Feykir


Feykir - 01.06.1994, Síða 1

Feykir - 01.06.1994, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Óvænt á Króknum Alþýðubandalgið tvöfaldar fylgi sitt, tilflutningur atkvæða frá Framsókn sem tapar manni Þannig var umhorfs við Giljá um miðjan dag á mánudag. MyndAlÓ. Gífurlegt tjón af vatnavöxtum „Það var sem sprengju hefði verið varpað á veginn yflr Giljá á sunnudagskvöldið, þegar ræsi yfir ána brast og vegfylluna tók burt með straumnum. Nokkru áður hafði skarð komið í veginn en fært var gangandi fólki yfir. Eg horfði á fólk ganga yfir, en sem betur fer var enginn stadd- ur yfir ræsinu þegar sprenjging- in varð“, sagði Magnús Olafs- son fréttaritari Feykis, sem staddur var við Giljá þegar miklar skemmdir urðu á vegin- um á sunnudagskvöldið og þjóðvegurinn lokaðist milli Norður- og Suðurlands. Ræsið sem um getur er um 10 metrar í þvermál og á mánudag var skaróið í veginn orðið um 40 metrar. Brúarflokkur frá vega- gerðinni vann að því á mánudag og byggja stálbitabrú yfir gilið á gamla vegarstæðinu og er í ráði að styrkja þá brú enn frckar til að hún geti tekið við þungaflutningum, en burðarþol brúarinnar, sem hleypt var umferö á aðfaranótt þriðjudags, er 5 tonn. Aætlað er að margar vikur taki að gera við veg- inn og ræsið við Giljá. Miklarskemmdirhafaorðið á vegum Norðanlands í vatnavöxt- um undanfama daga. Auðólfsstaðá flæddi yfir veginn í Langadal og lokaði honum um tíma þannig að vegfarendur urðu að fara Svín- vetningabraut. Þá urðu miklar vegaskemmdir í Norðurárdal í Skagafirði og einnig á Hjaltadals- vegi við Nautabú og talsverðar vegaskemmdir á Vatnsskarði. Mikið tjón varð á túnum við bæinn Hvamm í Svartárdal í A,- Húnavatnsýslu. A sem rennur skammt frá bænum fór úr farvegi sínum og beljaði um tíma á hús- vegg íbúðarhússins. Tókst að koma í veg fyrir verulegar skemmdir á íbúðarhúsinu með því að riðja sundur veginum við bæinn. Þá hefur bærinn Húsey í Vallhólmi verið umflotinn vatni síðustu daga. Kosningaúrslitin á Sauðár- króki urðu mjög óvænt. Fram- sóknarmenn sem stefndu á að ná fjórum mönnum og hrein- um meirihluta í bæjarstjórn, töpuðu talsverðu fylgi og fengu einungis tvo menn kjörna. Svo virðist sem fylgistap framsókn- ar hafi komið Alþýðubandalag- inu til góða, en Allaballar kornu sem sigurvegari úr kosn- ingunum, rúmlega tvöfölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum og skorti aðeins 14 atkvæði til að fá tvo menn kjörna á kostn- að óháðra. K-listi óháðra og A-listi Al- þýðuflokks héldu sínum manni hvert framboð og fylgið var svip- aö og í síðustu kosningum. Marg- ir höfðu efasemdir um að K-list- inn kæmi aö manni í þetta sinn, en stuðningsmenn Óháðra gerðu þær hrapspár að engu. Sjálfstæð- ismenn töpuðu dálitlu fylgi frá síðustu kosningum og fengu tvo menn kjöma eins og margir höfðu spáð þeim. Úrslit kosninganna urðu á þann veg að meirihluti, Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks ogÓháðra heldur velli, hefur samtals fjóra Jón Arnar Magnússon tug- fulltrúa af sjö í bæjarstjóm og Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag verða að láta sér lynda að verða í minnihluta áfram þetta kjörtímabil. Akveðið hefur verið að Jónas Snæbjömsson verði for- seti í nýrri bæjarstjóm, Bjöm Sig- urbjömsson formaður bæjarráðs eins og hann var á síðasta kjör- tímabili og K-listinn fái for- mennsku í veitunefhd og hafnar- nefnd. Snorri Bjöm Sigurðsson verði áffarn bæjarstjóri. Kjörsókn á Sauðárkróki var 87,7%. Úrslitin urðu þau aó A- listi Alþýðuflokks hlaut 173 at- kvæði og einn mann kjörinn B- listi Framsóknarflokks 486 at- kvæöi og tvo menn kjöma, D-listi Sjálfstæðisflokks 430 atkvæði og tvo menn kjöma, G-listi Alþýðu- bandalags 327 atkvæði og einn mann kjörinn og K-listi áháðra 170 atkvæði og einn mann kjörinn. Verðandi bæjarfulltrúar em: Bjöm Sigurbjömsson (A), Stefán Logi Haraldsson og Bjami Ragn- ar Bryjólfsson (B), Jónas Snæ- bjömsson og Steinunn Hjartar- dóttir (D), Anna Kristín Gunnars- dóttir (G) og Hilmir Jóhannesson þrautarmaður úr UMSS setti um helgina nýtt Islandsmet á tugþrautarmóti í Austurríki. Jón hlaut alls 7896 stig og lenti í 12. sæti af 32 þátttakendum. Á mótið í Austurríki var ein- ungis boðið þeim allra sterkustu í tugþraut í heiminum og hafði um helmingur þátttakenda náó 8000 stigum fyrir mótið. Jóni Amari var því sýndur mikinn heiður að vera boðið á þetta mót sem haldið er ár- lega. Árangur Jóns kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem aó hann hefur sýnt það í vor að hann er til alls líklegur á mótum sumarsins. Grásleppuvertíð í meðallagi Grásleppuvertíðin, sem segja má að sé á cnda, hefúr verið í mcðallagi góð. Algeng útkoma eflir vertíðina er 50-60 tunnur á bát þar sem tveir eru á og hclmingi minni hjá þcim sem róa cinir. Grásleppukarlar eru byrjaðir að taka upp netin, þrátt fyrir að það megi stunda veiðarnar fram til 20. júní, enda hefur veiðin verið mjög dræm síðustu vikurnar. Spádómar Þorleifs Ingólfssonar grásleppubónda á Þorbjargar- stöðum í Skefilsstaðahreppi virðist hafa ræst, en hann bjóst við stuttri vertíð. Vertíðin byrjaði ágætlega og veiði var góð í aprílmánuði, en gæftir voru að sama skapi ekki góðar þannig að minna aflaðist fyrir vikið. Þegar síðan tíðarfarið batnaði til muna í maímánuði og gæftir urðu góðar lét sú gráa á sér standa. Þessi vertíð var mun betri en sú síðasta sem var mjög léleg. Reyndar höfðu grásleppubændur vonast eftir mjög góðri vertíð nú og verð fyrir hrognin er gott. Samt er að heyra á mönnum að þeir séu tiltölulega ánægðir að vertíðin skuli þó hafa verið í meðallagi, það sé allavegana útlit fy'rir að offramboð verói ekki á markaðnum og verðið muni því haldast svipað á næstuvertíð. (K)._______ Jón með íslandsmet —ICTeH?ill hj!)l— bílaverkstæði Aóalgötu 24 Sauðárkrókl ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA Æ M mm M sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata J b 550 Sauíárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.