Feykir


Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 21/1994 Kaffihús opnað í Gamla bænum Það er heldur betur að lifna yfir Gamla bænum á Krókn- um þessa dagana. Húseigend- ur eru hver af öðrum að ditta að húsum sínum að utan og veita þeim andlitslyftingu. I»að hús sem hefúr tekið mestum stakkaskiptum nú að undan- förnu er Aðalgata 16 þar sem raftækja- og byggingarvöru- deild KS var lengi til húsa. Húsið hefur nú verið málað í kaffilitum, gulum og grænum, enda hefúr þarna verið opnað nýtt og glæsilegt kafHhús, Kaffi Krókur heitir það. Það eru hjónin María Björk Ingva- dóttir og Ómar Bragi Stefáns- son sem veita því forstöðu. Að sögn þeirra Ómars og Maríu verður leitast við að skapa þama kaffíhúsastemmningu eins og hún gerist best. Þetta verði veitingastaður þar sem fólk getur verið í ró og næði fjarri öllum skarkala, staður sem henti full- orðnu fólki vel, enda verði ald- urstakmark um helgar 20 ár. Auk veitingasalar í Kaffi Krók er lítil setustofa í Gunnþór- unnarhúsi. Að mati blaðamanns Feykis er yfirbragð kaffistofunn- ar mjög snorturt. Litir mildir og þægilegir, innréttingar, ljós og gluggatjöld, allt í góðu samræmi. Neðri hlutar veggja í kaffistof- unni em þakin opnum úr flestum þekktustu dag- og vikublöðum í heiminum, og er sú veggskreyt- ing einkanlega við hæfi. Málverk á veggjum em öll eftir Sossu, sem opnaði myndlistarsýningu í tilefni opnunar kaffihússins. Það er Ijóst að Kaffi Krókur er nýr valkostur hjá þeim sem vilja kíkja inn í veitingahúsin á Króknum. Og sjálfsagt fagna þeir líka tilkomu Króksins sem hafa gaman af kráarrölti, en þrjú veitingahús em nú á 100 metra radíus í gamla bænum: Krókur- inn, Mælifell og Pollinn. Hfi- z>A [jY'. ' á i J María Björk Ingvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson í Kaffi Krók, nýja kaffihúsinu í Gamla bænum. Athugsemd frá Maríu Björk Vegna fullyrðinga nokkurra bæjarbúa um að Útvarp Noróurlands hafi tekið viðtal vió mig sl. föstudag, er rétt að fram komi, að ekkert slíkt viðtal hefur verið tekió. Þaó er því heldur ósmekklegt af Gróu á Leiti aó bera þaó um sveitir að María Björk haft sagt að „bændadurgar“ væru ekki velkomnir á Kaffi Krók. Þvert á móti eru bæði bændur og annað fólk hjartan- lega velkomið á kaffihúsið. Við fýlsveiðar í Lundey. Frá hægri talið: Jón Pálmason, og síðan hjónin Páll Stefánsson og Jóhanna Birgisdóttir frá Bakka. Helsinginn, skagfirski vorboðinn Það var núna á föstudags- kvöldið að við hjónin vomm stödd fyrir utan hús eitt héma í bænum þegar fundarstjórinn okk- ar, hann Hilmir, renndi upp að okkur. Konan mín settist inn í bíl- inn hjá honum og ég heyrði að hún sagði: „37 fugla?