkun næsta haust. Fjöldi vióurkenninga var veitt- ur til brautskrámemenda. Ragn- heiður Bjamadóttir, sem lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut, hlaut viðurkenningu fyrir framúr- skarandi alhliða námsárangur, Dagmar Hlín Valgeirsdóttir, sem lauk stúdentspófi af náttúmfræði- braut, hlaut viðurkenningu fyrir ágætan alhliða námsárangur á stúdentsprófi, Guðleif Bima Leifsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan alhliða námsárangur af félagsfræðibraut til stúdents- prófs og Vin Þorsteinsdóttir, sem lauk stúdentsprófi af málabraut, hlaut viðurkenningu íyrir ágætan alhliða námsárangur. Óvenjulegt hreiður- stæði þrastarhjóna í Grenihlíðinni Aðfaranótt þriðjudagsins 17. maí sl. Ijölgaði óvænt í fjölskyld- unni að Grenihlíð 5 á Sauðár- króki. Þegar heimilisfólkið fór á fætur um morguninn hatði skóg- arþröstur gert sér hið myndar- legasta hreiður utan um blóma- pott á sólbekk í stofúglugganum. Síðan hafa þrastarhjón þessi gert sér dælt við heimilisfólkið, en eru vör um sig ef ókunnuga ber að garði. Fuglinn lét heimilisfólkið ekki tmfla sig við iðju sína og virðist una sambýlinu hið besta. Hann læt- ur sem ekkert sé þrátt tyrir umgang bama og fullorðinna, og situr sem fastast þrátt tyrir að húsfreyjan grípi í að sauma í saumavélinni sem stendur fast við gluggann, eða ryksugi í stofúnni. Kvenfuglinn hefur undanfama daga bætt einu og einu eggi í hreiðrið, að heimilis- fólki viróist með 18 tíma millibili. Á annan dag hvítasunnu vom egg- in orðin fimm talsins. Karlfuglinn stendur vörð ut- andyra á svölum hússins og syngur af mikilli innlifun að skagfirskum sið. Reyndar virðast fuglamir skiptast á um að sitja á eggjunum og munu væntanlega gera það áfram á næstunni, en það tekur þrastaregg um 12 daga að klekjast út. Þá mun trúlega enn lifna yfir hlutnum í stofunni í Grenihlíðinni þegar þrastarhjónin fara að draga björg í bú og skaffa ungunum fæðu og hentug vaxtarskilyrði. Þess má geta að endingu að Lydía Jósafatsdóttir húsfreyja í Grenihlíð 5 hafði fyrir skömmu auglýst í Feyki, að hún tæki að sér bamapössun. Er ekki að sjá annað en blaðið sé víðlesið þar sem títt- nefnd þrastarhjón hafa þegar kom- ió þessum fimm eggjum sínum í fóstur. Krökkununt í Grenihlíð 5, Helgu Elísu, Ingvari Aron og Margréti Silju, líkar vel nær- vera skógarþrastanna. Þaðeraðeins ef ókunnuga ber að garði sem þrösturinn flýgur afhreiðrinu. Oddvitinn Jæja, þá er þaðblessaðkrossa- prófið á laugardaginn. Gæðaframköllun BKYIOUARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.