“. Hilmir svaraði já. „Núna í morgurí', spurði hún aftur. Aftur svaraði Hilmir já. D.......hugsaði ég með mér, núna hefur Hilmir verið í hels- ingja! Þetta gengur bara ekki lengur. Ég verð að gera eitthvað í þessum málum. Ég gekk að bílnum og sagði við Hilmi að ég væri að hugsa um að taka vorskytteríið lyrir á aðal- fundinum. Hilmir leit á mig stór- um augum og sagði „viltu nokk- uð vera að því"., Já, þetta gengur ekki lengur", svaraði ég. „Þaö er oiðið altalað að annar hver maður í þessu skotfélagi hafi farið í hels- ingja". ,Já það passar alveg“, svaraði Hilmir, „ég hef ekki farið ennþá en ég fer kannski í nótt“. Síðan bætti hann við: „Við vomm bara að grínast með þetta sem við sögðum ég og konan þín. Við vildum bara sjá hvemig þér yrði við. Svo skjóta þessir strákar sem em í félaginu þúsundir af skífum og einhverstaðar verður árangur- inn að koma í ljós. Auk þess á þessi lúgl ekkert að vera hér, hann á ekki heima héma. Og svo hringja bændumir vegna þess að fúglinn gjöreyðileggur íyrir þeim túnin". ,J2g tala um jx:tta", sagði ég. ,J»ú talar ekkert um þetta", sagði Hilmir, „ég ræð alveg um hvað er talað á þessum fúndum. Ég er fundarstjórinn og þetta verður ekki á dagskrá". „Ég tala um jretta undir liðnum önnur mál", svaraði ég. Þama mun Hilmi hafa verið orðið ljóst að mér var alvara með þessu, þannig að hann svaraði: , JEn ef ég mundi nú gefa j>ér einn svona fugl ef það myndi vilja svo til að ég rækist á harrn"? Aður en ég komst til að svara j)essu greip konan fram í: ,Já hann þiggur hann. Það er nefni- lega alveg magnað hvað hann er laginn að matreiða svona fúgla". í gærmorgun þegar ég fór í morgunkaffi í bakaríið átti ég von á að fyrir utan dymar hjá mér lægi einn „svona fugl“. Það yrði auð- vitað ekki blóðdropi á honum. Það væri bara eins og hann svæfi þama. Og þá kæmi bara tvennt til greina; annaðhvort hefði Hilmir keyrt óvart á hann héma frammi á brautinni eða hann hefði hreinlega flogið á dymar hjá mér og rotast. En það reyndist enginn fúgl fyrir utan dymar hjá mér jiegar ég kom út og jiess vegna er ég í full- um rétti með að tala um helsingja á jiessum fundi. Við emm svo lánsamir hér í Skagafirði að fá að njóta heim- sóknar gæsategundar sem er óvíða annars staðar að finna hér á landi. Þetta er helsinginn sem hér hefur viðkomu á leiðinni til varp- stöðva sinna. Um er að ræða þrjá mismunandi varpstofna, þann grænlenska er verpir á Noröaust- ur-Grænlandi, stofn sem verpir á Spitsbergen og stofn er verpir á Ishafseyjum Rússlands, s.s. Novaya Zemia og Vaigach. Astæða þess að ég minnist á jietta núna, er ekki sú að ég sé að afla mér vinsælda í félaginu, þær hrapa ömgglega við jietta. I fyrsta lagi er ástæðan sú að ég sem for- maður félagsins okkar tel það skyldu mína að fá aðra félags- menn til að staldra aðeins við og hugleiða málið. Helsinginn er viðkvæm íúglategund og að mínu viti fallegasta gæsategund lands- ins. I öðm lagi verðum við að muna eftir og gera okkur grein fyrir jieirri ábyrgð sem jiessi fé- lagsskapur okkar leggur okkur á herðar. Við eigum að vera fyrir- mynd jæirra veiðimanna er vænt- anlega em að alast upp í okkar samfélagi og móta afstöóu jjeir til veiða og skotvopna. Við liggjum vel við höggi og munum verða gagnrýndir harðlega ef okkur verða á einhver mistök. (Kafli úr erindi Jóns Pálma- sonar um helsingjann sem hann fiutti á aðalfundi Skotfélagins Ósmanns 1993. Erindi jætta birt- ist í fréttabréfi félagsins nýlega.) Jón Pálma með tvær vænar gæsir í Blönduhlíöinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.